Fara í efni

Sveitarstjórn

74. fundur 13. október 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Elísabet Benediktsdóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Oddviti leitaði afbrigða að taka fundargerðir framkvæmdanefndar um byggingu stjórnsýsluhúss fundargerðir 36 og 37 á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0909001F - Sveitarstjórn - 73

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri gerði grein lið 9 varðandi breytingar á forvalsgögnum.

 

2. 0910017 - 85. fundur skipulags- og byggingarnefndar 7. október 2009.

Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisþætti

fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3. 0910022 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 85. fundi.  Deiliskipulag stóriðnaðarsvæðis við Grundartanga.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

4. 0910018 - 44. fundur fræðslu- og skólanefndar 8. október 2009.

Formaður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Níundi liður, formanni og

sveitarstjóra falið að vinna nánar að útfærslu á tillögunni. Fundargerðin er

samþykkt samhljóða.

 

5. 0910006 - 43. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 5. október 2009.

Formaður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Dreifði gögnum varðandi

útboð á sorphirðu. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6. 0910013 - 8. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.  Haldinn 6. október 2009.

Formaður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Ræddi brunahönnun og

fleira. Fundargerðin framlögð.

 

7. 0910030 - 36. fundur framkvæmdanefndar um byggingu

stjórnsýsluhúss.

Formaður fór yfir fundargerðina. Fundargerðin framlögð.

 

8. 0910031 - 37. fundur framkvæmdanefndar um byggingu

stjórnsýsluhúss.

Formaður fór yfir fundargerðina og ræddi kostnaðarþætti og lagði fram

yfirlit yfir áætlun og kostnað. Fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum, Sigurður Sverrir Jónsson og Elísabet Benediktsdóttir sitja hjá.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

9. 0910011 - Minka og refaveiði í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá sveitarstjóra dagsett 7. október 2009.

Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi samninga. Lagði til að samningum verði

sagt upp og að nánari útfærsla á refa- og minnkaveiði verði unnin með

umhverfis- og náttúruverndarnefnd ásamt landbúnaðarnefnd. Samþykkt

samhljóða.

 

10. 0909070 - Kvenfélagið Lilja, beiðni um styrk í Hjálparsjóð.

Erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur dagsett 23. september 2009.

Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

11. 0910009 - Skógarmenn KFUM, umsókn um styrk fyrir árið 2010.

Erindi frá dagsett 29. september. Fylgigögn lögð fram á fundi.

Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

12. 0909059 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2009.

Erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna móttekið

15. september 2009.

Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

13. 0909076 - Ósk um styrk vegna hönnunar lýsingu fyrir

Krabbameinsfélag Íslands í tengslum við Bleika mánuðinn, bleiku

slaufuna.

Erindi frá Önnu Maríu Jónsdóttur dagsett 18. september 2009.

Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

14. 0909057 - Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga.

Erindi frá framkvæmdarstjóra Bandalagsins dagsett 10. september

2009. Sent fræðslu- og skólanefnd til umsagnar.

Óskað er umsagnar skólastjórnenda Heiðarskóla.

 

 

Mál til kynningar

 

15. 0910023 - Fjárhagsáætlun 2010.

Undirbúningur fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjóri fór yfir forsendur og hugmyndir varðandi fjárhagsáætlun ársins 2010.

 

16. 0910010 - Sjónvarpsskilyrði í Hvalfjarðarsveit.

Samskipti sveitarstjóra við RÚV varðandi málið.

Lagt fram.

 

17. 0902003 - Endurmat á lóð við Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit

Afrit af bréfi Fasteignarskrár Íslands til Birgðarstöðvarinnar Miðsandi ehf.

dagsett 29. september 2009.

Lagt fram.

 

18. 0909078 - VI. Umhverfisþing 9.-10. október 2009.

Erindi frá Umhverfisráðuneyti dagsett 22. september. Sent umhverfis- og

náttúruverndarnefnd til kynningar.

Lagt fram.

 

19. 0909055 - Tryggt verði að öll börn fái hádegisverð í skólum landsins.

Erindi frá Láru Björnsdóttur formanni Velferðarvaktarinnar dagsett 16.

september 2009.

Lagt fram.

 

20. 0906029 - Kostnaðarþáttaka Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í

framkvæmdum við Heiðarskóla.

Svar Jöfnunarsjóðs dagsett 11. september 2009 við bókun sveitarstjórnar á 69. fundi.

Lagt fram.

 

21. 0909056 - Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2009.

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 11. september 2009.

Lagt fram.

 

22. 0910020 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga fyrir árið 2008.

Lagt fram.

 

23. 0910012 - Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga.

Erindi frá Petrínu Ásgeirsdóttur framkvæmdarstjóra Barnaheilla dagsett 30.

september 2009.

Lagt fram.

 

24. 0909053 - Gjaldskrárbreyting urðunargjalds hjá Sorpurðun

Vesturlands.

Erindi frá Sorpurðun Vesturlands dagsett 16. september 2009.

Lagt fram.

 

25. 0910019 - Erindi frá Sigvalda Ásgeirssyni framkvæmdarstjóra

Vesturlandsskóga.

Meðfylgjandi bæklingur lagður fram til kynningar á fundi.

Lagt fram.

 

26. 0910028 - Starfsmannamál.

Sveitarstjóri kynnti ráðningar í fjögur störf hjá Hvalfjarðarsveit.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

27. 0909060 - 65. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

Fundargerðin framlögð.

 

28. 0909062 - Bókun af 65. fundi stjórnar Faxaflóahafna varðandi

rekstrarspá og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

Bókunin framlögð.

 

29. 0909061 - Bókun af 65. fundi Faxaflóahafna varðandi minnisblað Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf.

Bókunin framlögð.

 

30. 0910001 - Stjórnarfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. 27. júlí 2009.

Fundargerðin er framlögð.

 

31. 0910014 - 19. fundur Akranesstofu.

Fundargerðin framlögð.

 

32. 0910015 - 20. fundur Akranesstofu.

Fundargerðin framlögð.

 

33. 0910032 - Afgreiðsla frá 20. fundi Akranesstofu; Aðalfundur

Byggðasafnsins í Görðum 2009

Lagt fram. Oddvita falið að sitja aðalfundinn.

 

34. 0910016 - 33. fundur Menningarráðs Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

35. 0909064 - 47. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

Fundargerðin framlögð.

 

36. 0910004 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands 23. september 2009.

Fundargerðin framlögð.

 

37. 0910005 - Fundargerð 767. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin framlögð.

 

38. 0910021 - 71. stjórnarfundur SSV.

Fundargerðin framlögð.

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.20

Efni síðunnar