Fara í efni

Sveitarstjórn

83. fundur 13. apríl 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Elísabet Benediktsdóttir og Dóra Líndal Hjartardóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð, Skúli Lýðsson skipulags og byggingarfulltrúi. Stefán Ármannsson vék af fundi kl. 17.50.  Daníel Ottesen tók sæti á fundinum kl. 17.50

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1003003F - Sveitarstjórn - 82

Oddviti fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar.

Í framhaldi af lið 9 útboð á sorphirðu:

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð útboðsgögn vegna sorphirðu í sveitarfélögunum Akranesi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi, unnin af Mannviti verkfræðistofu. Útboðið var auglýst opinberlega þann 10. apríl nk. Tilboðin verða opnuð 4. maí og verk hefst 1. júlí. Gert er ráð fyrir því í útboðsgögnum að framkvæmd flokkunar hefjist í samráði við verktaka í hverju sveitarfélagi fyrir sig.  Tillagan var samþykkt rafrænt á milli funda.

 

Fundargerðin framlögð.

 

2. 1003004F - Skipulags- og bygginganefnd - 92

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina.

Arnheiður víkur sæti við afgreiðslu á 12. lið.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.1. 1003045 - Digrilækur 1, framkvæmdaleyfi

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.2. 1003020 - Frá umhverfisnefnd Alþingis. Frumvarp til skipulagslaga, 425. mál til umsagnar.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.3. 1003019 - Frá umhverfisnefnd Alþingis. Frumvarp til laga um mannvirki, 426. mál til umsagnar.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.4. 1003018 - Frá umhverfisnefnd Alþingis. Frumvarp til laga um brunavarnir (Byggingarstofnun), 427. mál til umsagnar.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.5. 1001064 - Hafnarás breytt deiliskipulag.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2.6. 1003053 - Leirá, skipting lands

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. 1004016 - 48. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

Formaður fór yfir efnisþætti fundargerðarinnar og fór yfir drög að bréfi umhverfisnefndar varðandi vöktunaráætlun og vöktunarmælingar stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. Lagði til að bréfið verði sent í nafni sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar með þeim breytingum sem kynntar voru.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4. 1004020 - 49. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 12. apríl 2010.

Formaður fór yfir efnisþætti fundargerðarinnar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

5. 1003032 - 10. fundur fjölskyldunefndar 10. mars 2010.

Formaður ræddi helstu efnisatriði fundargerðarinnar.

 

Fundargerðin framlögð.

 

6. 1004019 - 31. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

7. 1004014 - 1. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

8. 1004015 - 2. verkfundur vegna byggingu Heiðarskóla.

 

Fundargerðin framlögð.

 

9. 1003057 - Fundur starfshóps um endurreisn Bláskeggsárbrúar 23. mars 2010.

Arnheiður fór yfir fundargerðina. Kynnti að vígsla brúarinnar fer fram 22.

apríl kl. 13.00.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

10. 1003042 - Ársreikningur 2009.

Sveitarstjóri greindi frá vinnu við ársuppgjörið.

 

Tillaga um afskriftir krafna samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að vísa þremur kröfum er varða m.a. fæðisgjöld til úrvinnslu hjá félagsmálastjóra. Tillaga um að færa kröfurnar undir framfærslu ef ekki semst um greiðslur, samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi vegna GSM síma. Samþykkt að breytingin taki gildi frá 1. júní nk.

 

Sveitarstjóri fór yfir nokkra þætti varðandi ársreikninginn. Lagði til að ársreikningi verði vísað til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl og til nánari umfjöllunar á fundi með endurskoðanda Hvalfjarðarsveitar 14. apríl. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

11. 1004017 - Starfsmannamál - Vinnuskóli sumarið 2010.

Erindi frá sveitarstjóra varðandi málið.

 

Sveitarstjóri fór yfir verkefni vinnuskóla. Tillaga um að auglýsa eftir leiðbeinendum við vinnuskóla samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að auglýsa skráningu í vinnuskólann og að umsóknarfrestur verði 15.-30. apríl.

 

Sumarvinna fyrir ungt fólk 16.-20 ára. Sveitarstjórn samþykkir að láta fara fram könnun á áhuga ungs fólks á sumarstarfi.

Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að 3 milljónum í verkefnið og færa af liðnum óviss útgjöld vegna þessa. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

12. 1003056 - Réttarstaða Hvalfjarðarsveitar vegna gjaldþrots Innova ehf. Krossland.

Boð um lýsingu krafna Hvalfjarðarsveitar í þrotabúið.  Erindi frá Pacta málflutningi og ráðgjöf dagsett 25. mars 2010.

 

Sveitarstjórn samþykkir að láta fara fram könnun á réttarstöðu

Hvalfjarðarsveitar og hvaða skuldbindingum Hvalfjarðarsveit ber að

gegna gagnvart íbúum.

 

13. 1003029 - Samningur um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum.

Drög að samningi við Ferðamálastofu um styrk til efniskaupa vegna

verkefnisins "Göngurstígur að Glym".

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og að framlag Hvalfjarðarsveitar

verði vinnuframlag við stígagerðina.

 

14. 1002030 - Endurnýjað og breytt starfsleyfi vegna svínabús

Stjörnugríss hf. að Melum til umsagnar.

A. Umsögn og tillaga að athugasemdum frá UMÍS, unnið að beiðni sveitarstjórnar.

B. Afrit af bréfi landeigenda að Melaleiti til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi máli.

 

A. Arnheiður gerði grein fyrir hugsanlegu vanhæfi sínu vegna málsins,

vegna fundarsetu sinnar á 88. fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands þar sem starfsleyfisdrögin voru til fyrri umræðu og afgreiðslu. Sveitarstjórn telur Arnheiði vanhæfa til þess að taka þátt í afgreiðslu málsins á vegum sveitarstjórnar.

Oddviti ræddi umsögnina og lagði til að málið verði afgreitt á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

15. 1004012 - Vistbyggðarráð á Íslandi.

Boð um þátttöku í undirbúningi að stofnun Vistbyggðarráðs á Íslandi.

Erindi frá Sverri Bollasyni framkvæmdarstjóra Vistbyggðarráðs dagsett 7. apríl 2010.

 

Hvalfjarðarsveit þakkar boðið en sér ekki ástæðu til þess að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

 

16. 1004018 - Málefni félagsheimila í Hvalfjarðarsveit.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með aðilum sem áhuga hafa á rekstri félagsheimilisins að Hlöðum og sundlaugarinnar að Hlöðum.

Lagði fram drög að samingi varðandi reksturinn. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að samkomulagi við málsaðila, endanlegur samingur verður lagður fyrir sveitarstjórn.

Umsjónarmaður félagsheimilisins hefur sagt starfi sínu lausu.

 

17. 1004008 - Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum), 452. mál.

Frá Samgöngunefnd Alþingis, til umsagnar.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

18. 1003023 - Endurnýjun stjórnar Sjálfseignarstofnunarinnar Grundarteigs.

Ósk um tilnefningu á fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í stjórnina, erindi frá Víði Kristjánssyni Elkem Ísland dagesett 16. mars 2010.

 

Tillaga um að Hlynur Sigurbjörnsson taki sæti í stjórn. Samþykkt samhljóða.

 

19. 1003041 - Ósk um fjárstuðning við foreldrafélag Heiðarskóla.

Erindi frá stjórn foreldrafélagsins dagsett 18. mars 2010.

 

Tillaga um að stofnframlag Hvalfjarðarsveitar til foreldrafélagsins verði kr. 100.000. Fjármunir verði teknir af liðnum óviss útgjöld. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til kynningar

 

20. 1003037 - Dagur umhverfisins 2010, viðburðir og viðurkenningar.

Almennt erindi frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 2. mars 2010.

 

Erindinu áður vísað til umhverfisnefndar.  Vísað til kynningar í Heiðarskóla og í Skýjaborg.

 

21. 1004002 - Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

Tillaga um málið samþykkt í bæjarstjórn Akraness 30. mars og greinargerð starfshóps Akraneskaupstaðar varðandi málið.

 

Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV mætti á fundinn og fór yfir verkefnastöðuna. Fór yfir þá þætti er ræddir hafa verið og möguleika á þjónustusvæðum.

Starfshópur um málefnið, sem starfar á vegum SSV, hefur komist að niðurstöðu um að leggja til að sveitarfélögin á Vesturlandi stofni

byggðasamlag með dreifðri ábyrgð og þjónustu. Þessi leið er sú sama og stuðst er við á Norðurlandi vestra. Hér á Vesturlandi yrðu þrjú svæði/félagsþjónustur sem yrðu undir hatti Vesturlands. Kostur þessarar leiðar er einkum sú að þjónusta við fatlaða eflir og samþættist félagsþjónustu viðkomandi svæðis og færist nær þjónustuþegum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir samhjóða tillögu starfshópsins eins og að framan greinir.

 

Erindi bæjarstjórnar Akraness frá 31. mars lagt fram.

 

22. 1004011 - Rafmagnsgirðing á Hvalfjarðarströnd.

Afrit af bréfi oddvita til Vegagerðarinnar dagsett 7. apríl 2010 varðandi kvartanir um átroðning búfjárs á Hvalfjarðarströnd og úrlausnir vegna þeirra.

 

Lagt fram.

 

23. 1003031 - Hross í hagagirðingu neðan vegar undir Hafnarfjalli.

Afrit af bréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands til Héraðsdýralæknis í Mýrar og Borgarfjarðarsýslu móttekið 31. mars 2010 um fjarlægingu á hrossum vegna ofbeitar og lélegrar fóðrunar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við búfjáreftirlitsmann og héraðsdýralækni.

 

24. 1003055 - Endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi útblásturs frá álveri Norðuráls á Grundartanga.

Afrit af bréfi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur Kúludalsá til umhverfis- og náttúruverndarnefndar dagsett 29. mars 2010.

 

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu umhverfisnefndar sjá fundargerð 49. fundar, liður 3, og telur að málið sé komið í farveg.

 

25. 0907005 - Mál er varðar Aðalvík í Hvalfjarðarsveit

Afrit af bréfi landeigenda Aðalvíkur til Umhverfisstofnunar vegna þynningarsvæðis stóriðju við Grundartanga dagsett 9. mars 2010.

 

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

26. 1004001 - Aðalfundur Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar.

 

Lagt fram.

 

27. 1003024 - 7. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

28. 1003025 - 8. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

 

Fundargerðin framlögð.

 

29. 1003022 - Fundur stjórnar Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

 

Sveitarstjóri upplýsti að Oddsmýri ehf hafi nýtt forkaupsrétt sinn vegna húsnæðisins Stiklur. Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.16

 

Efni síðunnar