Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

48. fundur 21. nóvember 2007 kl. 19:30 - 21:30

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulagsmál
1.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umræður um tillögur VSÓ að fyrsta áfanga, sem lagðar voru fram á síðasta fundi.
Minnispunktar frá formanni umhverfis- og náttúruverndarnefndar dagsettir 19. nóvember 2007 lagðir fram.
Nefndin leggur til að tillaga 1. verði unnin áfram og að hámarksnýting miðist við 15 íbúðir á ha. Hlutfall einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsa verði um það bil, E=50%, P=15%, R= 15% F=20% og möguleiki verði á að skipta áfanganum í tvennt.
Núverandi göngustígar í eldra hverfi framlengdir og svæðið verði afmarkað með göngustíg að utanverðu.
Önnur vegtengingin verði færð til móts við Innrimel.
2.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Áframhald skipulagsvinnu.
Formaður skýrði frá fundi með Landlínum, þar sem gengið var frá samningi um lúkningu á aðalskipulagsvinnu Hvalfjarðarsveitar.
Verklok eru fyrirhuguð í september 2008.
Jón Haukur skýrði frá heimsókn sinni til Landmælinga ríkins og þá möguleika á að nýta sérkort þeirra í aðalskipulagsgerð td. varðandi vegi, göngu- og reiðleiðir fornar og nýjar.
Formanni nefndarinnar og Jóni Hauki falið að kanna nánar þessa möguleika.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:10

Efni síðunnar