Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

56. fundur 09. apríl 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi
1.
Laxárbakki, stöðuleyfi sölugáms
Mál nr. BH080041
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um endurnýjun á stöðuleyfi sölubúðar, sem veitt var fyrst 18. maí 2005.
Óskað er eftir leyfi til tveggja ára.
Afgreiðslu frestað. Óstaðfest er um lóðarmörk. Byggingafulltrúa falið að hafa samband við lóðarhafa.
2.
Laxárbakki, stöðuleyfi vinnubúða
Mál nr. BH080040
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um endurnýjun á stöðuleyfi vinnubúða, sem veitt var fyrst 16. september 2005.
Óskað er eftir leyfi til tveggja ára.
Gjöld kr.: 6.400.00
Stöðuleyfi framlengt í 1 ár.
3.
Skipanes 133793, stöðuleyfi aðflutts húss
(00.0500.00)
Mál nr. BH070129
200266-5369 Stefán Gunnar Ármannsson, Skipanesi, 301 Akranes
Umsókn Stefáns um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir tvo aðfluttan vinnuskúra sem veitt var fyrst 25. september 2007.
Skúrarnir eru geymdir norðan verkstæðishúss á iðnaðarlóð
Gjöld kr.: 6.042,-
Stöðuleyfi framlengt í eitt ár.

Byggingarleyfis umsóknir
4.
Kúhalli 4, nýr sumarbústaður
(60.0200.40)
Mál nr. BH060090
500602-3090 Gísli Stefán Jónsson ehf, Stillholti 7, 300 Akranes
Umsókn Gísla um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vilhjálms Þorlákssonar tæknifræðings.
Stærð húss: 158,7 m2 - 515,2 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 39.360,-
Úttektargjald 10 útt. kr.: 64.000,-
Mælingargjald kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
________________________________________
Heildargjöld kr.: 205.240,-
Erindið er talið vera í samræmi við skipulag. Samþykkt.
5.
Sjávartröð 7, breytt notkun.
(51.2100.70)
Mál nr. BH080031
080830-2469 Trausti Jónsson, Holtsflöt 6, 300 Akranes
Óskað eftir að breyta skráningu matshluta 01 úr sumarbústað í aukahús/ geymsla.
Gjöld kr.: 6.400,-
Afgreiðslu frestað.
Önnur mál
6.
Frumvarp til laga, um breytingu á skipulags- og byggingarlögum
Mál nr. BH080029
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 18.mars 2008 varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 13. mars þar sem óskað er umsagna um frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum 434. mál.
Frumvarpið má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0691.html
Formanni og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
7.
Frumvarp til laga, um mannvirki
Mál nr. BH080034
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 6.mars 2008 varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 26. febrúar þar sem óskað er umsagna um frumvarp til laga um Mannvirki 375. mál.
Frumvarpið má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0617.html
Formanni og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa umsögn.

8.
Frumvarp til laga, um skipulagslög
Mál nr. BH080035
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 6.mars 2008 varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 26. febrúar þar sem óskað er umsagna um frumvarp til laga um skipulagslög 374. mál.
Frumvarpið má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0616.html
Formanni og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
9.
Fumvarp til laga, um breytingu á lögum um brunavarnir
Mál nr. BH080036
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 4.mars 2008 varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 26. febrúar þar sem óskað er umsagna um frumvarp til laga um Brunavarnir 376. mál.
Frumvarpið má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0618.html
Formanni og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
10.
Tillaga til þingsályktunar, um hagkvæmni lestarsamgangna
Mál nr. BH080037
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 6.mars 2008 varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 26. febrúar þar sem óskað er umsagna um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmni lestarsamgangna. 402. mál.
Tillöguna má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0650.html
Formanni og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa umsögn.
Skipulagsmál
11.
Aðalskipulag, breyting vegna Melahverfis
Mál nr. BH080043
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna deiliskipulags Melahverfis.
Aukinn þéttleiki byggðar
Verslunar og þjónustukjarni við innkomu í hverfið.
Lagt er til við sveitarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
12.
Aðalskipulag, breytt landnotkun hluta Lísuborga
Mál nr. BH080038
441200-2340 Landlínur ehf, Jaðri 2, 311 Borgarnes
Erindi Ullu R. Pedersen landslagsarkitekts, dags. 31. mars 2008, varðandi breytta notkun hluta lands Lísuborga í landi Hafnar
Erindinu er vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

13.
Aðalskipulag, göngu-, hjólastígar
Mál nr. BH080032
250353-3919 Jónína Guðmundsdóttir, Lækjarmel 1, 301 Akranes
Erindi Jónínu varðandi göngu-, og hjólastíga og útivistarsvæði við Eiðisvatn.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en því er vísað til endurskoðunar aðalskipulags. Landið er í eigu margra aðila sem leita þarf samkomulags við.
14.
Aðalskipulag, breytt landnotkun hluta lands Efra- Skarðs
Mál nr. BH080039
260760-2389 Jón Þórarinsson, Efra-Skarði, 301 Akranes
Erindi landeiganda Jóns Þórarinssonar og Birnu Maríu Antonsdóttur, dags. 17. mars 2008, varðandi breytta notkun hluta lands Efra- Skarðs.
Erindinu er vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
15.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Formaður greinir frá vinnufundi með starfsmönnum Landlína sem haldinn var 2. apríl s.l. og rætt um næstu skref.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
16.
Ás 133730, Náma inná aðalskipulag
(00.0100.00)
Mál nr. BH080030
091252-2799 Sigurbjörn Þ Guðmundsson, Ási, 301 Akranes
Umsækjandi óskar eftir að náma sem sýnd er á meðfylgjandi uppdrætti við afleggjarann að Ási verði sett inná aðalskipulag sem er í vinnslu. Í erindinu er tekið fram að sótt verið um framkvæmdaleyfi eins og lög gera ráð fyrir.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
17.
Litla Lambhagaland 133640, Umsókn um breytta notkun lóðar.
(00.0350.01)
Mál nr. BH080028
130347-4529 Sigurjón Sigurðsson, Smáraflöt 3, 300 Akranes
Umsækjandi sækir um breytta notkun lóðar að Litla Lambhaga í einbýlishúsalóð. Umsækjandi er eigandi lóðarinnar og hefur i hyggju að leggja fram teikningu að nýju íbúðarhúsi á lóðinni.
Núverandi sumarbústaður verði nýttur sem geymsla.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Því er beint til umsækjanda að skila inn fullnægjandi teikningum að íbúðarhúsi.
18.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Næstu skref, vegna deiliskipulags Melahverfis.
Umræður um staðsetningu rotþróar. Nefndin telur rétt að stefnt verði að einni rotþró. Fram lagðir punktar um næstu skref í skipulagsferlinu.

19.
Skipanes 133793, leiðréttur afstöðuuppdráttur
(00.0500.00)
Mál nr. BH080008
200266-5369 Stefán Gunnar Ármannsson, Skipanesi, 301 Akranes
Lagður fram endurskoðaður uppdráttur af landi Skipaness 2.
Fjarlægð byggingarreits endurskoðað með tilliti til landbrots.
Lagt fram.
20.
Skipulagsmál Faxaflóahafna, vestursvæði
Mál nr. BH060011
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis Grundartanga vestursvæðis.
Lagt fram til kynningar.
21.
Svæðisskipulag, höfuðborgarsvæðis 2001-2024
Mál nr. BH080033
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi umsögn skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis 2001-2024
Nefndin telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við breytinguna.
22.
Vatnaskógur, Lindarrjóður 133498, deiliskipulag
(50.0000.20)
Mál nr. BH080024
521182-0169 Skógarmenn KFUM, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts hjá Arkform fh. Skógarmanna KFUM varðandi tillögu að deiliskipulagi Vatnaskógar.
Óskað er eftir því að tillagan verði tekin fyrir og samþykkt verði að auglýsa hana samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
23.
Vík 133727, skipting lands
(00.0640.00)
Mál nr. BH080013
040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranes
Erindi Daníels um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings.
Meðfylgjandi umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðar ríkisins.
Umsagnaraðilar hafa ekki gert athugasemdir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Framkvæmdarleyfi
24.
Kúludalsá 133701, Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malarnámu.
(00.0380.00)
Mál nr. BH080027
020750-7319 Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá 1, 301 Akranes
Umsækjandi sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í malarnámu Kúludalsár. Úr námu sem hafin var efnistaka úr árið 1990.
Með erindi er lauslegur uppdráttur af námusvæðinu.
Ekki koma fram áætlanir um efnismagn eða stærð svæðisins. Bent er á að efnistaka umfram 50.000 m3 eða 2,5 ha er matsskylt skv. lögum um umhverfismat. Afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

Efni síðunnar