Fara í efni

Sveitarstjórn

68. fundur 09. júní 2009 kl. 16:00 - 18:00

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Daníel Ottesen, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn og svaraði fyrirspurnum. Kristjana Helga Ólafsdóttir sat fundinn og svaraði fyrirspurnum

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund bauð sveitarstjórn velkomna í nýja húsið og óskaði eftir að fá að taka 10. lið, umræðu rekstaruppgjör og ársfjórðungsyfirlit varðandi endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrst á dagsrká, samþykkt, Að því búnu var gengið til boðaðrar dagskrár.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 67. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 12. maí 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

Undir F. lið fór Arnheiður yfir umsókn Björgunar varðandi efnistöku í Hvalfirði. Lögð fram umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna umsóknar Björgunar ehf til efnistöku af hafsbotni á sex svæðum í Hvalfirði á tímabilinu 2009-2019. Umsögnin staðfest.

2. 80. fundur skipulags- og bygginganefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 4. júní 2009 og afgreiðslur. Skúli fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar og svaraði fyrirspurnum. Ábendingar komu fram varðandi stöðuleyfi og verklag varðandi þau.

Afgreiðslur;

A) 12. Deiliskipulag Miðás og Efstaás, breyting á skilmálum frá 1.8.1997. Mál nr. BH090050. 031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes. Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Miðáss og Efstaáss frá 1. ágúst 1997 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum: Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hallfreður víkur sæti við afgreiðsluna.

Tillagan samþykkt samhljóða

B) 13. Deiliskipulag Neðstaás, breyting á skilmálum frá 7.08.2001 Mál nr. BH090049. Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðstaáss frá 7. ágúst 2001 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum: Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrætti Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts. Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hallfreður víkur sæti við afgreiðsluna.

Tillagan samþykkt samhljóða.

C) 14. Deiliskipulag Norður-, Vestur og Austurás, breyting á skilmálum frá 3.08.1995 Mál nr. BH090047031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes. Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Norður-, Vestur- og Austuráss frá 23. ágúst 1995 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:

Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Hallfreður víkur sæti við afgreiðsluna.

Tillagan samþykkt samhljóða.

D) 16. Deiliskipulag Tjarnarás, breyting á skilmálum frá 23.08.1995 Mál nr. BH090048. Erindi Hallfreðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Tjarnaráss frá 23. ágúst 1995 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:

Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Hallfreður víkur sæti við afgreiðsluna.

Tillagan samþykkt samhljóða.

E) 17. Deiliskipulags Belgsholt, Skógarás. Mál nr. BH080014. 210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes. Erindi Haraldar varðandi breytingu á deiliskipulagi blandaðrar íbúða- og frístundahúsabyggðar og staðsetningu vindaflsstöðvar í landi Belgsholts. Breytingin tekur til breyttrar mænisstefnu húsa.

Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

Tillagan samþykkt samhljóða.

F) 18. Eyrarskógur deiliskipulag, breyting á skilmálum frá 6.6.1990. Mál nr. BH090044. 270142-3119 Jón Þórarinn Eggertsson, Eyri, 301 Akranes

Erindi Jóns varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarskógar frá 1. ágúst 1997 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:

Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

Tillagan samþykkt samhljóða.

G) 19. Hrísabrekka deiliskipulag, breyting á skilmálum frá 23.08.1995. Mál nr. BH090045. 270142-3119 Jón Þórarinn Eggertsson, Eyri, 301 Akranes

Erindi Jóns varðandi breytingu á deiliskipulagi Hrísabrekku frá 27. júní 1994 Breytingin felst í breytingu á byggingarskilmálum:

Nýtingahlutfall lóðar er aukið og fjölda húsa miðast við þrjú hús samanber meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Erindið óskast auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Tillagan samþykkt samhljóða.

H) 20. Leirá 133774, breytt landamerki (00.0320.00). Mál nr. BH090041.

130650-2369 Björn Jónsson, Hálsaseli 34, 109 Reykjavík. Erindi Björns

dags. 4. maí 2009, varðandi breyttra skráningu á landamerkjum Jarðarinnar Leirár á grundvelli landskipta milli jarðanna Leirár og Hávarsstaða.

Nefndin veitir jákvæða umsögn vegna ofangreindra landskipta leggur til við sveitarstjórn að skráning verði staðfest.

Tillagan samþykkt samhljóða.

I) 22. Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás (00.0420.00)Mál nr. BH060032. 600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116.600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116. 570297-2289 Lex ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Umsókn Stjörnugrís hf., um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtanki og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar sbr. meðfylgjandi uppdráttum Verkfræðiþjónustu Þráins Víkings ehf. og deiliskipulagsuppdrætti frá Hús og Skipulag og skýrslu frá verkfræðistofunni Vatnaskila.

Meðfylgjandi straummælingar Hafrannsóknarstofnunar frá október 2008.

Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 25. apríl 2008. Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða. Magnús Hannesson víkur sæti við lið 5. lið. Stefán Ármannsson víkur sæti við lið 3.

3. 41. fundur fræðslu og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 4. júní 2009. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Ræddi sérstaklega málefni Tónlistarskólans sjá lið aftar í fundargerðinni. Sveitarstjóri ræddi erindi foreldra tveggja barna sem ekki eru með lögheimili í Hvalfjarðarsveit, Sveitarstjórn samþykkir erindið en ítrekar að greitt verði fullt gjald. Tillagan samþykkt. Stefán Ármannsson lagði fram svohljóðandi tillögu;Ég undirritaður Stefán Ármannsson legg til að kannað verði hvort hægt verði að nýta skólabíla til þess að flytja börn á leikskólann. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. 39. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 27. apríl 2009. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðinar.

5. 3. 4. og 5. fundur menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar, haldnir 14. maí, 27. maí og 4. júní 2009. Beiðni um viðbótarframlag vegna vígslu stjórnsýsluhúss og 17. Júní 140 þúsund. Tillagan samþykkt. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Fundargerðirnar fram lagðar.

6. 4. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 3. júní 2009. Stefán fór yfir fundargerðina. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf félagsmálastjóra.

7. 34. og 35. fundir framkvæmdanefndar um byggingu stjórnsýsluhúss í Hvalfjarðarsveit sem haldnir voru 18. maí og 2. júní 2009. Stefán fór yfir fundargerðirnar og greindi frá að fyrirhugað er að taka húsið formlega í notkun 17. júní með athöfn á Ráðhústorginu. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

8. Verkfundargerð 14, 15,16 og 17- Innréttingar 10- og 11- lóð vegna byggingar stjórnsýsluhúss. Stefán fór yfir fundargerðirnar. Fundargerðirnar samþykktar með fimm atkvæðum. Sigurður Sverrir og Magnús sitja hjá við afgreiðslurnar.

Mál til afgreiðslu

9. Kosning oddvita, varaoddvita og ritarar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og kjörstjórn. Tillaga kom fram um skriflega atkvæðagreiðslu, samþykkt. Hallfreður Vilhjálmsson fékk fimm atkvæði, tveir skila auðu. Kosning varaoddvita tillaga um skriflega atkvæðagreiðslu samþykkt . Hlynur Sigurbjörnsson fékk fimm atkvæði, Arnheiður Hjörleifsdóttir fékk eitt atkvæði, einn skilar auðu. Kosning ritara sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar Arnheiður Hjörleifsdóttir fékk sjö atkvæði. Tillaga um Hlyn

Sigurbjörnsson sem vararitara samþykkt samhljóða. Samþykkt tillaga liggur fyrir um að Hvalfjarðarsveit verði ein kjördeild. Tillaga um kjörstjórn; formaður Jón Haukur Hauksson, aðrir Helga Stefanía Magnúsdóttir og Jóna Kristinsdóttir, varamenn Ásgeir Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal Hjartadóttir samþykkt samhljóða.

10. Fjögurra mánaða rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar janúar - apríl. Sveitarstjóri og Kristjana aðalbókari fóru yfir helstu atriði varðandi rekstur. Leggja áherslu á að vísbending er um samdrátt í staðgreiðslunni.

11. Staða og breytingar á fjárhagsáætlun miðað við fyrsta ársþriðjung. Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi breytingar og áður gerðar samþykktir. Huga þarf að rekstri til þess að mæta auknum útgjöldum. Ábendingar komu fram varðandi kostnað á tæknideild og að kostnaður við mat á umhverfismati verði að færast á efnistökugjöld.

12. Kynning á tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir iðjuver Elkem Ísland ehf. erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 26. maí 2009. Áður sent umhverfis- og náttúruverndarnefnd. Erindið hefur nú þegar verið sent til Stefáns Gíslasonar hjá UMÍS sem mun aðstoða Hvalfjarðarsveit við umsögnina. Arnheiður hvetur sveitarstjórn til að koma athugasemdum til sín eða Stefáns Gíslasonar.

13. Styrktarsjóður EBÍ 2009, erindi frá EBÍ dagsett 28. maí 2009, áður sent formönnum allra nefnda Hvalfjarðarsveitar. Vísað til nefnda og eru formenn hvattir til þess að sækja um styrk.

14. Skólahreysti 2009, umsókn um styrk. Erindi frá Andrési Guðmundssyni, Icefitness ehf. dagsett maí 2009. Samþykkt að veita 25.000 kr styrk.

15. Minnisblað sveitarstjóra frá fundi með formönnum sumarhúsaeigenda sem haldinn var að Hlöðum 11. maí 2009. Sveitarstjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi og oddviti fóru yfir efnisþætti. Samhliða var lagt fram minnisblað varðandi úttekt á ástandi vega í sumarhúsahverfum í Hvalfjarðarsveit. Unnið af Þrótti ehf að beiðni oddvita og skipulags- og byggingarfulltrúa. Rætt um hugmynd varðandi samstarf vegna kostnaðar við lagfæringu veganna. Oddviti lagði fram bréf frá félagi sumarhúsaeigenda í Svarfhólsskógi. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara bréfritara, jafnframt er erindinu vísað umhverfisnefndar til umfjöllunar.

Mál til kynningar.

16. Minnisblað frá VSÓ varðandi nýbyggingu Heiðarskóla. Hallfreður og Arnheiður fóru yfir næstu skref, erindið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

17. Afrit af bréfi Fasteignaskrár Íslands til Pacta vegna endurmats á lóð að Digralæk 1 dagsett 20. maí 2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir athugasemdirnar og fór yfir matsþættina.

18. Afrit af bréfi Davíðs Péturssonar oddvita Skorradalshreppi til Matvælastofnunar varðandi ákvörðun um breytingu á varnarlínum milli sóttvarnarsvæða, áður sent landbúnaðarnefnd til kynningar.

19. Málefni Litla Botns, samskipti GHP Lögmannsstofu og Jóns Hauks Haukssonar hjá Pacta. Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá athugasemdum sem Hvalfjarðarsveit hefur sent frá sér. Erindið þegar sent skipulags- og byggingfulltrúa. Lagt fram.

20. Málefni Hagamels 5. Lagt fram.

21. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008-2020, erindi frá Landlínum til kynningar og samráðs. Erindi sent skipulags- og byggingafulltrúa. Hjálagður geisladiskur liggur á skrifstofu. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

22. Frumvarp til vegalaga, samþykkt frá fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, erindi dagsett 27. maí 2009. Lagt fram.

23. Rafrænar kosningar, tilraunaverkefni. Erindi frá samgönguráðuneytinu dagsett 28. maí 2009. Lagt fram.

24. Heimsfaraldur inflúensu, drög að viðbragðsáætlun Almannavarna. Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða viðbragðsáætlunina.

25. Þverun Grunnafjarðar, greinagerð um helstu umhverfisáhrif, unnið af Vegagerðinni. Áður vísað í skipulags- og byggingarnefnd. Arnheiður óskar eftir að fá greinargerðina til umhverfis- og náttúrverndarnefndar. Samþykkt.

26. Ársskýrsla 2008, Landmælingar Íslands, skýrsla liggur frammi á skrifstofu. Lögð fram.

Aðrar fundargerðir

27. 61. fundur Faxaflóahafna sem haldinn var 8. maí 2009. Fundargerðin lögð fram

28. 44. fundur Dvalarheimilisins Höfða sem haldinn var 11. maí 2009. Fundargerðin lögð fram.

29. 764 fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 22. maí 2009. Fundargerð áður send rafrænt.

30. 16. og 17. fundur stjórnar Akranesstofu sem haldnir voru 5. og 19. maí 2009 ásamt ársreikningi byggðasafnsins 2008. Fundargerðir aðgengilegar á www.akranes.is, ársreikningur lagður fram á fundinum.

31. 9. fundur skólanefndar Tónlistaskólans sem haldinn var 27. maí 2009. Fundargerð aðgengileg á www.akranes.is . Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni fræðslu- og skólanefndar að taka upp viðræður við Akraneskaupstað vegna samningsins við Tónlistarskólann. Sbr. bókun í fyrsta lið fundargerðarinnar. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál

a) Sveitarstjóri fór yfir erindi frá Skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi starfshlutfall á deildinni í sérverkefni. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða möguleika á viðbótarstarfi við skönnun.

b) Viðhaldsverkefni, lögð fram samantekt frá skipulags- og byggingarfulltrúa

c) Ósk um umsögun um brennuleyfi, Ragnar Egilsson Þórisstöðum sækir um leyfi fyrir brennur öll laugardagskvöld í júní, júlí og ágúst. Samþykkt.

d) Tillaga að náttúrverndaráætlun, til umsagnar. Óskað eftir afstöðu fyrir 19. júní. Sent til umhverfisnefndar til kynningar.

e) Ása Helgadóttir hefur verið kjörin í undirbúningsnefnd vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaganna á vegum SSV.

Stefán Ármannsson yfirgaf fundinn kl. 19.45

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.52

Hallfreður Vihjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson

Daníel Ottesen, Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar