Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

110. fundur 05. október 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Einnig Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Framkvæmdaleyfis umsóknir


1. 1109002 - Herdísarholt framkvæmdaleyfi


Umsókn Kristins Haraldssonar og Gunnars Hlöðvers Tyrfingssonar um heimild til vegaframkvæmda, samkvæmt deiliskipulagi Herdísarholts. gjöld kr.: 9.400,-


Lagt til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.


Byggingarleyfis umsóknir


2. 1109064 - Eystra Miðfell, viðbygging við íbúðarhús


Umsókn Jóns Valgarðssonar um heimild til þess að byggja við íbúðarhús sitt samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings dags. 10.09.2011

Stærð viðbyggingar: 14,8 m2 - 53,5 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 14.429,-

Úttektargjöld 3 aðk. kr.: 28.200,-

Heildargjöld kr.: 42.629,-

Samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30. september 2011.


Lagt fram til kynningar


3. 1109060 - Hjallholt 41, frístundahús


Umsókn Ágústs Jónssonar og Þorvaldar B. Haukssonar um heimild til þess að reisa frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Brynjars Daníelssonar byggingarfræðings dags. 20.06.2011

Stærð húss: 94,9 m2 - 337,5 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 41.125,-

Úttektargjöld 8 aðk. kr.: 75.200,-

Mælingargjöld 2 úts. kr.: 94.000,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.500,-

Heildargjöld kr.:262.825,-

Samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 17. september 2011.


Lagt fram til kynningar

 

4. 1109053 - Litla Lambhagaland bílgeymsla


Umsókn Sigurjóns Sigurðssonar um heimild til þess að reisa bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts dags. 28.01.2011

Stærð húss: 48,0 m2 - 157,5m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 24.205,-

Úttektargjöld 6 aðk. kr.: 56.400,-

Lokaúttektargjald kr.: 52.500,-

Heildargjöld kr.:133.105,-

Samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30. september 2011.


Lagt fram til kynningar


Skipulagsmál


5. 1104004 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Umsókn Úrsúlu og Guðmundar Ágústs um breytingu á grein 4.2 í greinargerð deiliskipulags Brekku, þess efnis að þar sem hæðarmunur á lóðum er meiri en 2 metrar frá gagnstæðum enda húss, verði heimilt að nýta rýmið undir byggingunni sem geymslurými.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr.123/ 2010.


6. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar


Kynning á deiliskipulagi Kalastaðakots lokið.Kynningarfundur meðal íbúa og hagsmunaraðila var haldin 28.sept 2011. Engar athugasemdir né ábendingar hafa borist.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að landeigendur fái heimild að vinna deiliskipulag og auglýsa samkvæmt 1.málsgrein 41.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.


Önnur mál


7. 1109056 - Höfn Skipting lands


Umsókn Ólafínu Palmer og Diljár P. Finnbogadóttur um heimild til þess að skipta út landi samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ólafs Guðmundssonar. Gjöld kr.: 9.400,-


Nefndin kallar eftir yfirlitsuppdrætti af svæðinu. Afgreiðslu frestað.


8. 1109061 - Kúludalsá 4a-4b-4c-4d-4e breytt notkun lóða


Erindi Kristófers Þorgrímssonar varðandi breytta notkun lóðanna.


Nefndin getur fallist á að notkun Kúludalsá 4b verði breytt úr frístundarlóð í íbúðarhúsalóð. Öðrum lóðum verður breytt þegar húsnæði uppfyllir skilyrði byggingarreglugerðar. Varðandi tilfærslu á aðkomu felur nefndin byggingarfulltrúa að kanna afstöðu Vegagerðarinnar.


9. 1010011 - Merkingar í sveitarfélaginu


Listi yfir merkingar í sveitarfélaginu lagður fram.


Nefndin felur Skipulags og byggingarfulltrúa að gera tillögu að lista og hefja framkvæmdir.


10. 1109058 - Natríumklóratsverksmiðja Kemíra á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit


Niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 19.9.2011

 

Lagt fram.


11. 1109063 - Umferðarmál, merkingar


Erindi Norðuráls og Elkems varðandi biðskyldu við gatnamót.


Nefndin leggur til við Faxaflóahafnir að unnin verði tillaga að umferðarmerkingum í samræmi við deiliskipulag á svæðinu og skilað til nefndarinnar. Jafnframt leggur nefndin til að tenging Grundartangavegar (506) við þjóðveg 1 verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis svo sem skiptingu akreina og lýsingu.


12. 1109062 - Auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022


Umhverfismatið er hér með auglýst til kynningar. Með umhverfisskýrslu fylgja til hliðsjónar drög samgönguráðs að tillögu að samgönguáætlun ásamt drögum að greinargerð. Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og 4. nóvember.


Lagt fram

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar