Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

42. fundur 26. september 2007 kl. 16:00 - 18:00

Jón Haukur Hauksson, Björgvin Helgason, Magnús Ingi Hannesson, Sigurgeir Þórðarson, Bjarni Rúnar Jónsson.

Stöðuleyfi
1.
Skipanes 133793, stöðuleyfi
(00.0500.00)
Mál nr. BH070129
200266-5369 Stefán Gunnar Ármannsson, Skipanesi, 301 Akranes
Umsókn Stefáns um stöðuleyfi fyrir tvo aðfluttan vinnuskúra.
Skúrarnir verða geymdir norðan verkstæðishúss á iðnaðarlóð
Gjöld kr.: 6.042,-
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. mars. 2008
Byggingarleyfi
2.
Bjarkarás 10, sumarhús
(14.0001.00)
Mál nr. BH070126
280249-3789 Eiríkur H Sigurgeirsson, Vesturbrún 2, 845
Umsókn Eiríks um heimild til þess að reisa nýtt sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Reynis Sæmundssonar kt. 010656-5759 arkitekts.
Stærðir: 149,3 m2 - 491,2 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 35.720,-
Úttektargjöld 10 aðkomur kr.: 60.420,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 192.388,-
Erindið er í samræmi við deiliskipulag.
Samþykkt

3.
Litla-Fellsöxl 2 191591, rif timburhúss og endurbygging
(00.0360.02)
Mál nr. BH070125
240174-4729 Hreinn Heiðar Oddsson, Litlu-Fellsöxl, 301 Akranes
Umsókn Hreins Heiðars um heimild til að fjarlægja eldra einbýlishús og reisa nýtt samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sigrúnar Óladóttur kt. 110753-4119 arkitekts.
Stærðir: 378,4 m2 - 1.469,8 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 94.847,-
Úttektargjöld 12 aðkomur kr.: 72.504,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 263.599,-
Samþykkt, enda verði eldra hús fjarlægt, þegar hið nýja verður tekið í notkun.
4.
Litli-Sandur olíustöð, hækkun þróa, brunavarnalagnir, gufusöfnunarbúnaður
(38.0000.60)
Mál nr. BH070124
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Umsókn Árna Ingimundarsonar fh. Olíudreifingar ehf. um heimild til þess að hækkar veggi lekavarnarþróar og koma fyrir brunvarnalögnum og gufusöfnunarkerfi samanber meðfylgjandi uppdrættir Hjartar Stefánssonar verkfræðings hjá VBjarg ehf. verkfræðistofu.
Gjöld kr.: 6.042,-
Samþykkt
5.
Melar 133788, hreinsivirki/ skiljubúnaður
(00.0420.00)
Mál nr. BH070123
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
240271-4199 Geir Gunnar Geirsson, Byggðarholti 20, 270 Mosfellsbær
Umsókn Geirs Gunnars Geirssonar kt. 240271-4199 um heimild til þess að reisa hreinsivirki milli svínahúsa og safntanks ásamt plani fyrir þurrefni og byggja skýli yfir vélbúnað á milli svínahúsa samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Þráins Víkings ehf.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Samþykkt.
Framkvæmdarleyfi
6.
Skorholt 133795, fjarskiptamastur og tækjaskúr
(00.0520.00)
Mál nr. BH070130
640100-2060 IP-fjarskipti ehf, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík
Umsókn Jóns Þ. Jónssonar fh. IP- fjarskipta um heimild til þess að setja upp fjarskiptamastur, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Leirár- og Melahrepps.
Samþykkt. Umsækjandi leggi fram samning við landeiganda. 2
Önnur mál
7.
Brekka 133161, skipting lands
(00.0140.00)
Mál nr. BH070128
560506-1470 Brekkmann ehf, Brekku 1, 301 Akranes
Umsókn Guðna Á Gunnarssonar fh. Brekkmanns ehf. um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt. Nefndin lítur svo á að lína sé á milli punkta nr. 3 og 4 og á milli punkta nr. 13 og 14 yfir núverandi vegsvæði.
8.
Höfn 133742, skipting lands
(00.0280.00)
Mál nr. BH070105
030955-4209 Ólafína Ingibjörg Palmer, Höfn, 301 Akranes
Umsókn Ólafínu um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Samþykkt.
9.
skipulag, aðstaða fyrir mótorkrossbraut
Mál nr. BH070131
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjóra, þar sem framsent er erindi Eiðs Rafns Heiðaskóla, varðandi aðstöður fyrir mótorkrossbraut.
Nefndin telur sig ekki geta orðið við erindinu. Nefndin veit ekki til þess að sveitarfélagið eigi land til umráða, sem hægt væri að koma slíkri braut fyrir á og telur ekki rétt að undirbúa skipulagningu slíks án þess að fyrir liggi frumkvæði einhvers landeiganda.

Skipulagsmál
10.
Aðalskipulag, þynningarsvæði
Mál nr. BH070132
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi íbúa til Umhverfisstofnunar um endurmat á þynningarsvæði við Grundartanga.
Lagt fram til kynningar. Erindinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
11.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
1. Samantekt sameiginlegra funda með sveitarstjórn.
2. Fyrstu drög af fyrirhugaðri staðsetningu seinni ganga, Hvalfjarðargangna.
Ákveðið að taka málefnið fyrir á sérfundi.
Fyrstu drög að legu nýrra Hvalfjarðarganga lögð fram.

12.
Deiliskipulag Fornistekkur, Bjarteyjarsandi, breyttir skilmálar
Mál nr. BH070068
050848-2649 Sigurjón Guðmundsson, Bjarteyjarsandi 2, 301 Akranes
Tillaga að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir Fornastekk, Bjarteyjarsandi, sem samþykkt var einróma á aðalfundi félags sumarbústaðaeigenda að Bjarteyjarsandi.
Tillagan var grenndarkynnt eigendum lóða við Fornastekk alls 45 aðilum.
Ein athugsemd barst frá lóðarhöfum Fornastekks 22.
Ákveðið er að skipulags- og byggingarfulltrúi undirbúningi svar við erindinu fyrir næsta fund.
13.
Grundartangaland verksmiðja 133675, skipulagsmál
(31.0000.20)
Mál nr. BH070108
640675-0209 Íslenska járnblendifélagið ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Erindi Ingimundar Birnis forstjóra Járnblendifélagsins ehf. varðandi svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn félagsins um málsmeðferð varðandi eftirvinnslu kísiljárns.
Nefndin lítur svo á að frekar uppbygging á lóð Járnblendisfélagsins kalli á endurskoðun á deiliskipulagi lóðarinnar, það er að segja eftir að þær byggingar sem nú eru smíðum eru fullgerðar.
Nefndin kallar eftir því að brunavarnaáætlun, sem hefur verið til endurskoðunar samfara þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað, verði skilað inn til nefndarinnar til umsagnar, áður en að lokaúttekt kemur.
14.
Höfn 2 174854, Breyting á aðalskipulagi
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar og Margrétar um heimild til þess að stækka námasvæði til vesturs sbr. meðfylgjandi uppdráttur Landlína.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Nefndin telur að betra sé að námusvæðið verið notað í suðuvestur eins og landeigendur fara fram á. Svæði norðar í námunni hefur ekki verið fullnýtt, en vinnsla þeim megin er meira áberandi. Minni umhverfisáhrif eru talin verða af nýtingu á þann hátt sem landeigendur hafa óskað eftir og breytingin miðar að.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00


Efni síðunnar