Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

58. fundur 07. maí 2008 kl. 16:45 - 18:45

 Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Daníel Ottesen, Magnús Ingi Hannesson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Aðalvík 211189, nýtt sumarhús
(00.0181.00)
Mál nr. BH080054
Umsókn Kristins um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Loga Más Einarssonar arkitekts.
Stærð sumarhúss: 85,2 m2 - 305,8 m3
Stærð bílgeymslu: 53,0 m2 - 170,7 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 26.141,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 64.000,-
Mælingargjald 2 úts. kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
_______________________________
Heildargjöld kr.: 192.041,-
Erindið er samþykkt
2.
Bekansstaðir 133622, klæðning húss að utan
(00.0120.00)
Mál nr. BH080056
310838-4899 Anna Margrét Þóroddsdóttir, Bekansstöðum, 301 Akranes
Umsókn Önnu Margrétar um heimild til þess að klæða íbúðarhúsið að utan með álklæðningu í samræmi við meðfylgjandi úttekt á burðarþoli klæðningar gerðri af Bjarna O.V. Þóroddssyni.
Gjöld kr.: 6.400,-
Erindið samþykkt
3.
Bjartakinn 10, sumarhús
Mál nr. BH070100
020474-3439 Jón Páll Halldórsson, Miðstræti 3, 101 Reykjavík
Umsókn Jóns Páls um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts.
Stærð húss: 107,6 m2 - 362,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 29.574,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 64.000,-
Mælingargjald 2 úts. kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
_______________________________
Heildargjöld kr.: 195.474,-
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið reynist umsögn Skipulagsstofnunar jákvæð.

4.
Litla Lambhagaland 133640, nýtt íbúðarhús
(00.0350.01)
Mál nr. BH080060
130347-4529 Sigurjón Sigurðsson, Smáraflöt 3, 300 Akranes
Umsókn Sigurjóns um heimild til þess að reisa íbúðarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærð húss: 125,5 m2 - 453,0 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 35.392,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 64.000,-
Mælingargjald 2 úts. kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
_______________________________
Heildargjöld kr.: 201.292,-
Erindið samþykkt
5.
Stóri-Lambhagi 2B 175751, breytt útlit
(00.0440.01)
Mál nr. BH080055
200759-5169 Arnbjörg Jónsdóttir, Stóra-Lambhaga 2, 301 Akranes
Umsókn Arnbjargar um heimild til þess að breyta gluggum og þar með útliti hússins eins fram kemur á meðfylgjandi myndum.
Gjöld kr.: 6.400,-
Erindið samþykkt
Önnur mál
6.
Frumvarp til laga, fjáraukalög
Mál nr. BH080057
Erindi Fjárlaganefndar alþingis varðandi umsögn um frumvarp til fjáraukalaga 148. mál.
Skjal á vef alþingis: www.althingi.is/altext/135/s/0158.html
Nefndin tekur jákvætt í erindi frumvarpsins.
7.
Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti
(00.0380.70)
Mál nr. BH070155
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Áður frestuðu erindi Atlantsolíu, varðandi auglýsingaskilti á spennistöð.
Nefndin synjar erindi bréfritara.
Skipulagsmál
8.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
1. Erindi Þorvaldar Magnússonar og Brynju Þorbjörnsdóttur dags. 12. apríl 2008, varðandi breytta landnotkun í landi Kalastaða.
2. Erindi Salvarar Jónsdóttur dags. 29. apríl 2008, varðandi gerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
3. Erindi Guðmundar Hall Motel Venusi dags. 30. apríl 2008, varðandi breytta landnotkun.
4. Erindi Marteins Njálssonar og stefáns Ármannssonar um legu reiðvega í sveitarfélaginu
5. Erindi Ólafar Húnfjörð Samúelsdóttur varðandi reiðleiðir sunnan Akrafjalls.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

9.
Brekka 133161, breyting á deiliskipulagi
(00.0140.00)
Mál nr. BH080059
560506-1470 Brekkmann ehf, Brekku 1, 301 Akranes
Erindi Landlína fh. Brekkmanns ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Brekku Hvalfjarðarsveit.
Óskað er eftir því að breytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Erindinu frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar til hönnuðar.
10.
Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag
(00.0485.05)
Mál nr. BH080058
471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.
Óskað er eftir því að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Erindinu frestað, tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi
11.
Skipulagsmál, námur, Hólabrú
Mál nr. BH080021
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 23. apríl 2008 varðandi Ákvörðun um tillögu að mastáætlun vegna efnistöku úr Hólabrú Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20  

Efni síðunnar