Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

99. fundur 03. nóvember 2010 kl. 13:00 - 15:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.

Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.

Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir


1. 1002003 - Ártröð 18, viðbygging og afstaða


Umsókn Guðmundar Sveins Sveinssonar um heimild til þess að breyta gestahúsi samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Valdimars Harðarsonar arkitekts. Stærð húss: 16,2m2 - 125,9m3 Stærð viðbyggingar 17,6 m2 - 51,2 m3 Byggingarleyfisgjald kr: 13.003,- Úttektargjöld 2 aðk. kr: 25.800,- Heildargjöld kr: 38.803,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.


2. 1010009 - Belgsholt, vindmylla 30 kW


Umsókn Haraldar Magnússonar sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar um heimild til þess að reisa 30 kw vindmyllu á sökkli heymetisturns samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Aðalsteins Kristjánssoanr tæknifræðings.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir samþykki Skipulagsstofnunar um að afgreiða erindið samkvæmt 3. tl. ákvæða til bráðabrigða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


3. 1008003 - Brekka II, niðurrif


Erindi sveitarstjórnar dags. 13.10.2010 þar sem erindinu er vísað aftur inn til nefndarinnar


Afgreiðslu frestað, óskað eftir samþykki landeiganda.


4. 1011027 - Grundatangaland Verksmiðja, breytt útlit ofnhúsa


Umsókn Ivon Stefáns Cilia fh. Elkem Ísland um heimild til þess að breyta útliti þaka ofnhúss samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ivon Stefáns Cilia arkitekts. Gjald kr: 85.160,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.


5. 1010051 - Miðás 9, breyttir aðaluppdrættir


Umsókn Kristjáns Þ. Einarssonar um heimild til þess að breyta áður samþykktum uppdráttum frístundahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vigfúss Halldórssoanr BFÍ. Stærð húss: 66,1m2 - 209,8m3 Stækkun húss: 13,1 m2 - 41,1 m3 Byggingarleyfisgjald kr: 12.132,-


Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.


6. 1009011 - Ölver 26 viðbygging


Umsókn Ingu Jónu Þórðardóttur um heimild til þess að reisa gestahús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs Þ. Sigurðssonar tæknifræðings. Stærð húss: 34,5m2 - 142,3m3 Byggingarleyfisgjald kr: 21.080,- Úttektagjald 5 aðk. kr: 43.500,- Lokaúttektargjald kr: 48.600,- Heildargjöld kr:113.180,- Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Engar athugsemdir bárust.


Erindið er samþykkt.


Skipulagsmál


7. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna breytinga á deiliskipulagi við Grundartanga vestursvæði.


Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum á íbúafundi og fyrir aðliggjandi sveitarfélögum.


8. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði


Erindi Faxaflóahafna varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundartanga Vestursvæðis.


Lagt fram til kynningar

 
9. 1007038 - Vestri Leirárgarðar, deiliskipulag


Erindi Marteins Njálssonar og Dóru Líndal varðandi nýtt deiliskipulag fyrir reiðhöll, íbúðarhús á landareigninni. Erindið hefur verið auglýst samkvæmt 25, gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og birt í B-deild Stjórnatíðinda
Önnur mál


10. 1011016 - Fjárhagsáætlun 2011- tillaga


Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa


Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram.


11. 1011013 - Litla Lambhagaland 133640, breytt heiti


Erindi Sigurjóns Sigurðssonar og Guðrúnar Öddu Maríusardóttur um að heiti landsins verði breytt úr Litla Lambhagalandi 1333640 í Hagaflöt


Nefndin samþykkir að leita eftir umsögn Örnefnanefndar. Ása Hólmarsdóttir vék af fundi við afgreiðsluna


12. 1010011 - Merkingar í sveitarfélaginu


Vinnulisti yfir merkingar í sveitarfélaginu.


Lagt fram.


13. 1009066 - Ný skipulagsreglugerð.


Erindi Skipulagsstofnunar dags. 10. september 2010 varðandi umsögn um nýja skipulagsreglugerð.


Nefndin leggur til að áherslur Sambands Íslenskra sveitarfélaga verði hafðar að leiðarljósi.


14. 1011020 - Námskeið fyrir fulltrúa Skipulags- og byggingarnefnda


Til stendur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga að halda fræðslunámskeið fyrir skipulagsyfirvöld sveitarfélaga um stjórnsýslu skipulagsmála og ábyrgð kjörinna fulltrúa og þess háttar. Ása Hólmarsdóttir leggur til að námskeiðið og þátttaka í því verði rædd með það fyrir augum að nefndin fari og skóli sig aðeins til. Ása telur að það sé mjög nauðsynlegt að Hvalfjarðarsveit sendi sína nefnd.


Nefndin leggur til að nefndarmönnum verði gert kleift að mæta.


15. 1004009 - Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar


Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að reglum varðandi skilti í lögsagnarumdæmis Hvalfjarðarsveitar sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar.


Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið frekar og senda drög til nefndarmanna og sveitarstjórnar.


16. 1009076 - Skipanes


Erindi Stefáns Ármannssonar varðandi sjóvarnargarð með landi Skipaness. Skipulags- og byggingarfulltrúa leggur fram álit Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar.


Nefndin samþykkir að vísa málinu til Grunnafjarðarnefndar sveitarfélagsins.


17. 1010054 - Spennistöðvar í Hvalfjarðarsveit


Erindi Jakobs Skúlasonar fh. RARIK varðandi gjaldtöku og skráningu spennistöðva.


Málinu frestað til næsta fundar.


18. 1010048 - Tilkynningarskyldar jarðboranir


Erindi Orkustofnunar dags. 29. september 2010 varðandi tilkynningarskyldar jarðboranir.


Lagt fram

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50

Efni síðunnar