Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

104. fundur 06. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Kristján Jóhannesson og Guðjón Jónasson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags og byggingarfulltrúi

 


Fyrirspurnir


1. 1103059 - Dragháls,fyrirspurn um íbúðarhús


Erindi Hróbjarts Hróbjartssonar fh. Landeigenda Dragháls, varðandi hvort fengist að reisa íbúðarhús á landareigninni samkvæmt meðfylgjandi frumdrögum.


Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á erindið enda verði fullnægjandi uppdráttum skilað inn til skipulags- og byggingarfulltrúa og á grundvelli þeirra verði leitað eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita byggingarleyfi sbr. 1. mgr. ákvæða til bráðabirgða skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem deiliskipulag er ekki fyrirliggjandi.
Framkvæmdaleyfis umsóknir


2. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Erindi Magnúsar Hannessonar um heimild til þess að gera stíflu í Bugalæk og virkja til raforkuframleiðslu allt að 40 kw, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf.


Magnús vék af fundi, á meðan erindið var afgreitt. Erindinu frestað. Nefndi óskar eftir áliti H.e.V. og telur að erindið sé jafnframt tilkynningarskylt til Skipulagsstofnunnar samanber liður 10. e. í öðrum viðauka laga nr 106/2000

 

 


Byggingarleyfis umsóknir


3. 1102006 - Pylsuvagn við Hvalfjarðargöng


Umsókn Gylfa fh. Tourist Online ehf, um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Hvalfjarðargöng sbr. meðfylgjandi samningur við Olís. Gjöld kr.: 8.600,-


Erindið er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa, stöðuleyfi veitt til eins árs.


4. 1104005 - Ytri Hólmur, vatnsveita OR, lokahús


Umsókn Gísla Tryggvasonar fh. Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til þess að byggja lokahús við sandsíumannvirki.

Stærð húss: 15,3 m2 - 61,3 m3

Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 14.033,-

Úttektagjald 5 aðk. kr.: 43.500,-

Lokaúttektagjald kr.: 48.600,-

Heildargjöld kr.: 67.433,-


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagstofnunar til veita byggingarleyfi, sbr. 1. mgr. ákvæði til bráðabirgða skipulagslaga nr 123/2010, þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.


5. 1103062 - Miðhús, endurbygging geymsluhúss


Umsókn Sveinbjarnar Jónssonar verkfræðings fh. Steinþórs Bjarna Ingimarssonar um heimild til þess að byggja geymslu á sökklum matshluta 10 sem hefur verið fjarlægður.

Stærð húss: 94,1 m2 - 364,2 m3

Gjöld

Byggingarleyfisgjald kr: 30.904,-

Úttektargjöld 3 aðk. kr: 26.100,-

Lokaúttektargjald kr: 48.600,-

Heildagjöld kr: 105.604,-


Um er að ræða endurbyggingu húss í svipaðri mynd og eldra hús var og á sökklum eldra húss, erindið er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


6. BH080041 - Laxárbakki 133656


Erindi Ingvars Þ. Gunnarssonar um heimild til þess að flytja færanlega sölubúð sem hefur haft stöðuleyfi og verið staðsett utan girðingar við Laxárbakka á nýja staðsetningu innan girðingar sbr. meðfylgjandi afstöðuuppdráttur.

Gjöld fyrir stöðuleyfi kr.: 8.700,-


Nefndin leggur til að með tilliti til breyttrar staðsetningar verði stöðuleyfi gáms (sölubúðar) veitt til eins árs.

7.1103061 - Stóra Fellsöxl-svJ, viðbygging við vinnuskúr


Umsókn Bjarna Þóroddssonar fh. Skógræktarfélags Skilmannahrepps um heimild til þess að byggja við vinnuskúr skógræktarinnar sbr. meðfylgjandi uppdrættir Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings.

Stærð húss: 43,8m2 - 114,8m3

Stærð viðbyggingar: 15,0m2 - 36,8m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr: 11.901,-

Úttektagjald 3 aðk. kr: 26.100,-

Lokaúttektagjald 1/2 kr: 24.300,-

Heildargjöld kr: 51.591,-


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagstofnunar til veita byggingaleyfi, sbr. 1. mgr. ákvæði til bráðabirgða skipulagslaga nr 123/2010, þar sem ekki er til deiliskipulag á svæðinu.

 

 


Skipulagsmál


8.1104004 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Erindi Úrsúlu Árnadóttur varðandi breytingu á deiliskipulagsskilmálum Frístundabyggðarinnar Brekku. Breytingin felur í sér að heimilt verði að nýta rými undir sumarhúsum, þar sem lóðir eru mjög brattar.


Erindinu frestað, greinargerð skal sýna bæði skilmála fyrir og eftir breytingu.


9. 1102019 - Vestri Leirárgarðar, breytt deiliskipulag


Umsókn Marteins Njálssonar um heimild til þess að breyta tveimur byggingarreitum á

Deiliskipulagi Vestri Leirárgarða sbr. meðfylgjandi uppdráttur Jóns Stefáns Einarssonar arkitekts.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt á grundvelli 3. mgr. 43 greinar skipulagslaga nr. 123/2010


10. 1103060 - Litla Lambhagaland breyttur afstöðuuppdráttur


Erindi Landlína Ulla R. Pedersen fh. Sigurjóns Sigurðssonar um heimild til þess að breyta afstöðuuppdrátt hússins eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirhugað er að stækka landspildu þá sem áður hefur verið sóttum um þannig að hún umliggi núverandi byggingar.


Ása Hólmarsdóttir vék af fundi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagstofnunar til veita framkvæmdaleyfi, sbr. 1. mgr. ákvæði til bráðabirgða skipulagslaga nr 123/2010.


11. 1103058 - Skipulagslög nr. 123/2010 5. tl.ákv.brb.


Erindi Skipulagsstofnunar varðandi 5.tl ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010


Lagt fram


12. 1004036 - Aðalskipulag 2008 - 2020 breytt landnotkun, frístundabyggð, og niðurfelling reiðleiða í landi Kirkjubóls og Kúludalsár


Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur dags. 7. mars sl. varðandi reiðleið ofan og utanvið Kúludalsá.


Lagt fram


13. 1103057 - Glammastaðaland sumarhúsalóðir


Erindi Félags sumarhúsaeigenda Glammastaðalandi, þar sem lagður er fram uppfærður uppdráttur af sumarbústaðalóðum fyrir Kjarrás Glammastaðalandi


Fram hefur komið að breyting á deiliskipulagi sumarbústaða fyrir Kjarrás í Glammastaðalandi sem samþykkt var 2. 11. 2000 hefur aldrei verið birt í B- deild Stjórnatíðinda og því ekki tekið gildi.
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við nokkur atriði á uppdrættinum og óskað eftir því að þau yrðu leiðrétt, áður en veitt yrði heimild til birtingar. Það gekk ekki eftir og dagaði þessi framkvæmd uppi.
Engu að síður hefur verið unnið eftir þessu samþykkta deiliskipulagi eins og um gildandi deiliskipulag væri að ræða, og nokkur hús samþykkt á svæðinu.
Hér er því lagður fram óbreyttur uppdráttur af þessar breytingu Þó með þeim breytingum að tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 


Önnur mál


14. 1103022 - Umhverfismál- mengunarþolmörk


Afgreiðsla sveitarstjórnar þar sem 9. lið 103 fundargerðar skipulags og byggingarnefndar frá 3. mars er vísað aftur til skipulags og byggingarnefndar til frekari umfjöllunar.


Málinu frestað.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar