Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

69. fundur 08. október 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Staðgengill skipulags og byggingarfulltrúa Björgvin Helgason

Skipulagsmál
1. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar,
Aðalskipulag Mál nr. BH060064, 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes Lokadrög að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar
Umræður og vinna við greinargerð að aðalskipulagi. Magnús óskar bókað að hann leggst gegn breytingatillögu um stefnumörkun í landbúnaði og telur að nægilegt sé að deiliskipulagsskylda sé á landbúnaðarlandi ef ætlun er að reisa fleiri en tvö íbúðarhús.
Greinargerð er vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar til umsagnar.
2. Náma Höfn II, Breyting á aðalskipulagi Mál nr. BH070088
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes Breyting á efnistökusvæði á Höfn II. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.
3. Laxárbakki 133656, deiliskipulag (00.0420.03) Mál nr. BH080114
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Lagður fram skipulagsuppdráttur frá Zeppelin arkitektum. Þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir starfsmannahús auk eldri bygginga á lóðinni. Umsækjandi hefur ekki uppfyllt fyrri kröfur nefndarinnar eða gert breytingar á skilmálum til samræmis við fyrir afgreiðslu. Afgreiðslu frestað.
Byggingarl.umsókn
4. Hlíðartröð 1, byggingarleyfisumsókn Mál nr. BH080119
240155-2819 Gísli Árnason, Salthömrum 12, 112 Reykjavík
Sótt um að byggja við eldra hús. Stækkun á herbergi og inngangi til norðurs og stofu til vesturs alls 26,5m2, auk geymslu 8,5m2
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald.: 7.214.-
Úttektargjöld: 5 aðk. kr.: 38.000.-
Lokaúttekt: 42.400.-
---------------------------------------------------------------
Alls gjöld kr.: 87.614.-
Erindið fellur innan skilmála. Samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

Efni síðunnar