Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

70. fundur 28. október 2008 kl. 15:00 - 17:00

Jón Haukur Hauksson, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir

1. Eyrarskógur 73, geymsluhús Mál nr. BH080122

190745-4149 Sigurlína Guðmundsdóttir, Ásabraut 18, 300 Akranes

190744-3109 Kristófer Bjarnason, Ásabraut 18, 300 Akranes

Umsókn Sigurlínu og Kristófers um heimild til að reisa 9,7 fermetra geymsluhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Gjöld kr.: 9.100,- Fellur innan skilmála. Samþykkt.

2. Langatröð 5, geymsluhús (54.0700.50) Mál nr. BH080121

230240-3459 Lúðvík Sigurðsson, Lambastaðabraut 7, 170 Seltjarnarnes

Erindi Lúðvíks Sigurðssonar dagsett 23. september 2008 um byggingarleyfi fyrir geymslu- og tómstundahúsi samkvæmt meðfylgjandi rissblaði, 30 fermetra að flatarmáli.

Umsækjandi hefur áður sent fyrirspurn varðandi sama erindi og fengið svör nefndarinnar. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína um að skipulagsskilmálar kveða á um að leyfilegt sé að hafa eitt aukahús á lóð og að sumarhús megi vera allt að 115 m2 að flatarmáli og aukahús megi vera allt að 25 m2. Að óbreyttum skilmálum er ekki talið heimilt að veita byggingarleyfi fyrir 30 m2 geymslu- og tómstundahúsi, eins og sótt er um. Þar að auki fylgdu umsókn ekki aðaluppdrættir og áður sent riss er ófullnægjandi sem aðaluppdráttur. Erindi synjað. Nefndin bendir á 8. gr. skipulags- og byggingarlaga, þar sem mælt er fyrir um heimild um málskot til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

3. Norðurás 3, geymsluhús Mál nr. BH080123

020847-2479 Hörður Sigþórsson, Hólabergi 68, 111 Reykjavík

Umsókn Harðar Sigþórssonar um heimild til að reisa 9,9 fermetra geymsluhús á lóðinni.Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu.

Gjöld kr.: 9.100,-

Fellur innan skipulagsskilmála. Samþykkt.

4. Ölver 34, sumarhús og geymsla (99.0703.40) Mál nr. BH080125

021258-7419 Ófeigur Sturla Eiríksson, Skipasundi 51, 104 Reykjavík

Umsókn Ófeigs Sturlu um heimild til þess að reisa sumarhús og geymsluhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Friðriks Ólafssonar kt. 240753-2439 byggingarverkfræðings.

Stærð sumarhúss: 94,0 m2 - 349,7 m3

stærð aukahúss: 45,0 m2 - 137,0 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 45.237,-

Mælingagjald 2 aðk. kr.: 78.600,-

Úttektargjald 8 aðk. kr.: 60.800,-

Lokaúttektargjald kr.: 42.400,-

______________________________

Heildargjöld kr.: 227.037,-

Fellur innan skipulagsskilmála. Samþykkt.

 

Önnur mál

5. Digrilækur 1, Jarðvegsathugun (00.0485.05) Mál nr. BH080120

590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík

Erindi Ólafs Jónssonar fyrir hönd Skeljungs hf, varðandi heimild til þess að

athuga og flokka jarðveg vegna fyrirhugaðrar varnarþróar.

Nefndin samþykkir að jarðvegur verði kannaður til undirbúnings fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Framkvæmdarleyfi

6. Hávarðsstaðir, Leirársveitarvegur 504

Hávarðsstaðir Mál nr. BH080124

680269-2899 Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

080938-4549 Grétar Jónsson, Hávarsstöðum, 301 Akranes

050570-3559 Lilja Grétarsdóttir, Hávarsstöðum, 301 Akranes

Erindi varðandi breytingu á vegsvæði í landi Hávarðsstaða vegna

Leirársveitarvegar, ásamt meðfylgjandi gögnum.

Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Skipulagsmál

7. Aðalskipulag Hvalfjarðarstrandahrepps,

breyting v. varnarsvæðis

Mál nr. BH080065

471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi breytingu á aðalskipulagi

Hvalfjarðarstrandahrepps vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk Hvalfjarðarsveit.

Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar ódags. sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008

Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008.

Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust

Lagt er til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.

8. Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag (00.0485.05) Mál nr. BH080058

471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.

Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar ódagsett sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008

Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008

Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Lagt er til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

9. Þórisstaðir 133217, deiliskipulag (00.0600.00) Mál nr. BH080078

710881-0229 Starfsmannafélag Íslenska Járnblendifélagsins Grundartanga, 301 Akranes

Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts fh. starfsmannafélags Grundartanga að deiliskipulagi Túnfótar í landi Þórisstaða.

Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Lagt er til sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:45

Efni síðunnar