Fara í efni

Sveitarstjórn

70. fundur 22. júlí 2009 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn og svaraði fyrirspurnum. 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

1. 82. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 21. júlí 2009 og afgreiðslur.

Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og gerði grein fyrir umræðum í nefndinni og svaraði fyrirspurnum.

Afgreiðslur;

 

A) 8. Deiliskipulag Heiðarskóla Heiðarborg, nýtt skipulag Mál nr. BH090060 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi deiliskipulag Heiðarskóla og Heiðarborgar í Hvalfjarðarsveit sbr. meðfylgjandi uppdráttur og greinargerð Landhönnunar slf. Óskað er eftir heimild til þess að auglýsa tillöguna samkvæmd 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta lagfæra texta í greinargerð í samræmi við umræður og athugasemdir á fundinum, einnig að byggingarreit verði breytt þannig að innskot verði sniðin af. Að því frágengnu leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Magnús I. Hannesson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

 

B) 9. Melahverfi, deiliskipulag. Mál nr. BH070133. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes. Lokadrög V.S.O að deiliskipulagi Melahverfis, uppdrættir og greinargerð.Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ein athugsemd barst. varðandi staðsetningu rotþróar. Erindi frá Ólafi Hauki Óskarssyni varðandi athugsemd vegna rotþróar. Nefndin fellst á athugasemd Ólafs Hauks Óskarssonar um að samráð verði haft um staðsetningu rotþróar. Jafnframt verði reiðleið sameinuð gönguleið og staðsett innan deiliskipulagssvæðis. Að því frágengnu leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2. 41. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 20. júlí 2009. Arnheiður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar.

Tillaga;

Matjurtagarðar í Melahverfi. Umhverfissnefnd leggur það til við sveitastjórn að skoðaðir séu möguleikar á að skipuleggja og undirbúa matjurtagarða til útleigu fyrir íbúa Hvalfjarðasveitar næsta vor. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar til nánari útfrærslu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3. 1, 2, 3, fundur verkefnastjórnar Heiðarskóla, haldnir 1. 10. og 20.júlí 2009. Arnheiður fór yfir efnisatriðin og ræddi stöðu verkefnisins og lagði fram tillögu verkefnisstjórnar;

Tillaga; Val á útboðsleið.

Verkefnisstjórnin leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið heildarútboðs framkvæmdar með forvali og að valdar eignir sveitarfélagsins verði settar til móts við kostnað við framkvæmdina að hluta.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri lagði fram gögn er varða eignir sveitarfélagsins sem mögulegt er er að nota við áðurnefnda útboðsleið.

Fundargerðir verkefnastjórnar samþykktar samhljóða.

 

A) Erindisbréf verkefnastjórnar Heiðarskóla. Arnheiður fór yfir bréfið.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

 

4. 6. Fundur stjórnar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf haldinn 29. júní 2009. Stefán fór yfir fundargerðina og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

5. Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf haldinn 30. júní. Stefán fór yfir fundargerðina. Stefán lagði fram viljayfirlýsingu milli Elkem og Vatnsveitufélags er varðar yfirtöku og rekstur veitunnar. Oddviti lagði til að afgreiðslu fundargerðarinnar verði frestað þar sem vafi leikur á réttmæti stjórnarkjörs.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Viljayfirlýsingin milli Elkem og Vatnsveitufélags samþykkt samhljóða.

 

6. Umsögn Hvalfjarðarsveitar um starfsleyfi Elkem Ísland ehf á Grundartanga. Samþykkt með sex atkvæðum, Hlynur Sigurbjörnsson sat hjá.

 

 

Önnur mál

 

A) Sverrir Jónsson spurðist fyrir um málefni Litla-Botns. Sveitarstjóri upplýsti að athugasemdaferill á andmælum er til 5. ágúst.

 

B) Tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði 12. ágúst nk. kl.16.00. Samþykkt samhljóða.

 

C) Magnús I. Hannesson ræddi fundarboðun og að gögn hefðu ekki borist á tilskyldum tíma.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.30.

 

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur Sigurbjörnsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Magnús I. Hannesson

Ása Helgadóttir

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri

Efni síðunnar