Fara í efni

Sveitarstjórn

97. fundur 09. nóvember 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Stefán Ármannsson og Björgvin Helgason.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.


Að auki sátu fundinn, Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari.

 

Dagskrá:

 

1. 1010003F - Sveitarstjórn - 96


HV og SÁ spurðust fyrir um efnisatriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri svaraði. Fundargerðin framlögð.


2. 1010008F - Skipulags- og byggingarnefnd - 99


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi lið 16. SAF ræddi lið 8. og 16. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði. SÁ vék sæti undir lið 16. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.1. 1010009 - Belgsholt, vindmylla 30 kW


Tillagan samþykkt samhljóða.

2.2. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Tillagan samþykkt samhljóða.


2.3. 1007038 - Vestri Leirárgarðar, deiliskipulag


Tillagan samþykkt samhljóða.


2.4. 1009066 - Ný skipulagsreglugerð.


Tillagan samþykkt samhljóða.


2.5. 1011020 - Námskeið fyrir fulltrúa Skipulags- og byggingarnefnda


Tillagan samþykkt samhljóða.


3. 1011039 - 55. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV spurðist fyrir um fundarboðun. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði. Fundargerðin framlögð.


4. 1011042 - 56. fundur fræðslu- og skólanefndar.


BMA fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi efnisatriði fundargerðinar. BMA svaraði framkomnum fyrirspurnum. Viðmiðunarreglur vegna styrkja til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


5. 1011025 - 26. fundur menningarmálanefndar.


HV spurðist fyrir um lið 5 og SAF lið 5. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


6. 1011040 - 5. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. HV ræddi lokafrágang samþykktanna. SÁ ræddi birtingu fundargerða á heimasíðu sveitarfélagsins. Fundargerðin samþykkt samhljóða.


7. 1011041 - 6. fundur starfshóps um endurskoðun á samþykktum Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


8. 1011004 - 37. fundur verkefnisstjórnar vegna nýbyggingar Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.


SÁ spurðist fyrir varðandi lið 1. ÁH lagði til að fresta afgreiðslu á lið 1. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða að undanskildum lið 1.


9. 1010059 - Verkfundur 14 vegna byggingar nýs Heiðarskóla


Fundargerðin framlögð.


10. 1009055 - Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2011.


Fyrri umræða.

Sveitarstjóri fór yfir meginforsendurnar, eins og fram kom í greinargerð sveitarstjóra með frumvarpinu. Frumvarpið byggir að meginstofni til á þriggja ára fjárhagsáætlun og endurskoðaðri fjárhagsáætlun og uppfærðri áætlun frá í lok september 2010. Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli, óbreyttri álagningu fasteignagjalda, lögbundnum framlögum jöfnunarsjóðs. Inn í frumvarpinu er gert ráð fyrir vatnsskatti og að rotþróargjald verði hækkað til samræmis við kostnað. Tekjustofnar Hvalfjarðarsveitar koma frá þessum þremur megin stoðum. Stærsta framkvæmd sveitarfélasins á árinu 2011 verður lokafrágangur nýbyggingar Heiðarskóla og búnaður við skólann. Gert er ráð fyrir 320 milljónum til nýbyggingarinnar. Tillaga um viðhaldsframkvæmdir liggur fyrir í frumvarpinu og er 23.5 milljónir. Frumvarpið gerir ráð fyrir 35 milljóna lántöku og að 15 milljónir komi v. sölu eigna. Sveitarstjóri þakkaði starfsmönnum undirbúning við fjárhagsáætlunina. Tillaga um að vísa frumvarpinu til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóri lagði til að fara í umræður á milli funda. HV ræddi frumvarpið og þakkaði einnig starfsmönnum. Ræddi sölu eigna. Skipulags- og byggingarfulltrúi ræddi viðhaldsáætlunina.


11. 1010040 - Innkaupastefna Hvalfjarðarsveitar


Tillaga sveitastjóra að innkaupastefnu fyrir sveitarfélagið.
ÁH SAF SÁ BMA ræddu tillöguna. Sveitarstjóra falið að vinna stefnuna nánar til samræmis við umræður á fundinum. Samþykkt.


12. 1008009 - Skoðun á kalda og heitavatnsmálum í Hvalfjarðarsveit.


A. Samantekt sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa varðandi málið, dagsett 5. nóvember 2010. B. Skýrsla lögð fram á síðasta fundi.


Sveitarstjóri fór yfir samantekt á heitavatnsmálum. HV ræddi skýrsluna og stöðuna í kaldavatnsmálum sb. B lið.


13. 1011029 - Tilkynning Þjóðskrár vegna kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.


Erindi frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 20. október 2010.


Sveitarstjóri lagði til að kosning fari fram að Innrimel 3 og að kosið verði í einni kjördeild. Samþykkt samhljóða. Kjörnefnd hefur áður verið kosin. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra undirbúning á kjörstað með þeim tilkostnaði sem þarf vegna undirbúnings kjörklefa og fleira. Samþykkt samhljóða. SAF víkur sæti við afgreiðsluna.


14. 1011033 - Gjaldskrárbreyting í Fíflholtum


Erindi frá framkvæmdastjóra Sorphirðunnar Vesturlands, dagsett 4. nóvember 2010.


Samþykkt samhljóða.


15. 1010039 - Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnareftirlit milli Hvalfjarðarsv. og Akraneskaupstaðar

Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 5. október 2010.


Samþykkt samhljóða.


16. 1010045 - Gjaldskrá fyrir Slökkviliðið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010.


Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 13. október 2010.


Lagt fram.


17. 0904009 - Endurgerð Kútter Sigurfara - 1. áfangi.


Erindi frá verkefnastjóra Akranesstofu, dagsett 3. nóvember 2010.


Hvalfjarðarsveit samþykkir erindið varðandi að fella möstrin.


18. 1010008 - Ósk um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í kostnaði við skólaakstur á milli Borgarness og Akraness.


A: Máli frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar. B: Endurskoðun á samningi sveitarfélaganna um FVA (okt./nóv. 2010)


A) Sveitarstjóri ræddi hugmyndir samstarfssveitarfélaganna varðandi kostnaðarþátttöku. Lagði til að styrkja FVA um 100 þúsund. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Tillagan samþykkt samhljóða.
B) Sveitarstjóra falið að vinna áfram með samstarfssveitarfélögunum að drögunum að samningi.
SÁ, ÁH, BMA, SAF, HV, og SSJ ræddu erindið. Samþykkt samhljóða.


19. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.


Erindi frá félagsmönnum Dreyra, dagsett 1. nóvember 2010.


BMA SÁ SAF SSJ og sveitarstjóri ræddu erindið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari upplýsingum varðandi kostnað við verkefnið. Jafnframt verði skipulags- og byggingarnefnd falið að móta
stefnu og vinna áætlun varðandi uppbyggingu göngu- og reiðleiða í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt samhljóða.


20. 1011044 - Tillaga um að byggður verði sparkvöllur við íþróttahúsið Heiðarborg samhliða nýjum grunnskóla.


Erindi frá Baldvini Björnssyni og fleirum, dagsett 4. nóvember 2010.


SAF lagði fram tillögu;Sveitarstjórn ákveður að leita samstarfs við KSÍ, Ungmennafélagið og fleiri aðila um samstarf við að reisa sparkvöll 18 m X 33 m að stærð (KSÍ-sparkvöll) við Íþróttahúsið Heiðarborg samhliða nýjum grunnskóla. Takist samkomulag verði gengið til samninga við verktaka um að sjá um bygginu sparkvallarins árið 2011 eða 2012. Fjármögnun verkefnisins er sjálfstæð ákvörðun sveitarstjórnar. HV ræddi tillöguna. SAF ræddi tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.


21. 1011021 - Námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga 13. nóvember 2010.


Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 19. október 2010.


Sveitarstjóri, HV og SAF ræddu erindið. SAF lagði jafnframt til að fyrsta varamanni hvers framboðs verði gefinn kostur á að fara á námskeiðið. Sveitarstjórn samþykkir að greiða námskeiðsgjald fyrir sveitarstjórnarfólk. Samþykkt samhljóða.


22. 1011036 - Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.


Erindi frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 12. október 2010.


Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 22.júní var Sævar Ari Finnbogason kjörinn í starfhópinn.


23. 1011008 - Frumvarp til barnaverndarlaga, 56. mál.

 

Frá Alþingi, dagsett 20. október 2010. Þegar sent fjölskyldunefnd.

 

Lagt fram.


24. 1011009 - Frumvarp til laga um mannvirki, 78. mál, og brunavarnir, 79. mál.


Frá Alþingi, dagsett 22. október 2010. Þegar sent skipulags- og bygginganefnd.


Lagt fram.


25. 1011012 - Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita (heildarlög).


Frá Alþingi, dagsett 27. október 2010. Þegar sent umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.


Sveitarstjórn ítrekar fyrri umsögn sína.


26. 1011017 - Frumvarp til laga um húsnæðismál (uppboðsíbúðir á kaupleigu og lánsheimildir Íbúðalánasjóðs),100. mál.


Frá Alþingi, dagsett 25. október 2010.


Lagt fram.


27. 1011048 - Tillaga H- og L- lista varðandi niðurgreiðslu á áður innheimtu vatnsgjaldi.


Sveitarstjórn samþykkir að niðurgreiða vatnsgjald sem sveitarfélagið hefur innheimt vegna ársins 2010 hjá þeim notendum í Hvalfjarðarsveit sem þiggja vatn frá Orkuveitu Reykjavíkur. Nánari útfærsla verður á þá leið að ; Greiðendur sem hafa greitt þetta gjald samfleytt síðastliðin 4 ár fá ársgjald ársins 2010 fellt niður að fullu. Þeir sem hafa greitt það síðastliðin 3 ár fá 75% niðurfellingu. Þeir sem hafa greitt síðastliðin 2 ár fá 50% niðurfellingu. Þeir sem hafa greitt gjaldið í 1 ár fá 25% niðurfellingu.


SSV ræddi tillöguna. SÁ lagði fram tillögu; E - listinn fagnar því að náðst hafi samkomulag um veita þann 25 % afslátt sem veittur var fyrir sameiningu gömlu sveitarfélaganna af vatnsgjaldi frá Orkuveitu Reykjavíkur til íbúa á Innnesinu sem hafa fengið vatn þaðan.
Jafnframt leggur E-listinn til að sá afsláttur verði veittur áfram amk út kjörtímabílið til ársloka 2014 og verði aðrar gjaldtökur á vatnsgjald á köldu vatni til íbúa Hvalfjarðarsveitar í samræmi við það. ÁH óskaði eftir fundarhléi samþykkt.
Tillaga H og L lista eins og fram koma í gögnum og með breytingatillögum. Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillaga E lista. Tillagan samþykkt samhljóða.


28. 1011047 - Tillaga H- og L- lista varðandi innheimtu vatnsgjalds í Hvalfjarðarsveit.


Sveitarstjórn leggur til að innheimt verði vatnsgjald samkvæmt gjaldskrá af öllum heimilum sem þiggja vatn frá veitum á vegum sveitarfélagsins. Verðskrá skal taka mið af gjaldskrá Orkuveitunnar fyrir Reykjavík, Akranes og Álftanes frá 01.01.2010.


SÁ, SAF, SSJ og HV ræddu tillöguna. SSJ fór yfir sögu vatnsöflunar við Grundartangaveitu. HV ræddi sama mál. Tillagan samþykkt samhljóða.


29. 1011049 - Tillaga H- og L- lista að fjármagni til ráðstöfunar vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla.


Sveitarstjórn leggur til að til ráðstöfunar verði 2.000.000 kr. á hverju fjárhagsári undir sérstökum lið í fjárhagsáætlun. Liðurinn verði undir umsjón skipulags og byggingarfulltrúa, til ráðstöfunar til að styrkja viðhald, nýlagnir og lagfæringar vatnsbóla sem tilheyra íbúðarhúsum sem ekki eru tengd opinberum veitum. Íbúar geta sótt um styrk sem nemur allt að 50% af kostnaði, að framlagðri verk- og kostnaðaráætlun samkvæmt þeim skilyrðum sem skipulags og byggingarfulltrúi setur, áður en framkvæmd hefst.


SSJ ræddi tillöguna. SAF ræddi framkomna tillögu og lagði fram breytingartillögu. Sveitarstjóri lagði til að báðum tillögum verði vísað til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna drög að verklagsreglum fyrir næsta fund. HV ræddi fram komnar tillögur. BMA ræddi framkomna tillögur. Tillaga um frestun á afgreiðslu tillagnanna samþykkt samhljóða.


30. 1011046 - Tillaga H- og L-lista um mótun reglna um námskeið, ráðstefnur og fundi utan Hvalfjarðarsveitar.


Sveitarstjóra falið að koma með tillögur að reglum. Reglurnar eiga að gefa til kynna hverjir og hversu marga á að senda á námskeiðin, ráðstefnurnar eða fundina. Tillögurnar eiga að taka mið af þeim fjármunum sem eru í fjárhagsáætlun hverju sinni einnig eiga þær að taka á því hvernig greitt skuli fyrir slíkt og hvenær fundarmenn þurfi að skila skýrslu.


ÁH lagði fram orðlagsbreytingu. Tillagan samþykkt samhljóða.


31. 1011045 - Tillaga E-lista um málstofu um skólabrag í Heiðarskóla í ársbyrjun 2011.


Fulltrúar E-listans leggja til við sveitarstjórn að haldin verði málstofa um skólamál, með áherslu á grunnskóla, skólabrag og flutning skólastarfs úr eldra húsnæði í nýtt haustið 2011. Málstofan verði haldin í febrúar 2011 og drög að dagskrá fylgja með tillögunni.


HV ræddi tillöguna. BMA ræddi tillöguna og lagði til frestun á afgreiðslu tillögunnar. SÁ lagði til að tillögunni verði vísað til fræðslu- og skólanefndar. SAF ræddi framkomna tillögu. Tillaga um að vísa tillögunni til fræðslu- og skólanefndar samþykkt samhljóða.


32. 1011035 - Fjárbeiðni Stígamóta vegna ársins 2011


Erindi frá Stígamótum, dagsett 1. nóvember 2010.


Tillaga um að styrkur verði sami og sl. ár 25.000 kr. Samþykkt samhljóða.


33. 1011037 - Styrkbeiðni Leikfélagið Sunnan Skarðsheiðar.


Erindi frá Mána Björgvinssyni, dagsett 1. nóvember 2010.


Tillaga um að vísa erindinu til umsagnar í menningarmálanefnd samþykkt samhljóða.


34. 1011026 - Viðhald malarvega í Hvalfjarðarsveit.


Svar Vegagerðarinnar 18. október 2010 við erindi sveitarstjóra 13. október.


Lagt fram.


35. 1009068 - Flæði og kerbrotagryfjur á svæði Faxaflóahafna við Grundartanga.


Svar Guðmundar Eiríkssonar Faxaflóahöfnum 21. október 2010 við afgreiðslu sveitarstjórnar frá 95. fundi. Svar Gísla Gíslasonar 22. október Faxaflóahöfnum vegna sömu afgreiðslu.


Lagt fram.


36. 1011034 - Málþing á Grand Hótel Reykjavík 11. nóvember.


Betri byggð - frá óvissu til árangurs.


Lagt fram.


37. 1011022 - Áætluð úthlutun aukaframlaga Jöfnunarsjóðs 2010.


Lagt fram.


38. 1011005 - Erindi Fiskistofu vegna breytinga á lögum.


Erindi til framkvæmdaaðila, sveitarfélaga, veiðifélaga og landaeigenda við ár og vötn dagsett 15. september 2010.


Lagt til að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og náttúruverndarnefndar samþykkt samhljóða.


39. 1007018 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2010.


Bréf frá framkvæmdarstjóra EBÍ dagsett 12. október 2010.


Lagt fram.


40. 1011024 - Vesturland eitt sveitarfélag.


Erindi frá SSV dagsett 12. október ásamt ársreikningi.


Lagt fram.


41. 1011028 - Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar hagræðingarskyni.


Erindi dagsett 25. október 2010.


Erindinu hefur verið vísað til fjölskyldunefndar og skólastjórnenda. SAF ræddi erindið. Lagt fram.


42. 1011030 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga fyrir 2009.


Skýrsla lögð fram á fundi.


Skýrslan fram lögð.


43. 1011002 - Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna 2010 og fjárhagsáætlun 2011.


SÁ, HV, SAF ræddu fundargerðina og fjárhagsáætlunina. SSJ svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð og fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.


44. 1010056 - Fjárhagsáætlun HeV 2011.


Fjárhagsáætlunin og gjaldskrá samþykkt samhljóða.


45. 1010035 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


46. 1011003 - Fundur í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


47. 1011031 - 78. fundur SSV.


Fundargerðin framlögð.


48. 1011019 - Fundargerðir 777 - 780 vegna stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðirnar framlagðar.


49. 1011011 - 61. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.


Fundargerðin framlögð.


50. 1010057 - Fundargerðir 79 og 80 vegna stjórnar Faxaflóahafna sf. Svar Faxaflóahafna við sveitarstjórnar frá síðasta fundi.


SAF ræddi 80. fundargerð 4. lið. SSJ svaraði fyrirspurninni. Fundargerðirnar framlagðar ásamt svarbréfi.


51. 1010047 - Fundargerð 93. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:15

Efni síðunnar