Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

47. fundur 14. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi
1.
Stóraholt 1 Arkarlæk, stöðuleyfi
(00.0100.10)
Mál nr. BH070145
240258-3589 Pála Svanhildur Geirsdóttir, Stóraholti 1, 301 Akranes
Umsókn Pálu Geirsdóttur um heimild til þess að reisa bílskýli til bráðabirgða eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu.
Nefndin tekur jákvætt í að umsækjandi reisi bílgeymslu á lóðinni, en gerir kröfu um að útlit byggingarinnar falli að útliti þeirra bygginga sem fyrir eru. Afgreiðslu er því frestað.
Byggingarleyfis umsóknir
2.
Fornistekkur 2, nýtt sumarhús
(10.0100.20)
Mál nr. BH070152
210552-2279 Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, Spítalastíg 1a, 101 Reykjavík
Umsókn Önnu um heimild til að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vilhjálms Þorlákssonar kt. 270733-2559, tæknifræðings.
Stærðir: 56,0 m2 - 159,6 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 15.805,-
Úttektargjöld 8 aðkomur kr.: 48.336,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 160.389,-
Erindið er í samræmi við skipulagsskilmála. Samþykkt.
3.
Hagamelur 7, niðurrif húss
(21.9000.70)
Mál nr. BH070153
040172-4679 Ívar Gestsson, Hagamel 7, 301 Akranes
Umsókn Ívars um heimild til þess að rífa íbúðarhúsið, vegna skemmda.
Erindið er samþykkt af hálfu nefndarinnar. Umsækjanda er bent á að hafa samráð við veðhafa.

Fyrirspurn
4.
Kúhalli 16, sumarhús
(60.0201.60)
Mál nr. BH070141
110172-4199 Jónas Ingi Ragnarsson, Hofteigi 40, 105 Reykjavík
Erindi Jónasar varðandi túlkun á byggingarskilmálum í Kúhalla, sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin óskar eftir nánari útfærslu hugmynda umsækjenda. Afgreiðslu er frestað.
Önnur mál
5.
Áshamar/Akrakotslandi, breytt lóðarmörk
(00.0100.04)
Mál nr. BH070148
051153-3679 Erling Þór Pálsson, Áshamri, 301 Akranes
Erindi Erlings dags. 22.10.2007, varðandi stækkun lóðar Áshamars.
Meirihluti nefndarinnar hafnar umbeðnum landskiptum á Akrakotslandi nr. 133678 og sameiningu við land nr. 195726. Land nr. 133678 er núna skilgreint sem landbúnaðarland. Umrædd spilda er um það bil 10 m á breidd og um það bil 3300 m2 að flatarmáli. Hafa ber í huga að veghelgunarsvæði er 15 m frá miðlínu vegar sbr. 33. gr. vegalaga nr. 45/1994. Nefndin telur ekki fram komin nægjanleg rök fyrir umræddri skiptingu lands og að ekki hafi verið sýnt fram á tilgang með skiptingunni. Ákvarðanir skipulags- og byggingarnefnd eru kæranlegar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála skv. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
6.
Beitistaðir 133732, auglýsingaskilti
(00.0140.00)
Mál nr. BH070144
171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Tindaflöt 5, 300 Akranes
Bréf Sæmundar, varðandi uppsetningu á auglýsingaskilti á hlöðuvegg.
Lagt fram til kynningar. Nefndin brýnir fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa að fara gaumgæfilega yfir stöðu auglýsingarskilta í sveitarfélaginu.
7.
Grundartangahöfn, frárennslismál
(00.0470.03)
Mál nr. BH070149
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Minnisblað um fund með fulltrúum Faxaflóahafna þann 8 nóvember varðandi frárennslismál.
Lagt fram til kynningar.
8.
Höfn 2 174854, auglýsingaskilti
(00.0287.00)
Mál nr. BH070147
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa til Guðmundar, varðandi auglýsingaskilti í Hafnarskógi við þjóðveg 1.
Nefndin fer fram á að skipulags- og byggingarfulltrúi undirbúi að fjarlægð verði auglýsingaskilti sem uppi eru án heimildar.
2
9.
Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti
(00.0380.70)
Mál nr. BH070155
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Viðræður skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðahafa um auglýsingaskilti á spennistöð.
Nefndin fer fram á að skipulags- og byggingarfulltrúi undirbúi að fjarlægð verði auglýsingaskilti sem uppi eru án heimildar.
10.
Ytri Hólmur III 177065, breytt heiti
(00.0320.01)
Mál nr. BH070146
091243-2619 Anton Guðjón Ottesen, Ytra-Hólmi 2, 301 Akranes
umsókn Antons um heimild til þess að breyta heiti lóðarinnar úr Ytri Hólmur III í Ytri Hólmur
Erindið er samþykkt. Daníel vék af fundi undir afgreiðslu erindisins.
Skipulagsmál
11.
Aðalvík 211189, Umsókn um hús samkvæmt br.b ákvæði 3. tl.
(00.0181.00)
Mál nr. BH070134
171152-3649 Kristinn L Aðalbjörnsson, Nökkvavogi 50, 104 Reykjavík
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 7. nóvember 2007 varðandi umsókn Kristins um heimild til þess að reisa einbýlishús á landinu samkvæmt bráðabirgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga 3. tl. og meðfylgjandi uppdráttum.
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhaldsvinnslu erindisins.
12.
Dragháls 133163, breytt landnotkun
(00.0160.00)
Mál nr. BH070150
260842-4719 Grétar Sveinsson, Miðvangi 114, 220 Hafnarfjörður
450400-3510 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Erindi Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts fh. Grétars Sveinssonar landeiganda Dragháls,varðandi breytta landnotkun á hluta lands Dragháls úr landbúnaðarnotkun í Frístundabyggð.
Breytingin óskast auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Umrætt svæði er á skilgreindu vatnsverndarsvæði, merktu nær- og fjærsvæði. Nefndin vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og náttúrverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar og til umsagnar heilbrigðisnefndar Vesturlands.
13.
Lambhagi 5, breytt landnotkun
(00.0340.05)
Mál nr. BH070151
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
190335-2679 Steinar Marteinsson, Gullengi 29, 112 Reykjavík
Erindi Sveitarstjórnar frá 31. fundi sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar, varðandi breytta notkun á landi Steinars úr landbúnaðarnotkun í íbúðasvæði.
Erindinu er vísað til umfjöllunar við endurskoðun aðalskipulags.

14.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Afmörkun og vinna við drög að deiliskipulagi Melhverfis á grundvelli rammaskipulags V.S.Ó.
Umræða um tillögur V.S.Ó að deiliskipulagi.
Smári Johnsen og Fríða Eðvarðsdóttir frá VSÓ mættu á fundinn og gerðu grein fyrir vinnu sinni fyrir nefndina. Viku frá.
15.
Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás
(00.0420.00)
Mál nr. BH060032
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 26. október 2007 móttekið 7. nóvember 2007 varðandi umsögn um fyrirhugaða útrás frá svínabúi Stjörnugrís hf.
Skipulags- og byggingarfulltrúi greinir frá því að hann hafi fengið upplýsingar frá rekstraraðila um að þau gögn, sem óskað er eftir í bréfi Umhverfisstofnunar, séu ekki til. Nefndin ákveður að endurnýja fyrirspurn til Umhverfisstofnunar miðað við að starfsleyfi sé fullnýtt.
16.
Skipulagsmál, vatn
Mál nr. BH070154
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu vegna vatnsveitu frá Bugalæk í landi Leirárgarða.
Nefndin mælir með við sveitarstjórn að farið verði í undirbúning aðalskipulagsbreytingar.
17.
Höfn 2 174854, Breyting á aðalskipulagi
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Bréf Skipulagðsstofnunar dags. 8. nóvember 2007 varðandi óverulega breytingu á aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við landeiganda og hönnuði um framhaldsvinnu málsins.

Framkvæmdarleyfi
18.
Skógræktarsvæði- Slag, moldartippur
(00.0395.00)
Mál nr. BH070077
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranes
Umsókn Þorvaldar Vestmann fh. Akraneskaupstaðar um heimild til framkvæmda við að nýta land undir moldarjarðveg sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Gjöld kr. 24.168,00.
Erindið er í samræmi við fyrri ákvarðanir og er samþykkt.
19.
Litli-Sandur 133532, dýpkun við legufæri
(00.0482.00)
Mál nr. BH070156
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Erindi Gests Guðjónssonar fh. Olíudreifingar ehf. dags. 14. nóvember 2007 um leyfi til að dýpka í kring um legufæri hafnarinnar hafnarinnar.
Gjöld kr. 24.168,00.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45

Efni síðunnar