Fara í efni

Sveitarstjórn

88. fundur 08. júní 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson og Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Einar Jónsson aðalbókari sátu einnig fundinn. Jón Haukur Hauksson lögmaður Hvalfjarðarsveitar mætti á fundinn undir lið 11. Oddviti leitaði afbrigða um að fá að taka 18. 19. 20. fundargerðir menningarmálanefndar á dagskrá. Samþykkt.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1005002F - Sveitarstjórn - 87

 

Oddviti fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar.

 

2. 1005003F - Skipulags- og bygginganefnd - 94

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina og fór yfir afgreiðslur sem skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að verði samþykktar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.1. 1005040 - Heiðarskóli, skipting lóða.

 

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

 

2.2. 1006001 - Svarfhólskógur breytt deiliskipulag.

 

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

 

3. 1006017 - Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 51. fundur 4. júní 2010.

 

Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða ásamt greinargerðum.

 

4. 1006007 - 6. verkfundur vegna byggingar Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

5. 1006019 - Menningarmálanefnd 18. fundur 15. maí 2010.

 

Fundargerðin framlögð.

 

6. 1006020 - Menningarmálanefnd 19. fundur 26. maí 2010.

 

Fundargerðin framlögð.

 

7. 1006021 - Menningarmálanefnd 20. fundur 1. júní 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra umsjón með dagskrá hátíðarhalda á 17. júní í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin framlögð.

 

8. 1005013 - Sveitarstjórnarkosningar 29.maí 2010.

Fundargerðir kjörstjórnar 8.,9.,28. maí og 1. júní. Endurrit úr gerðabók kjörstjórnar á kjördag 29.maí.

 

Fundargerðir kjörstjórnar frá 8. 9. 28. maí 1. og 7.júní framlagðar.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

9. 1006018 - Rekstaryfirlit Hvalfjarðarsveitar jan-maí 2010.

 

Aðalbókari fór yfir lykiltölur í rekstri sem við fyrstu yfirferð virðist vera í jafnvægi fyrstu fimm mánuði ársins.

 

10. 0909065 - Umfjöllun um stjórnsýslukæru.

Erindi frá lögmanni sveitarfélagsins varðandi greiðslu málskostnaðar dagsett 31. maí 2010.

 

Sveitarstjóri lagði til að málinu verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

 

11. 1003055 - Endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi útblásturs frá álveri Norðuráls á Grundartanga.

Svar Elkem Ísland við bréfi sveitarstjórnar dagsett 1. júní 2010.

 

Svarbréf frá Norðuráli dagsett 4. júní lagt fram á fundinum. Arnheiður gerði grein fyrir fundi sem haldinn var 8. júní með samráðsaðilum vegna endurskoðunar á vöktunaráætluninni. Erindin lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að mæta við gróðursýnatöku 9. júní.

 

12. 1005014 - Endurvinnsla álgjalls á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.

Umsagnarbeiðni um tilkynningaskylda framkvæmd.

Svör Skipulagsstofnunar við spurningum Hvalfjarðarsveitar og ósk um frekari umsögn sveitarfélagsins dagsett 31. maí 2010. Sent umhverfis og náttúruverndarnefnd.

 

Sveitarstjórn samþykkir að gera umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar að umsögn Hvalfjarðarsveitar.

 

13. 1005036 - Endurvinnsla á stáli, Grundartanga, Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 10. maí 2010, ósk um umsögn Hvalfjarðarsveitar. Sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd.

 

Sveitarstjórn samþykkir að gera umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar að umsögn Hvalfjarðarsveitar.

 

14. 1005033 - Gjaldþrotaskipti á JB byggingafélagi ehf.

Varðandi leikskólalóð í Fögrubrekkulandi.

 

Lögmaður Hvalfjarðarsveitar Jón Haukur Hauksson fór yfir fundi sem sveitarstjóri og hann hafa átt með skiptastjóra vegna þrotabús JB byggingarfélags. Oddviti lagði fram bókun; Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að vinna að samkomulagi við Regin ehf. og NBI hf. með fyrirvara um samþykki viðtakandi sveitarstjórnar. Bókun samþykkt samhljóða.

 

15. 1006004 - Umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga, 557. mál.

Áður sent fjölskyldunefnd. Frá nefndasviði Alþingis dagsett 14. maí 2010.

 

Vísað til umsagnar í fjölskyldunefnd.

 

16. 1006005 - Umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra, 77. mál.

Frá nefndasviði Alþingis dagsett 19. maí 2010.

 

Vísað til umsagnar í fjölskyldunefnd.

 

17. 1003017 - Laxárbakki, umsögn vegna rekstararleyfis

Sýslumaðurinn í Borgarnesi.

 

Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfið að uppfylltum tilsettum skilyrðum að hálfu heilbrigðiseftirlits og annarra eftirlitsaðila.

 

18. 1006006 - Íslensk heilsa, Hlöðum, umsögn um rekstrarleyfi.

Sýslumaðurinn í Borgarnesi.

 

Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfið að uppfylltum tilsettum skilyrðum að hálfu heilbrigðiseftirlits og annarra eftirlitsaðila.

 

19. 1004022 - Lögbýlaskrá ríkisins 31.12.2009

 

Landbúnaðarnefnd hefur yfirfarið skránna og bendir á að ekki eru skráðir ábúendur að Eyri og lögbýli er ekki skráð að Litla-Mel.

Athugasemdum komið til Lögbýlaskrár ríkisins. Samþykkt samhljóða.

 

20. 1006008 - Ósk um stuðning við útgáfu á úrvali 100 örnefna um landið.

Erindi frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dagsett 7. maí 2010.

 

Hvalfjarðarsveit getur eigi orðið við erindinu.

 

21. 1006011 - Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

Fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna 23. júní 2010.

 

Kjöri fulltrúa er frestað til næsta fundar.

 

 

Mál til kynningar

 

22. 1006009 - Ályktun um vanda framhaldsskólamenntunar á Vesturlandi.

Erindi frá skólameistara og formanni skólanefndar FVA móttekið 10. maí 2010.

 

Lagt fram. Vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefndar.

 

23. 1005035 - Bókagjöf Guðrúnar Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar.

Erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur Stóra Lambhaga móttekið 25. maí 2010.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar af alhug þessa höfðinglegu gjöf til Hvalfjarðarsveitar.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

24. 1006016 - 89. fundur heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

25. 1006015 - 28. fundur samgöngunefndar SSV.

 

Fundargerðin framlögð.

 

26. 1006014 - 38.-42. fundur menningarráðs Vesturlands. Fundargerð aðalfundar og ársskýrsla 2009.

 

Fundargerðin framlögð. Ársskýrslan framlögð.

 

27. 1006013 - Fundargerð 774. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin framlögð.

 

28. 1006012 - 57. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

29. 1006010 - 76. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.53

Efni síðunnar