Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

102. fundur 02. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Kristján Jóhannesson og Björgvin Helgason.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Fyrirspurnir


1. 1102006 - Pylsuvagn við Hvalfjarðargöng


Fyrirspurn Gylfa Árnasonar varðandi hvort staðsetja megi pylsuvagn á áningastæði við Hvaljfarðargöng, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi getur fallist á að staðsetja pylsuvagn samkvæmt meðfylgjandi ljósmynd enda verði sótt um stöðuleyfi og fyrirliggi samþykki lóðarhafa.
Byggingarleyfis umsóknir


2. 1101062 - Ártröð 11, viðbygging


Umsókn Önnu Þórunnar Ottesen um heimild til þess að byggja við sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Aldísar M. Norðfjörð arkitekts. Stærð húss:

93,2m2 - 296,3 m3

Stærð viðbyggingar: 33,9m2 - 93,9 m3

Byggingarleyfisgjald kr.: 16.675,-

Úttektargjald 5 aðk. kr.: 43.000,-

Lokaúttektargjald1/2 kr.: 23.950,-

Heildargjöld kr.: 83.625,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu (Svarfhólsskógur eignarlönd- deiliskipulag) og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.


3. 1101063 - Hrísabrekka 14 geymsluhús


Umsókn Kristínar Rósnýar Guðlaugsdóttur um heimild til þess að reisa geymsluskúr samkvæmt meðfylgjandi rissi. Stærð húss: 8,8m2 Gjöld kr.: 8.600,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu (Hrísabrekka deiliskipulag) og er samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.
Önnur mál


4.1102005 - Fjöleignahús, frumvarp til laga


Erindi Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis þar sem frumvarp til laga um fjöleignahús (leiðsöguhundar) 377. mál er sent til umsagnar.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þessari breytingu, og gerir engar athugasemdir við frumvarpið.


5. 1101064 - Mannvirkjalög, áhrif


Erindi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga varðandi áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að beðið verði átekta með breytingar þar til það fer að skýrast með hvaða hætti sveitarfélög almennt bregðast við breytingum nýrra mannvirkjalaga.
Byggingarfulltrúi fullafgreiði erindi án staðfestingar sveitarstjórnar en skipulags- og byggingarnefnd fjalli einungis um byggingaráform samkvæmt 11. gr. laganna ef skipulags- og byggingarfulltrúi vísi málum til hennar.


6. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.


Endurbætt samantekt skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi forgangsröðun reiðleiða lögð fram.
Á fundinn mættu fulltrúar frá hestamannfélaginu Dreyra, Anton Ottesen, Ólöf Samúelsdóttir og Ágúst Sigurjón Harðarson
Forgangsröðun verði þessi:


1) Leirárvegur 504: Þjóðvegur 1 - Leirárkirkja. ca. 2,5 km Rök: Mikil hestamennska er stunduð upp með vegi 504, og atvinnustarfssemi. Tengir saman í eina góða reiðleið frá Þjóðvegi 1 upp að Tungu. Núverandi reiðvegur er lélegur þ.e blautur og grýttur, og ekki fær nema í þurrveðra tíð.Fyrir liggur kostnaðaráætlun og loforð um vinnuframlag frá áhugasömum íbúum .


2) Laxárbakki - Beitistaðir, þjóðvegur 1. ca. 500 m. Rök: Þessi vegarkafli er einn sá allra hættulegasti í sveitarfélaginu með ríðandi umferð í huga. Ástæðan er m.a sú að "ætlaður" reiðslóði meðfram þjóðvegi 1 liggur yfir rörið/brúnna yfir Leirá. Svæðið sem ætlað er gangandi/riðandi umferð er mjög þröngt fyrir utan það að aðeins handrið aðskilur akandi umferð sem er bæði mjög hröð og mikil. Færa þarf núverandi slóða mun fær þjóðvegi 1 (þarf að vera 15 m fjarlægð að vegöxl) og fara þarf yfir vað ofan brúar á Leirá. Gríðarlegt umferðaröryggi fyrir alla. Mikil hestamennska beggja vegna Leirársvæðis og Laxársvæðis. Ath. allt land undir heppilegasta vegstæðið fyrir reiðveg er í landi Vogatungu.

 

3) Kúludalsá - Kirkjuból. - ca. 2 km Rök: Atvinnutengd hestastarfsemi. Það hefur verið ljóst í fjölda ára að reiðvegurinn ofan Kúludalsár meðfram þjóðvegi 1 er illa staðsettur, þ.e vegurinn er stórhættulegur vegna þess hve nálægt hann er akandi umferð. Til að auka umferðaröryggi allra þarf að færa veginn. Ath. - Framkominn áhugi landeiganda en kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vantar og svo upplýsingar um hverjir vinna verkið, þ.e sjálfboða vinna eða annað.


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar