Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

105. fundur 04. maí 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Kristján Jóhannesson og Guðjón Jónasson.
Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir


1. 1104041 - Eyrarskógur 61, garðskúr


Umsókn Sigríðar Björnsdóttur um heimild til þess að koma fyrir garðskúr á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi.

Gjöld kr.: 9.100,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


2. 1104059 - Eyrarskógur 73 viðbygging


Umsókn Halldórs Stefánssonar tæknifræðings fh. Kristófers Bjarnasonar um heimild til þess að byggja við sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldórs.

Stærð húss eftir breytingu: 89,2 m2 og 268,4 m3

Stærð breytingar:35,4 m2 og 100,0m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 18.200,-

Úttektagjöld 6 aðk. kr.: 54.600,-

Lokaúttektargjald kr.: 50.600,-

Heildargjöld kr.:123.400,-

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


3. 1105007 - Hurðarbak, endurbygging haughúss


Umsókn Guðjóns Guðjónssonar fh. Brimgarða ehf um heimild til þess að endurbyggja haughús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Jóhanns Kristinssonar tæknifræðings.

Stærð húss:229,5 m2 og 1.490,6 m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 9.100,-

Úttektagjöld 6 aðk. kr.: 54.600,-

Lokaúttektargjald kr.: 50.600,-

Heildargjöld kr.:114.300,-


Um er að ræða endurbyggingu húss á sökklum, plötu og veggjum fyrrverandi byggingar og er erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

4. 1104069 - Kambshóll, endurbygging skemmu


Umsókn Hallfreðs Vilhjálmssonar um heimild til þess að endurbyggja geymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldórs Stefánssonar tæknifræðings.

Stærð húss:148,0 m2 og 525,4m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 9.100,-

Úttektagjöld 6 aðk. kr.: 54.600,-

Lokaúttektargjald kr.: 50.600,-

Heildargjöld kr.:114.300,-


Um er að ræða endurbyggingu húss á sökklum, plötu fyrrverandi byggingar og er erindið samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


5. 1104058 - Katanesvegur 12, stöðuleyfi


Umsókn Smára Guðjónssonar fh. Klafa efh. um að staðsetja bráðabirgða vinnuaðstöðu á lóðinni sbr. meðfylgjandi rissmynd af afstöðu og útliti. Gjöld kr.: 9.100,-


Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs


6. 1105006 - Marbakki,nýtt sumarhús


Umsókn Ólafs Ólafssonar um heimild til þess að flytja á staðinn sumarhús meðfylgjandi uppdráttum Vilhjálms Þorlákssonar tæknifræðings.

Stærð húss:112,0 m2 og 368,0m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 42.588,-

Úttektagjöld 2 aðk. kr.: 18.200,-

Mælingargjöld1 úts. kr.: 47.000,-

Lokaúttektargjald kr.: 50.600,-

Heildargjöld kr.: 158.388,-


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita byggingarleyfi samkvæmt 1. mgr. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt geri landeigandi grein fyrir vatnsöflun.


7. 1104060 - Vestri Leirárgarðar, reiðhöll


Umsókn Marteins Njálssonar fh. Hestafls ehf. um heimild til þess að reisa reiðhöll á landinu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Jóns Stefáns Einarssonar arkitekts.

Stærð húss: 1.433,6m2 - 8.635,6 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 794.885,-

Úttektagjald 12 aðk. kr.: 109.200,-

Mælingargjald 2 úts. kr.: 94.000,-

Lokaúttektagjald kr.: 50.600,-

Heildargjöld kr.:1.048.685,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


8. BH070014 - Ægissíða 133707


Umsókn Áskels Þórissonar um heimild til þess að breyta aðaluppdráttum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sæmundar Óskarssonar byggingartæknifræðings.

Breytt stærð húss:79,4 m2 og 289,0m3

Gjöld kr:

Byggingarleyfisgjald kr.: 9.100,-


Erindið uppfyllir ákvæði mannvirkja laga nr. 160/2010 og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


Skipulagsmál


9. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði


Áður frestuðu erindi Faxaflóahafna (f.99)varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartanga vestursvæði. sbr. meðfylgjandi uppdrættir, greinargerð og umhverfismat áætlana, Gylfa Guðjónssonar arkitekts.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytt deiliskipulag ásamt greinargerð og umhverfismati áætlana verði auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


Önnur mál


10. 1102017 - Starfsmannamál, tillaga frá E-lista.


Erindi sveitarstjórnar dags. 24. mars þar sem óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar á drögum mannauðsstefnu Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin tekur jákvætt í framkomin drög.


11. 1103022 - Umhverfismál- mengunarmál


Erindi sveitarstjórnar dags. 11. mars þar sem tillögu skipulags- og byggingarnefndar varðandi endurmat á samlegðaráhrifum mengunar á stóriðjusvæði við Grundartanga er aftur vísað til nefndarinnar til frekari umfjöllunar.


Frestað til næsta fundar.


12. 1105019 - Kúludalsá reiðleið


Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur dags. 4. maí 2011 þar sem hún óskar eftir því að fært verði til bókar eftirfarandi:" Hvorki liggur fyrir ósk né samþykki landeiganda um að hliðra reiðvegi innan lands Kúludalsár, enda er það veruleg breyting frá núverandi aðalskipulagi. Landeigandi hefur aftur á móti óskað eftir því að reiðvegagerð milli Kúludalsár og Kirkjubóls verð flýtt sem kostur er á þeirri leið sem merkt er inn á aðalskipulagi nú" Óskað er eftir að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar berist undirritaðri skriflega við fyrsta tækifæri.
Nefndin vísar í bókun á 103 fundi sveitarstjórnar.
Á 103 fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var tekið fyrir mál 1004036, aðalskipulag 2008-2020 breytt landnotkun, frístundarbyggð, og niðurfelling reiðleiða í landi Kirkjubóls og Kúludalsár.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna en setningin; og reiðleið færð til í landi Kúludalsár, samkvæmt samkomulagi við landeiganda Kúludalsár er felld út.Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Nefndin hefur þegar samþykkt forgangsröðun reiðleiða í sveitarfélaginu samkvæmt beiðni sveitarstjórnar.


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar