Fara í efni

Sveitarstjórn

73. fundur 29. september 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson Oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sat Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn. Þorbergur Karlsson, verkefnisstjóri og Guðjón Jónasson úr verkefnastjórn sátu fundinn undir 9. lið.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0908002F - 72. fundur sveitarstjórnar.

Haldinn 8. september 2009.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 0909073 - 84. fundur skipulags- og bygginarnefndar, 24. september 2009.

Skúli Lýðsson fór yfir efnisatrið fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt

samhljóða.

 

3. 0909075 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 84. fundi.  Deiliskipulag Heiðarskóla og Heiðarborgar.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá.

 

4. 0909074 - 43. fundur fræðslu- og skólanefndar, 10. september 2009.

Hlynur Sigurbjörnsson formaður fór yfir fundargerðina. Ræddi möguleika á

gæslu í október og nóvember í skólarútu Akrafjall-Vestur. Samþykkt

samhljóða að fela skólastjóra nánari útfærslu á gæslu. Fundargerðin

samþykkt samhljóða.

 

5. 0909071 - 10. fundur menningarmálanefndar, 29. ágúst 2009.

Fundargerðin framlögð.

 

6. 0909072 - 11. fundur menningarmálanefndar, 21.september 2009.

Fundargerðin framlögð.

 

7. 0909080 - 6. fundur fjölskyldunefndar 2. september 2009.

Stefán Ármannsson formaður fjölskyldunefndar fór yfir efnisatriði

fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

8. 0909077 - 7. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla. Haldinn 25. september.

Arnheiður Hjörleifsdóttir formaður fór yfir fundargerðina og ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

9. 0909079 - Forhönnunarskýrsla vegna nýbyggingar Heiðarskóla.

Forhönnunarskýrslan lögð fram. Nokkrar ábendingar komu fram og

þeim vísað til hönnunarhópsins.

Forvalsgögn vegna Heiðarskóla. Þorbergur Karlsson ráðgjafi

verkefnisstjórnar fór yfir forvalsgögn er varða nýbyggingu Heiðarskóla.

Tillagan varðandi forval að útboði Heiðarskóla með áorðnum breytingum

samþykkt, með sex atkvæðum. Magnús Hannesson greiðir atkvæði

gegn tillögunni og leggur fram eftirfarandi bókun; Hefði viljað fresta

nýbyggingu Heiðarskóla í allt að 1 ári vegna hás verðlags á

byggingarefni sem að mestu leyti er innflutt og myndi lækka verulega

þegar krónan styrkist. Þetta getur verið á bilinu 60-100 miljónir í lægri

byggingarkostnaði.

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

10. 0909081 - Ósk um afnot af Heiðarborg.

Oddviti fór yfir beiðni Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar um

afnot af húsnæði Heiðarborgar. Samþykkt samhljóða að veita afnot án

endurgjalds til áramóta.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.50

 

Efni síðunnar