Fara í efni

Sveitarstjórn

98. fundur 22. nóvember 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Magnús Ingi Hannesson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:


1. 1011001F - Sveitarstjórn - 97


AH. Ræddi fundarritun. Spurðist fyrir varðandi liði 18 og 29. Fundargerðin framlögð.


2. 1011052 - Verkfundur 15 vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


3. 1011067 - Kauptilboð í malarnámu í landi Stóru-Fellsaxlar frá Helga Þorsteinsyni fh. Þróttar ehf.


Erindi frá Fasteignamiðlun Vesturlands ehf, dagsett 12. nóvember 2010.


Til máls tóku, SSJ, LJ, HV,ÁH, AH, SÁ. ÁH lagði til að afgreiðslu verði frestað. Samþykkt samhljóða.


4. 1011069 - Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands. Bréf móttekið 15. nóvember.


Staðfesting á kjörskrá, sem lögð er fram á fundinum.


Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá. Kjörfundur fer fram að Innrimel 3 og stendur frá 10.00-22.00.


5. 1011058 - Ósk um stuðning sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir málmiðnadeild Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2011.

Erindi frá Herði Ó. Helgasyni skólameistara, dagsett 11. nóvember 2010.


Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.


6. 1011061 - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2011.


Erindi frá Snorrasjóði, dagsett 8. nóvember 2010.


Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.


7. 1011055 - Beiðni um styrk frá Sögufélagi Borgarfjarðar.


Erindi frá Snorra Þorsteinsyni, dagsett 15. nóvember.


SSJ tillaga um styrk kr 50.000 samþykkt samhljóða. Afgreitt við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.


8. 1011068 - Athugasemdir frá íbúum Bjarkaráss 5, 8 og 10 í Hvalfjarðarsveit vegna fráveitumála.


Erindi frá Hlyni Guðmundsyni og fleirum, dagsett 11. nóvember.


Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir erindið með lögmanni sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. Verður lagt fram á fundi sveitarstjórnar.


9. 1011060 - Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja.


Erindi frá BSI á Íslandi, dagsett 9. nóvember 2010.


Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa til kynningar.


10. 1011064 - Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar. Drög með áherslum umsagnaraðila.


Erindi frá Karli Marinósyni fyrir hönd fjölskyldunefndar.


SSV HV BMA ÁH AH SÁ ræddu drögin. Athugasemdum skilað til Karls Marinóssonar.


11. 1009068 - Flæði og kerbrotagryfjur á svæði Faxaflóahafna við Grundartanga.


Svar frá Norðuráli, dagsett 11. nóvember 2010.


AH, BMA spurðust fyrir varðandi hvað komi í staðinn fyrir ræktun á krækling við rannsókn á svæðinu. Lagt fram.


12. 1011066 - Skil fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2011.


Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 17. nóvember 2010.


Lagt fram.


13. 1011065 - Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2009.


Skýrsla lögð fram á fundi.


Framlögð.


14. 1011057 - 81. fundur Faxaflóahafna sf.


AH spurði um umhverfishóp Faxaflóahafna sem oddviti upplýsti að búið væri að tilnefna og erindi Hvalfjarðarsveitar varðandi skipulag á svæðinu. SSJ svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


15. 1011063 - 62. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:44

Efni síðunnar