Fara í efni

Sveitarstjórn

34. fundur 29. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Mættir allir aðalmenn auk sveitarstjóra er reit fundargerð.

Oddviti setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

  1. Ákvörðun útsvarshlutfalls árið 2008. Samþykkt óbreytt hlutfall 11,61%. Einn sat hjá.
  2. Slit á byggðasamlagi um rekstur Heiðarskóla og byggðasamlagi um rekstur Skýjaborgar. Samþykkt.
  3. Erindi frá ritara Hvalfjarðarsveitar varðandi væntanlegt jólahlaðborð starfsfólks. Farið er fram á allt að 250.000 kr. framlag sem niðurgreiðslu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. Einn sat hjá.
  4. Kynnt var erindi frá Borgarbyggð þar sem sveitarstjórn Borgarbyggðar býðu sveitarstjórnum Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps í heimsókn í Borgarnes 7. desember Til stendur að ræða m.a. samstarf þessara sveitarfélaga í framtíðinni.
  5. Erindi frá Sundfélagi Akraness þar sem óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit styrki árlegt útvarp sem félagið stendur fyrir um komandi helgi. Samþykkt að styrkja Sundfélagið um kr. 25.000,-

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:44

Hallfreður Vilhjálmsson

Hlynur M. Sigurbjörnsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadottir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Einar Örn Thorlacius 

Efni síðunnar