Fara í efni

Sveitarstjórn

47. fundur 03. júní 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Daníel Ottesen Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson,Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson,

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og Jóhann Þórðarson endurskoðandi mætti til fundar undir fyrsta lið. 

Mál til afgreiðslu

1)

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2007. Fyrri umræða.Undir þessum

lið mætti Jóhann Þórðarson endurskoðandi frá Endurskoðunarskrifstofu JÞH og fór yfir helstu lykilþætti í ársreikningnum og niðurstöður hans.

Rekstrarniðurstaða Hvalfjarðarsveitar er jákvæð um 79.521.291 kr en

heildartekjur eru 451.761,513 kr. Sérstök ástæða til þess að þakka Jóhanni fyrir skilmerkilega framsetningu sem og starfsfólki sveitarstjórnarskrifstofu. Sérstaklega er Rannveigu Þórisdóttur þökkuð þátttaka hennar við gerð ársreikiningsins. Ástæða er til að þakka henni vel unnin störf, en hún lauk störfum 1. júní s.l. Henni er óskað velfarnaðar á öðrum vettvangi. Fyrirspurnir og ábendingar bárust frá Ásu Helgadóttur og Magnús Hannesson lagði fram spurningar á fundinum er varða ársreikninginn og fleira er hann varðar. Verður þeim svarað fyrir næsta fund og fyrir lokaafgreiðslu reikningsins sem áformuð er 10. júní. Ársreikingur lagður fram og vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar 10. júní.

 

2) Starfsmannamál. Bréf frá almennum starfsmönnum Heiðarskóla dags. 9. og 26. maí. Oddviti kynnti svohljóðandi tillögu sem lögð er fram af honum ásamt Arnheiði Hjörleifsdóttur, Stefáni Ármannssyni og Daníel Ottesen; “Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að greiða öllu almennu starfsfólki

Hvalfjarðarsveitar eingreiðslu kr. 60.000 miðað við fullt starf hjá

Hvalfjarðarsveit 1. maí eða í starfshlutfalli. Áður höfðu kennarar Heiðarskóla

fengið sömu upphæð greidda.” Tillagan samþykkt samhljóða. Fjármögnun

vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

3) Kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins að Hagamel 2. Kauptilboð hefur borist í eignina Hagamel 2 að upphæð kr. 22.300.000 og gildir tilboðið til 6. júní nk. Daníel Ottesen lýsti sig vanhæfan til umfjöllunar um málið og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn hafnar tilboðinu samhljóða. Sveitarstjóra falið að svara tilboðsgjafa.

4) Fundargerð 28. fundar fræðslu- og skólanefndar haldinn 29. maí 2008.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólastjóra um að komið verði upp námsveri í íbúð á annari hæð í Heiðarskóla í tilraunaskyni til áramóta. Enda komi ekki til viðbótarkostnaðar eða breytingar á húsnæðinu. Umræður um

sérfræðiþjónustu og aðkeypta þjónustu sveitarfélagsins. Umræðum um málið frestað til næsta fundar. Arnheiður og Sigurður Sverrir ræddu hugmyndir um sérfræðiþjónustuna. Málefni er varða trúnaðarmál nr. 4 í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar frá 29. maí. Trúnaðarmál nr. 5. kynnt og lesið upp á fundinum. Trúnaðarmál nr. 3. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar frá fundi 29. maí.

5) Gjaldskrá fyrir gatnagerðagjöld í Hvalfjarðarsveit síðari umræða. Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál.

Málefni Vinnuskólans. Athugasemd hefur borist frá foreldrum tveggja nemenda ásamt forsvarsmönnum vinnuskólans um breytingu á starfstíma vinnuskólans. Sveitarstjóra falið að fara yfir málið með forsvarsmönnum skólans og foreldrum nemendanna. Földi umsókna var 19 og í ljósi þess þarf líklega að ráða viðbótarstarfskraft. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu viðbótarstarfsmanns.

Athugasemd frá Sigurði Sverri varðandi flutning á skólabörnum á opnum pallbíl frá Heiðarskóla að Neðra-Skarði.

Arnheiður óskar eftir fyrirmælum á samræmdu verklagi nefnda sveitarfélagsins vegna afgreiðslu mála í fundargerðum þeirra.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Daníel Ottesen

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar