Fara í efni

Sveitarstjórn

79. fundur 12. janúar 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir.

 

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Oddviti óskaði heimilda til þess að taka til afgreiðslu erindi frá Borgarbyggð varðandi fjallskil. Samþykkt.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0912002F - Sveitarstjórn - 78

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 1001024 - 48. fundur fræðslu- og skólanefndar, 7. janúar 2010.

Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3. 1001009 - 18. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

4. 1001010 - 19. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

5. 1001014 - 20. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

6. 1001022 - 38. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu stjórnsýsluhúss í Hvalfjarðarsveit.

Formaður fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

7. 1001013 - Útboð á viðhaldsverkefnum á árinu 2010.

Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 6. janúar 2010.

Skúli Lýðsson skipulags- og byggingafulltrúi ræddi hugmyndir varðandi verðkönnun. Lagði fram lista með nöfnum hugsanlegra verktaka.

 

8. 0910011 - Stóra Fellsöxl, náma mat á umhverfisáhrifum.

Ósk Skipulagsstofnunar eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dagsett 17. desember 2009.

Hvalfjarðarsveit gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

 

9. 1001015 - Ósk um fjárframlag frá Klúbbnum Geysi.

Erindi frá Kristni Einarssyni og Kjartani Sigurðssyni dagsett 15. desember 2009.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar getur eigi orðið við erindinu.

 

10. 1001023 - Styrkbeiðni, ósk um afnot af Miðgarði, frá Skraddaralúsum, hópi kvenna í Hvalfjarðarsveit sem stunda hannyrðir.

Erindi Maríu Lúísu Kristjánsdóttur f.h. Skraddaralúsa dagsett 6. janúar 2010.

Samþykkt samhljóða. Sigurður Sverrir Jónsson tekur ekki þátt í afgreiðslunni.

 

11. 1001025 - Ósk um afnot af Heiðarborg.

Erindi frá Þórdísi Þórisdóttur formanni Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar dagsett 7. janúar 2010.

Beiðni um afnot samþykkt samhljóða.

 

12. 1001027 - Sameiginleg fjallskilareglugerð.

Erindi frá Eiríki Ólafssyni skrifstofustjóra Borgarbyggðar dagsett 7. janúar 2010.

Samþykkt samhljóða að tilnefna Baldvin Björnsson og Guðmund Sigurjónsson.

 

 

Mál til kynningar

 

13. 0912039 - Eignarhald Hvalfjarðarsveitar í Byggðasafninu í Görðum.

Minnisblað sveitarstjóra varðandi málið dagsett 29. desember 2009.

Sveitarstjóri ræddi fund sem hún og Arnheiður áttu með þjóðminjaverði og formanni safnaráðs varðandi Byggðasafnið í Görðum.

 

14. 1001016 - Samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu.

Fundargerð 23. fundar stjórnar Akranesstofu, erindi frá Tómasi Guðmundssyni verkefnastjóra Akranesstofu dagsett 10. desember 2009.

Fundargerðin framlögð. Afgreiðslu erindisins frestað þar til fyrir liggur umsögn frá Safnaráði Íslands.

 

15. 1001020 - Endurgreiðsla vegna refa- og minkaveiða árið 2009

Upplýsingar frá Umhverfisstofnun dagsett 18. desember 2009.

Lagt fram.

 

16. 1001019 - Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga nr.90/2008 um leikskóla og laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

Erindir og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 18. desember 2009.

Vísað til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd.

 

17. 1001004 - Álit samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 og 4/2009.

Tvö erindi frá Samkeppniseftirlitinu dagsett 16. og 23. desember 2009.

Vísað til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd.

 

18. 0912040 - Greinargerð Náttúrustofu um umhverfisvottun Íslands.

Erindi og greinargerð frá Náttúrustofu dagsett 10. desember.

Vísað til kynningar í umhverfis- og náttúrverndarnefndar.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

19. 1001017 - 51. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

Fundargerðin framlögð.

 

20. 1001011 - 73. stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Fundargerðin framlögð.

 

21. 1001012 - 58. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

22. 1001005 - 770. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin framlögð.

 

23. 1001018 - 36. fundur Menningarráðs Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

24. 1001006 - Samráðsnefnd sorpsamlaganna á suðvesturlandi.

Fundargerðin framlögð.

 

 

Önnur mál

 

25. 1001026 - Atvinnuátak SÍ 2010.

Erindi frá Skógaræktarfélagi Íslands dagsett 8. janúar 2010.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið. Málið verður skoðað nánar þegar nær dregur vori og hægt verður að greina nánar hvernig atvinnuástandið verður fyrir sumarið.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.40

Efni síðunnar