Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

38. fundur 22. ágúst 2007 kl. 16:00 - 18:00

 Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi
1.
Litli-Sandur Olíustöð 133532, stöðuleyfi
(56.0000.10)
Mál nr. BH070024
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Stöðuleyfi olíutanks útrunnið.
Engin viðbrögð af hálfu Olíudreifingar ehf.
Þar sem Olíudreifing ehf. hefur ekki orðið við tilmælum nefndarinnar að fjarlægja olíutank úr fjöru Litla- Sands leggur nefndin til við sveitarstjórn að Olíudreifing ehf verði beitt dagsektum sbr. 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að upphæð kr. 20.000,- á dag frá og með deginum í dag að telja.
2.
Ytri Hólmur I 133694, stöðuleyfi
(00.0310.00)
Mál nr. BH070107
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um stöðuleyfi fyrir aðfluttan vinnuskúr.
Vinnuskúrinn standi til bráðabirgða þar sem hann stendur nú á búkkum, en endanleg staðsetning hefur ekki verið ákveðin.
Verið er að vinna teikningar og og lýsingar af skúrnum.
Gjöld kr.: 6.042,-
Stöðuleyfi samþykkt til 31. desember 2007.
Byggingarleyfis umsóknir
3.
Bjarkarás 8, Byggingarleyfi fyrir sumarhús
(14.0000.80)
Mál nr. BH070098
120359-5419 Ólafur Ingi Jóhannesson, Grenimel 5, 107 Reykjavík
160861-3479 Kolbrún Sigurðardóttir, Grenimel 5, 107 Reykjavík
Umsókn Ólafs Inga Jóhannessonar og Kolbrúnar Sigurðardóttur um byggingaleyfi fyrir sumarhús sbr. meðfylgjandi teikningum frá Ásmundi Jóhannssyni hjá Arko sf.
Stærðir: 228,4 m2 - 793,9 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 54.009,-
Úttektargjöld 15 aðkomur kr.: 90.630,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 240.887,-
Erindið er í samræmi við skipulag, samþykkt

4.
Norðurás 5, nýtt sumarhús
(46.3000.50)
Mál nr. BH070110
030438-3619 Jón Hjálmarsson, Ásfelli 2, 301 Akranes
090732-4399 Óli Jakob Hjálmarsson, Vesturbrún 3, 104 Reykjavík
Umsókn Jóns Hjálmarssonar og Óla Jakobs Hjálmarssonar um byggingaleyfi fyrir sumarhúsi skv. meðfylgjandi teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar tæknifræðings hjá Húsey ehf.
Stærðir: 61,4 m2 - 223,9 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 19.570,-
Úttektargjöld 7 aðkomur kr.: 42.294,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingargjöld kr.: 62.540,-
------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 158.112,-
Erindið er í samræmi við skipulag, samþykkt.
Önnur mál
5.
Lambhagi 2 192687, lögbýli
(00.0340.20)
Mál nr. BH070111
060965-5449 Ingunn Stefánsdóttir, Lambhaga, 301 Akranes
Umsókn Ingunnar dags. 8.8.2007 um lögbýlisrétt fyrir jörðina
Erindið er samþykkt.
Skipulagsmál
6.
Grundartangahöfn 133676, deiliskipulag
(31.0001.00)
Mál nr. BH070057
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga Faxaflóahafna að breytingu deiliskipulags Grundartangahafnar, austursvæði. Eldra deiliskipulag frá maí 2005 fellur úr gildi.
Tillagan er unnin af teiknistofu arkitekta Gylfa og félaga merkt deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis austursvæði ásamt umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
7.
Grundartangahöfn 133676, deiliskipulag
(31.0001.00)
Mál nr. BH070057
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga Faxaflóahafna að nýju deiliskipulagi Grundartangahafnar.
Tillagan er unnin af teiknistofu arkitekta Gylfa og félaga merkt deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis vestursvæði ásamt umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997


8.
Skipulagsmál, staða aðalskipulags Skilmannahrepps og Leirá- og Melahrepps
Mál nr. BH070088
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 15 ágúst 2007, þar sem aðalskipulag Skilmannahrepps og Leirár- og Melahrepps er staðfest.
Lagt fram
9.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
Yfirferð og samlestur korta
Lokið var við að fara yfir vinnuuppdrætti að aðalskipulagi. Leitað verður til ráðgjafa um frekari vinnslu á drögum að aðalskipulagsgreinargerð.
Oddviti, formaður skipulags- og byggingarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúi fóru á fund Vegagerðar ríkisins 10. ágúst 2007, þar sem m.a. var fjallað um legu þjóðvegar nr. 1 í gegnum sveitarfélagið, án þess að nokkur afstaða Vegagerðarinnar liggi fyrir um þá legu í framtíðinni. Nefndinni hefur einnig borist erindi Spalar ehf. um að tillit verði tekið til tvöföldunar Hvalfjarðargangna við endurskoðun aðalskipulags. Nefndin beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að þrýst verði á afstöðu Vegagerðarinnar eða samgönguráðuneytisins til fyrirhugaða tvöföldun (2+2) þjóðvegar nr. 1 í gegnum sveitarfélagið. Brýnt er að afstaða þessi liggi fyrir sem fyrst til að breytt veglína/vegsvæði komist inn í endurskoðað aðskipulag, sem nú er í vinnslu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar