Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

100. fundur 08. desember 2010 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.


Daniel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Framkvæmdaleyfis umsóknir


1. 1011079 - Litli Sandur, endurnýjun olíulagna


Erindi Olíudreifingar ehf og Birgðamiðstöðinnar Miðsandi ehf. varðandi endurnýjun hluta eldsneytislagna sem er á milli stöðvanna og einnig að koma fyrir gufusöfnunarlögn frá birgðastöð BM til endurvinnslu í VOC kerfi ODR. Erindið var til umfjöllunar hjá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þann 7. nóvember og var afgreitt athugasemdalaust.

Gjöld:

Móttökugjald kr.: 8.600,-

Lágmarksgjald kr.: 15.000,-

Úttektargjöld 5 aðk.kr.: 43.000,-

Lokaúttektargjald kr.: 47.900,-

Heildargjöld kr.:114.500,-


Byggingarfulltrúa er falið að afgreiða erindið.


Byggingarleyfis umsóknir

 

2. 1010009 - Belgsholt, vindmylla 30 kW


Umsókn Haraldar Magnússonar um heimild til þess að reisa 30 kw vindmyllu samkvæmd samþykktu deiliskipulagi og meðfylgjandi uppdráttum Aðalsteins Kristinssonar tæknifræðings.

Byggingarleyfisgjald kr.: 8.600,-

Úttektargjöld 3 aðk. kr.: 25.800,-

Heildargjöld kr.: 34.400,-


Erindið er í samræmi við samþykkt deiliskipulag og er samþykkt.

 

3. BH080063 - Eyrarskógur 51


Umsókn Halldórs Stefánssonar tækninfræðings fh. Hjálmars Viggósonar um heimild til þess að breyta áður samþykktum uppdráttum í samræmi við innsenda uppdrætti Halldórs.

Stærð húss eftir breytiningu: 66,5 m2 - 209,1 m3

Breyting 6,7m2 - 21,3m3

Byggingarleyfisgjald kr.: 10.406,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.


4. 1009077 - Ölver 13, sumarhús og breytt lóðarmörk


Umsókn Ingibjargar J. Ingólfsdóttur um heimild til þess að flytja á staðinn sumarhús og að breyta lóðamörkum lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.

Stærð húss: 105,5m2 - 321,0m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 36.272,-

Úttektargjald 3aðk. kr.: 25.800,-

Mæligjald 2 úts. kr.: 88.800,-

Lokaúttektargjald kr.: 47.900,-

Heildargjöld kr.: 198.772,-

 

Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Ein athugsemd barst frá eiganda Ölvers 18, varðandi aðkomu að lóð.


Byggingarfulltrúa er falið að afgreiða erindið.


Skipulagsmál


5. 1011076 - Áform Landsnets, vegna hringtengingar landsins


Minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa lagt fram.


Lagt fram


6. 1011075 - Brekka breyting á deiliskipulagi


Erindi Ulla R. Pedersen fh. landeigenda Brekku varðandi breytingu á deiliskipulagi Brekku sem óskast grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa erindið samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


7. 1009009 - Herdísarholt, breytt deiliskipulag

 

Erindi Gunnars Tyrfingssonar varðandi breytingu á deiliskipulagi Herdísarholts sem auglýst var samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 22. október 2010 til 19. nóvember 2010. Athugasemdafrestur var til 3. desember 2010. Engar athugasemdir bárust.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt og birt í B- deild stjórnatíððinda.


8. 1012008 - Melhverfi, deiliskipulag erindi E- lista


Erindi Ásu Hólmarsdóttur og Björgvins Helgasonar E- lista varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi Melahverfis.


Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

 

Önnur mál


9. 1011005 - Erindi Fiskistofu vegna breytinga á lögum.


Erindi sveitarstjórnar dags.15. nóvember 2010 varðandi erindi frá Fiskistofu.


Lagt fram.


10. 1012007 - Kortasjá Landssamband hestamanna, erindi E-lista


Erindi Ásu Hólmarsdóttur og Björgvins Helgasonar E- lista varðandi kynningu á kortasjá Landssambands hestamanna.


Kynnt.


11. 1012006 - Ferða- og umhverisnefndar Landsambands hestamanna, erindi E- lista


Erindi Ásu Hólmarsdóttur og Björgvins Helgasonar E- lista. Ályktanir Ferða- og umhverfisnefndar Landsambands Hestamanna kynntar.


Ályktanir kynntar.


12. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.


Bréf sveitarstjórnar dags. 11. nóvember 2010 varðandi erindi af 97. fundi Hvalfjarðarsveitar þar sem nefndinni var falið að móta stefnu við reiðavegaframkvæmdir.


Nefndin vekur athygli sveitarstjórnar á að erindið kemur frá íbúum

Hvalfjarðarsveitar en ekki hestamannafélaginu Dreyra. Nefndin felur skiplags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga.


13. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar


Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að reglum varðandi skilti innan lögsagnarumdæmis Hvalfjarðarsveitar.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar.


14. 1009076 - Skipanes


Svar Umhverfisstofnunar dags. 24. móvember 2010, varðandi landbrotsvarnir við Skipanes.


Nefndin beinir því til landeiganda að leita leyfis Umhverfisstofnunnar fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum.


15. 1010054 - Spennistöðvar í Hvalfjarðarsveit


Áður frestuðu erindi Jakobs Skúlasonar varðandi gjaldtöku og skráningu spennistöðva.


Nefndin lítur svo á að allar spennistöðvar í sveitarfélaginu séu bygginar og skuli skrá í landskrá fasteigna.


16. 1011016 - Fjárhagsáætlun 2011- tillaga


Skráning örnefna og hnitsetning í sveitarfélaginu


Nefndin leggur til að veitt verði fjármagn til örnefnaskráningar á næsta fjárhagsári.

 

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar