Fara í efni

Sveitarstjórn

36. fundur 13. desember 2007 kl. 18:00 - 20:00

 Mættir allir aðalmenn nema Sigurður Sverrir Jónsson. Mætt í hans stað Elísabet Benediktsdóttir. Sveitarstjóri Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sat einnig fundinn og reit fundargerð. 

Oddviti setti fundinn og bauð menn velkomna. Var síðan gengið til dagskrár.

  1. Skólaakstur fyrir Heiðarskóla. Hallfreður skýrði stöðu mála, en öllum tilboðum var hafnað vegna galla í nýlegu útboði. Starfshópur í þessu máli hefur fundað með núverandi verktökum og óskað eftir að semja við þá til vors. Bjóða síðan aksturinn út að nýju í mars. Skólabílstjórarnir vildu hins vegar 18 mánaða samning án útboðs. Fram kom að samkvæmt 7.gr. og 27. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 er Hvalfjarðarsveit ekki heimilt að semja um skólaakstur til 18 mánaða án útboðs. Samþykkt að reyna að ná samkomulagi við núverandi verktaka um skólaakstur til vors. Einn sat hjá.
  2. Oddviti tilkynnti að gert væri ráð fyrir næsta fundi í sveitarstjórn 19. desember og þá færi fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun.
  3. Stefán ræddi um hundahreinsun 2007. Ákveðið að auglýsa hundahreinsunardag á næstu dögum samkvæmt ábendingu héraðsdýralæknis.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur M. Sigurbjörnsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Elísabet Benediktsdóttir

Magnús I. Hannesson

Stefán G. Ármannsson

Einar Örn Thorlacius 

Efni síðunnar