Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

54. fundur 27. febrúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Fögruvellir 1, nýtt fjölbýlishús
(26.1500.10)
Mál nr. BH080016
530289-1339 JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
190960-3319 Ólafur Ástgeirsson, Eskihlíð 29, 105 Reykjavík
Umsókn Ólafs Ástgeirssonar fh. JB byggingarfélags um heimild til þess að reisa 20 íbúða fjölbýlishús við Fögruvelli 1. samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Björns Skaptasonar.
Stærð húss: 2.094,5 fm. og 6.508,6 rm.
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald: 422.912
Mælingagjald: 105.500
Úttektargjald: 128.000
Lokaúttektargjald: 178.500
------------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld: 834.912
Frestað, leiðréttir uppdrættir hafa ekki borist
2.
Fögruvellir 2, nýtt fjölbýlishús
(26.1500.20)
Mál nr. BH080017
530289-1339 JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Umsókn Ólafs Ástgeirssonar fh. JB byggingarfélags um heimild til þess að reisa 12 íbúða fjölbýlishús við Fögruvelli 2. samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Björns Skaptasonar.
Stærð húss: 1.471,5 fm. og 4.465,3 rm.
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald: 292.160
Mælingagjald: 105.500
Úttektargjald: 96.000
Lokaúttektargjald: 107.100
------------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld: 779.260
Frestað, leiðréttir uppdrættir hafa ekki borist

3.
Laxárbakki, breytt notkun húsa og viðbygging
Mál nr. BH080018
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Umsókn Ingvars Þ Gunnarssonar f.h Leigufélagsins Vattar ehf um heimild til þess að breyta notkun húss og gera 19 íbúðir og veitingasal að Laxárbakka, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en getur ekki veitt heimild til þess að snyrtingar verði undir lágmarksstærðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt krefst nefndin brunatæknilegrar hönnunar fyrir húsið. Afgreiðslu frestað.
4.
Litli-Sandur olíustöð, endurbygging stjórnstöðvar
(38.0000.60)
Mál nr. BH080023
Endurbygging stjórnstöðvar sem eyðilagðist í vetur vegna óveðurs, færsla á núverandi girðingu við dæluhús og uppsetning girðingar til lokunar á hafnarsvæði sbr. meðfylgjandi uppdrætti Hjartar Stefánssonar.
Gjöld kr.: 25.600,-
Nefndin heimilar endurbyggingu stjórnstöðvar og uppsetningar girðingar á hafnarsvæði, og stækkun girðingarsvæðis við dælustöð.
Umsögn Vegagerðar ríkisins liggur fyrir.
5.
Skipanes 2, Nýtt hús
(00.0501.00)
Mál nr. BH080019
200266-5369 Stefán Gunnar Ármannsson, Skipanesi, 301 Akranes
Umsókn Stefáns G Ármannssonar um heimild til að reisa nýtt íbúðarhús að Skipanesi 2 samkvæmt meðfylgjandi
uppdráttum Vilhjálms Þorlákssonar tæknifræðings.
Stærð húss:
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald: 22.272
Mælingagjald: 66.200
Úttektargjald: 12.800
Lokaúttektargjald: 35.700
-----------------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld: 136.972
Samþykkt
Önnur mál
6.
Vegagerð, Innnesvegur nr. 503
Mál nr. BH080020
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Frumdrög skýrslu V.S.Ó um Innnesveg (503)
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsmál
7.
Brekka 133161, deiliskipulag
(00.0140.00)
Mál nr. BH070102
190157-4239 Úrsúla Árnadóttir, Einigrund 17, 300 Akranes
Umsókn Úrsúlu um heimild til þess að breyta byggingarskilmálum sumarbústaðahverfis við Brekku, sbr. meðfylgjandi bréf dags. 23. júlí 2007.
Erindið var grenndarkynnt aðliggjandi lóðahöfum samkv. 2 mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Allir eigendur hafa undirritað breytinguna athugasemdalaust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt
8.
Skipulagsmál, námur, Hvalfjörður
Mál nr. BH080022
Efnistaka Björgunar ehf. af hafsbotni í Hvalfirði. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun.
Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun.
9.
Skipulagsmál, námur, Hólabrú
Mál nr. BH080021
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi um drög að matsáætlun fyrir Hólabrú í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun. Ása Helgadóttir vék af fundi meðan erindið var til umfjöllunar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

Efni síðunnar