Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

73. fundur 05. janúar 2009 kl. 16:00 - 18:00

Sigurgeir Þórðarson, Benoný Halldórsson, Jón Haukur Hauksson, Björgvin Helgason og Bjarni Rúnar Jónsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi

1. Ytri Hólmur I 133694, stöðuleyfi   (00.0310.00) Mál nr. BH070107

240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um framlengingu á stöðuleyfi fyrir aðfluttan vinnuskúr
gjöld kr.: 8.300,-
Samþykkt að framlengja stöðuleyfið til 1. janúar 2010.

Önnur mál

2. Hagamelur 5, greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa   (21.9000.50) Mál nr. BH090001

190335-2679 Steinar Marteinsson, Hagamel 5, 301 Akranes
Greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa til sveitarstjórnar, dags. 2. janúar 2009, varðandi byggingarframkvæmdir.
Lagt fram.

3. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti   (00.0380.70) Mál nr. BH070155

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Ákvörðun um aðgerðir vegna auglýsingaskiltis við þjóðveg 1.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að rita eiganda bréf þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða kröfu varðandi niðurrif skiltisins og veittur  frestur til andmæla.

4. Stóra-Fellsöxl 133650, náma - umhverfismat   (00.0400.00) Mál nr. BH080012

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi drög að matsáætlun vegna malarnámu í landi Stóru Fellsaxlar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlun. Samþykkt.

5. Umferðarmál, gatnamót    Mál nr. BH060089

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
120280-5119 Sigurður Þór Elísson, Sunnubraut 19, 300 Akranes
061072-4039 Einar Viðarsson, Furugrund 8, 300 Akranes
Erindi Sigurðar Þórs Elíssonar og Einars Viðarssonar dagsett 11 desember 2008 varðandi gatnamót vegar 51 og 503 við Akrafjallsveg og Miðagarð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.  Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið á ýta á lok framkvæmda af hálfu Vegagarðar skv. fyrri áætlunum.

6. Umferðarmál, strætó   Mál nr. BH090004

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umsókn Hvalfjarðarsveitar um heimild til þess að koma fyrir til bráðabirgða snúningsplani fyrir strætó við gatnamót Bugðumelar og þjóðvegar 1.
Meðfylgjandi  er riss af fyrirhugaðri staðsetningu.
Nefndin samþykkir erindið.

Niðurrif

7. Katanesland 133196, niðurrif   (00.0470.02) Mál nr. BH090003

080967-2929 Sveinn Brandsson, Hrísrima 6, 112 Reykjavík
Umsókn Sveins um heimild til þess að fjarlægja og rífa sumarhúss og geymslu, matshluta 01 og 02.
Samþykkt.

Skipulagsmál

8. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag    Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
1. Erindi Skipulagsstofnunar dags. 4. desember 2008 varðandi kostnaðarþátttöku stofnunarinnar í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
2. Erindi Olíudreifingar ehf. dags. 17. desember 2008, þar sem tillögu sveitarstjórnar að breyttri notkun lands Miðsands og Litlasands er mótmælt.
Bréfritari fer fram á að breytingin verði ekki tekin til auglýsingar.
Lagt fram.

9. Grundartangaland verksmiðja 133675, tillaga að matsskyldu framkvæmda   (31.0000.20) Mál nr. BH090002

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 10. desember 2008 varðandi framleiðslu á sólarkísil í verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga.
Erindið er talið falla að gildandi aðalskipulagi.  Erindið mun hafa í för með sér breytingar á gildandi deiliskipulagi og stækkun þess svæðis auk breytingar á fyrirliggjandi drögum að nýju aðalskipulagi vegna landnotkunar.  Í skýrslunni er tekið fram að ekki sé þörf á að fjölga háspennulínum, sem nefndin telur mjög jákvætt.  Nefndin telur ljóst að mikil vatnsnotkun verði í nýju framleiðsluferli og full ástæða sé til að kanna möguleika til meiri notkunar iðnaðarvatns eða sjávar í þessari eða annarri starfsemi verksmiðjunnar.  Nefndin gerir ekki að öðru leyti athugasemdir við fyrirliggjandi tilkynningu. 

10. Svæðisskipulag, höfuðborgarsvæðis 2001-2024    Mál nr. BH080033

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi umsögn skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis 2001-2024
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.
11. Þórisstaðir 133217, deiliskipulag   (00.0600.00) Mál nr. BH080078

710881-0229 Starfsmannafélag Íslenska járnblendisfélagsins, Grundartanga, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 8. desember 2008 sem gerir athugasemd við birtingu vegna ósamræmis við stefnumörkun í gildandi aðalskipulagi.
Lagt fram.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:35

 

Efni síðunnar