Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

63. fundur 18. júní 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Grundartangaland verksmiðja 133675, viðbygging við pökkunarhús mhl. 04
(31.0000.20)
Mál nr. BH080075
640675-0209 Íslenska járnblendifélagið ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Umsókn Ivons Stefán Cilia kt. 141155-4159 fh. Íslenska Járnblendifélagið um heimild til þess að byggja við pökkunarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ivons.
Stærðir eftir breytingu 1.053,8 m2 - 9.150,6 m3
Aukning: 691,2 m3
Gjöld kr:
Byggingarleyfisgjald kr.: 50.655,-
Úttektargjöld 5 aðkomur kr.: 32.000,-
Lokaúttektargjald kr.: 31.800,-
______________________________________
Alls gjökd kr.: 114.455,-
Erindið er talið falla innan gildandi skilmála. Samþykkt.
2.
Lækjarkinn 2, nýtt sumarhús
(14.0300.20)
Mál nr. BH080077
280945-3749 Axel Jónsson, Dalbraut 57, 300 Akranes
Umsókn Axels um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Kjartans Ó. Sigurðssonar kt. 211066-5809 arkitekts.
Stærðir:
Sumarhús 76,6 m2 - 264,6 m3
Gestahús 23,8 m2 - 79,4 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjöld kr.: 28.416,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 64.000,-
Mælingargjöld kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjöld kr.: 35.700,-
___________________________________
Heildagjöld kr.: 194.316,-
Í landi Brekku. Talið falla innan skilmála. Samþykkt.
3.
Norðurás 2, garðhús
(46.3000.20)
Mál nr. BH080076
091131-4209 Gísli Þórðarson, Hlíðarvegi 34, 260 Njarðvík
Umsókn Gísla um heimild til þess að reisa geymsluhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sveins Ívarssonar kt. 130254-7649 arkitekts.
Stærð húss 8,9 m2 - 24,2 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 7.936,-
Í landi Kambshóls. Talið falla innan skilmála. Samþykkt.
Niðurrif
4.
Litli-Sandur olíustöð, rif húsa og geymis
(38.0000.60)
Mál nr. BH080081
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Umsókn Einars Sveins Ólafssonar fh. Olíudreifingar um heimild til þess að rífa eftirtalin hús og geymi.
Mhl. 05 Dæluhús
Mhl. 06 Olíugeymir
Mhl. 07 Dæluhús
Mhl. 08 Geymsla
Samþykkt.
Fyrirspurn
5.
Langatröð 5, fyrirspurn
(54.0700.50)
Mál nr. BH080083
230240-3459 Lúðvík Sigurðsson, Lambastaðabraut 7, 170 Seltjarnarnes
Fyrirspurn Lúðvíks, varðandi byggingamagn á lóðinni
Í landi Svarfhóls. Skilmálar kveða á um að leyfilegt sé að hafa eitt aukahús á lóð og að sumarhús megi vera allt að 115 m2 að flatarmáli og aukahús megi vera allt að 25 m2. Að óbreyttum skilmálum er ekki talið heimilt að leyfa fleiri hús á lóð eða meira byggingarmagn.
Önnur mál
6.
Skipulagsmál, listaverk
Mál nr. BH080080
010445-2219 Hallsteinn Sigurðsson, Ystaseli 37, 109 Reykjavík
Erindi Hallsteins varðandi aðstöðu fyrir vinnustofu og íbúðarhús.
Umsækjandi fer fram á að fá úthlutað að minnsta kosti 5 ha lands. Nefndin telur sveitarfélagið ekki eiga slíkt land til úthlutunar og telur ekki tímabært að taka svæði norðanvert í Melahverfi til deiliskipulags að svo stöddu, enda gert þar ráð fyrir íbúabyggð í rammaskipulagi. Umsækjanda er bent á að leita samninga við landeigendur.

Skipulagsmál
7.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Greinargerð áframhaldandi yfirlestu og yfirferð greinargerðar og farið yfir stöðu reiðleiða með Akrafjalli að sunnanverðu. Tillaga reiðveganefndar Dreyra.
8.
Bjarkarás 1, breyting á aðalskipulagi
(14.0000.10)
Mál nr. BH070161
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Umsókn Kristjáns um heimild til breyta notkun lóða við Bjarkarás úr frístundasvæði í íbúðasvæði á aðalskipulagi.
Sótt er um að breytingin verði auglýst.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Í landi Beitistaða. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.
9.
Deiliskipulag Birkiás, breyting á skilmálum
Mál nr. BH080082
031259-4449 Hallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli 1, 301 Akranes
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar kt.150550-4759 arkitekts fh. Hallfreðs Vilhjálmssonar, varðandi breytingu á deiliskipulagsskilmálum eldri skilmála í Birkiási.
Í landi Kambshóls. Nefndin tekur jákvætt í erindið en leggur til að skilmálar verði endurskoðaðir í heild sinni og öryggismál endurskoðuð um leið.
10.
Deiliskipulag Eyrarskógar, breyttir skilmálar
Mál nr. BH080079
520606-0410 Eyrarbyggð ehf, Eyri, 301 Akranes
Erindi Hjördísar Benediktsdóttur og Jóns Eggertssonar f.h. Eyrarbyggðar ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagsskilmálum eldri skilmála í Eyrarskógi.
Í landi Eyrar. Nefndin tekur jákvætt í erindið en leggur til að skilmálar verði endurskoðaðir í heild sinni og öryggismál endurskoðuð um leið.
11.
Vík 133727, skipting lands
(00.0640.00)
Mál nr. BH080013
040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranes
Erindi Daníels um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings.
Meðfylgjandi umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðar ríkisins.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
12.
Þórisstaðir 133217, deiliskipulag
(00.0600.00)
Mál nr. BH080078
710881-0229 Starfsmannafélag Ísl. Járnblfél, Grundartanga, 301 Akranes
Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts fh. starfsmannafélags Grundartanga að deiliskipulagi Túnfótar í landi Þórisstaða.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Brunahana vantar inn á teikningu og staðsetningu rotþróar. Lýsing, loftnet og móttökudiskar séu lítt áberandi. Nefndin heimilar skipulag- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna, að gættum breytingum, að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar