Fara í efni

Sveitarstjórn

85. fundur 20. apríl 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson og Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Að auki sátu fundinn, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð, og Einar Jónsson aðalbókari. Á fundinn mætti Jóhann Þórðarson endurskoðandi frá endurskoðunarskrifstofu JÞH. Stefán Gíslason frá UMÍS.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1004001F - Sveitarstjórn - 83

 

Oddviti fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði fram svarbréf Vegagerðarinnar við lið 22. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við íbúa er málið varðar.

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillgögu; Tillaga um afslátt á gjaldskrá um heimaþjónustu.

Við undirrituð gerum hér með tillögu um að veittur verði 100 % afláttur af gjaldskrá um heimaþjónustu til ellilífeyrisþega. Þetta er gert í ljósi góðrar afkomu sveitarfélagsins. Samhliða ákvörðuninni er ákveðið að leita annarra

leiða til hagræðingar og lækkunar kostnaðar við þennann málaflokk þannig að það hafi ekki áhrif á niðurstöðu áætlunar. Hallfreður Vilhjálmsson,

Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifadóttir og Stefán Ármannsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin framlögð.

 

2. 1004002F - Sveitarstjórn - 84

 

Oddviti fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

3. 1004024 - 16. fundur menningarmálanefndar 6. mars 2010.

 

Fundargerðin framlögð.

 

4. 1004025 - 17. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar 29. mars 2010.

1. Styrkur vegna útgáfu á Passíusálmum.

2. Styrkur vegna söguritunar í Hvalfjarðarsveit.

 

1. Sveitarstjórn óskar eftir nánari upplýsingum varðandi kostnað við

verkefnið.

2. Sveitarstjórn samþykkir að veita sömu upphæð og Menningarráð,

fjármögnun verði innan fjárhagsáætlunar menningarmálanefndar.

Samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

5. 1003042 - Ársreikningur 2009.

Síðari umræða. Jóhann Þórðarson frá endurskoðunarskrifstofu JÞH

mætir á fundinn.

 

Sveitarstjóri lagði fram svarbréf vegna fyrirspurna um ársreikninginn frá

Sigurði Sverri Jónssyni og Magnúsi Hannessyni. Jóhann Þórðarson fór

yfir endurskoðunarskýrslu ársins 2009. Hann ræddi ábendingar,

breytingar á verklagi vegna endurskoðunnarinnar. Ræddi breytingar á

lagaumhverfi vegna endurskoðunnar. Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar

samþykktur samhljóða.

 

6. 1002030 - Endurnýjað og breytt starfsleyfi vegna svínabús

Stjörnugríss hf. að Melum til umsagnar.

 

Stefán Gíslason ráðgjafi frá UMÍS fór yfir umsögn Hvalfjarðarsveitar

varðandi starfsleyfið.

Umsögnin er samþykkt samhljóða, sveitarstjóra og Stefáni Gíslasyni er

falið að vinna lokatexta og senda þá umsögn til sveitarstjórnar og

Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

 

7. 0911080 - Styrkumsókn vegna lagfæringar á gæðingavelli Dreyra á Æðarodda.

Beiðni um vilyrði fyrir framlagi að upphæð ein milljón frá stjórn

Hestamannafélagsins Dreyra dagsett 16. apríl 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita vilyrði fyrir 500.000 kr. á árinu 2010 og

sömu upphæð 2011. Óskað er eftir að ársreikningur félagsins og

kostnaðaráætlun fyrir verkið verði send til sveitarstjórnar.

Fjármögnun verði vísað til endurskoðun fjárhagsáætlunar. Tillagan

samþykkt samhljóða.

 

8. 1004027 - Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands.

Drög að samningi um framkvæmd búfjáreftirlits í Hvalfjarðarsveit.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd

Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt samhljóða.

 

9. 1004013 - Endurskoðun skipulagsskrár Snorrastofu.

Ósk um þátttöku Hvalfjarðarsveitar. Erindi frá Bergi Þorgeirssyni

forstöðumanni Snorrastofu dagsett 16. mars 2010.

 

Sveitarstjórn þiggur kynningu á verkefninu og óskar eftir að kynningin

fari fram í Reykholti.

 

10. 1004023 - Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

Ósk um samþykki Hvalfjarðarsveitar frá Sýslumanninum í Borgarnesi

vegna áranguslausrar innheimtu dagsett 12. apríl 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.

 

11. 1004022 - Lögbýlaskrá ríkisins 31.12.2009

Til yfirferðar og leiðréttingar, erindi frá Hagþjónustu landbúnaðarins

dagsett 12. apríl 2010. Skráin liggur á skrifstofu, áður send landbúnaðarnefnd.

 

Skráin liggur frammi og eru sveitarstjórnarmenn hvattir til þess að fara

vel yfir hana. Lagt fram.

 

12. 1003055 - Endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi

útblásturs frá álveri Norðuráls á Grundartanga.

Endurnýjað erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur dagsett 14. apríl 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni

Hvalfjarðarsveitar að funda með bréfritara. Sveitarstjórn verða sendar

upplýsingar um tímasetningu fundarins.

Arnheiður fór yfir athugasemdir varðandi bréf frá Ragnheiði

Þorgrímsdóttur dags. 14. apríl.

 

13. 1004006 - Ósk um styrk vegna gerðar útvarpsþátts um atvinnumál.

Erindi frá Sveinbirni Péturssyni dagsett 19. febrúar 2010.

 

Sveitarstjórn getur eigi orðið við beiðninni.

 

14. 1004032 - Beiðni um styrk vegna 80 ára afmælis Sólheima í

Grímsnesi.

Erindi frá Sólheimum í Grímsnesi dagsett 15. mars 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita 10.000 kr styrk í verkefnið. Fjármögnun

af liðnum óviss útgjöld. Samþykkt samhljóða.

 

15. 1003054 - Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 2010.

Tilnefning á fulltrúa á fundinn.

 

Tillaga um að Ragna Kristmundsdóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til kynningar

 

16. 1004004 - Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Erindi frá Franz Ploder.

 

Lagt fram.

 

17. 1004028 - Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009.

Frá frá Mennta og menningarmálaráðuneyti dagsett 29. mars 2010. Áður

vísað til fræðslu- og skólanefndar.

 

Lagt fram.

 

18. 1003040 - Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

Erindi frá Skipulagsstofnun 16. mars 2010.

 

Vísað til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd. Sveitarstjóra falið að

svara bréfinu.

 

19. 1004021 - Ályktun frá aðalfundi Lögreglufélags Vesturlands 13. apríl 2010.

 

Lagt fram.

 

20. 1004031 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf, ársreikningur 2009.

Liggur á skrifstofu.

 

Ársreikningur framlagður.

 

21. 1004030 - Fjölbrautaskóli Vesturlands, ársreikningur 2008.

Liggur á skrifstofu.

 

Ársreikningur framlagður.

 

22. 1004029 - Skógræktarfélag Skilmannahrepps, ársreikningur 2009.

Liggur á skrifstofu.

 

Ársreikningur framlagður.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

23. 1004010 - 773. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin framlögð.

 

24. 1003035 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

25. 1003034 - 27. fundur samgöngunefndar SSV.

 

Fundargerðin framlögð.

 

26. 1003033 - 59. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.

Grænt bókhald 2009 liggur á skrifstofu.

 

Fundargerðin framlögð.

 

27. 1003027 - 60. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

28. 1002048 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf, 12. mars 2010.

 

Fundargerðin framlögð.

 

29. 1003036 - 73. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

30. 1004026 - 74. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

31. 1004033 - 75. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

32. 1003021 - 54. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.43

 

Efni síðunnar