Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

33. fundur 13. júní 2007 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi
1.
Litli-Sandur Olíustöð 133532, stöðuleyfi
(56.0000.10)
Mál nr. BH070024
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Stöðuleyfi olíutanks útrunnið.
Þar sem stöðuleyfi er útrunnið krefst nefndin brottflutnings olíutanksins fyrir 25. júní næst komandi.
Byggingarleyfis umsóknir
2.
Fornistekkur 39, sumarhús
(10.0103.90)
Mál nr. BH070063
170448-4059 Sveinn G Ágústsson, Bretlandi,
Umsókn Sveins um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ásmundar Jóhannssonar kt. 170441-4519 byggingarfræðings.
Stærðir húss 99,8 m2 og 351,6 m3
Gestahús 20,0m2 - 65,0 m3
Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi, þar sem breyttir skilmálar hafa ekki tekið gildi.
Meirihluti nefndarinnar samþykkir erindið og mælir með útgáfu takmarkaðs byggingarleyfis með því skilyrði að framkvæmdaraðili taki fulla ábyrgð á framkvæmdum að því leyti sem þeir ganga lengra en gildandi deiliskipulagsskilmálar.
Jón Haukur er andvígur leyfisveitingu á þeim grundvelli að nýjir deiliskipulagsskilmálar hafa ekki tekið gildi.
3.
Hjallholt 11, nýtt hús
(60.0301.10)
Mál nr. BH070073
040256-4319 Bjarni Einar Gunnarsson, Vesturgötu 115b, 300 Akranes
Umsókn Bjarna Einars Gunnarssonar um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Hugrúnar Þorsteinsdóttur kt. 110972-3429 arkitekts.
Stærðir húss 19,2 m2 og 48,5 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 8.971,-
Úttektargjöld 5 aðk. kr.: 30.210,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingagjald ein úts. kr. :31.270,-
---------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 104.159,-
Nefndin mælir með við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Er í samræmi við skilmála.
4.
Litli-Sandur Hvalstöð 133470, nýbygging
(38.0000.10)
Mál nr. BH070075
650169-6549 Hvalur hf,Hvalfirði, Pósthólf 233, 222 Hafnarfjörður
Umsókn Kristjáns Loftssonar um heimild til þess að reisa Ketilhús og verkstæði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur kt. 060778-3909 arkitekts.
Stærðir húss 240,0 m2 og 1.394,5 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 90.300,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 60.420,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
Mælingagjald ein úts. kr. :31.270,-
---------------------------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 215.698,-
Erindið er samþykkt. Í samræmi við skipulag.
5.
Kúludalsá 4B, nýtt hús
(00.0380.42)
Mál nr. BH070074
010682-4799 Ómar Örn Kristófersson, Kjarrmóa 20, 260 Njarðvík
Umsókn Ómars um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Gunnlaugssonar kt. 210552-2199 arkitekts.
Stærðir húss 106,3 m2 og 363,4 m3
bílgeymsla 35,8 m2 - 130,5 m3
Gjöld kr.:
Erindið er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit. Synjað.

Niðurrif
6.
Bakki 133731, rif útihúsa
(00.0120.00)
Mál nr. BH070076
101155-4129 Sigvaldi Geir Þórðarson, Bakka 2, 301 Akranes
Umsókn Sigvalda um heimild til þess að rífa eftirtalin útihús: Matshluta 09 bogaskemmu, mhl.13 haughús, mhl.14 hlöðu, mhl. 15 hlöðu, mhl. 16 fjárhús, mhl. 17 fjós með áburðarkjallara og mhl. 19 hesthús.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið ber ekki með sér samþykki þinglýsts eiganda. Frestað.
Sigurgeir vék af fundi á meðan erindið var afgreitt.
7.
Hrísabrekka 19, flutningur húss af lóð
(20.3001.90)
Mál nr. BH070078
270249-2569 Sveinbjörn Kristinn Stefánsson, Hraunbraut 10, 200 Kópavogur
Umsókn Sveinbjörns Kr. Stefánssonar um heimild til þess að fjarlægja hús af lóðinni matshluta 02.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið er samþykkt.
Önnur mál
8.
Aðalvík, stofnun lögbýlis
Mál nr. BH070071
171152-3649 Kristinn L Aðalbjörnsson, Nökkvavogi 50, 104 Reykjavík
Umsókn Kristins um heimild til þess að stofna lögbýli á landinu, sem er út úr jörðinni Galtarvík, og stunda hrossarækt o g skógrækt.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við nafngiftina Aðalvík. Erindið er samþykkt, fyrirhuguð notkun er í samræmi við skipulag. Vakin er athygli á að hluti Aðalvíkur er innan þynningarsvæðis frá iðnaðarsvæðinu við Grundartanga.
9.
Grundartangaland verksmiðja 133675, skipting lóðar
(31.0000.20)
Mál nr. BH070069
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Umsókn Faxaflóahafna um heimild til þess að skipta lóð Járnblendisins eins og fram kemur á uppdrætti Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið er samþykkt.
Skipulagsmál
10.
Deiliskipulag Fornistekkur, Bjarteyjarsandi, breyttir skilmálar
Mál nr. BH070068
050848-2649 Sigurjón Guðmundsson, Bjarteyjarsandi 2, 301 Akranes
Tillaga að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir Fornastekk, Bjarteyjarsandi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
11.
Deiliskipulag Höfn II, breyting á deiliskipulagi
Mál nr. BH070072
Tillaga Páls Björgvinssonar arkitekts hjá Teiknistofu Vesturlands fh. landeigenda, að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Hafnar II.
Tillagan gerir ráð fyrir að húsum verði fjölgað úr 34 í 93.
Lagt fram til kynningar. Byggingarfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum, m.a. um lóðarafmörkun og séreign/sameign. Minnt er á ákvæði gildandi aðalskipulags um að á náttúruminjasvæðum skuli ekki vera fleiri en tvö sumarhús á hektara. Afgreiðslu frestað.
13.
Herdísarholt 207331, deiliskipulag
(00.0480.02)
Mál nr. BH070008
291154-3959 Gunnar Hlöðver Tyrfingsson, Höfn, 301 Akranes
201055-4669 Unnur Herdís Ingólfsdóttir, Höfn, 301 Akranes
Tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts fh. landeigenda, að deiliskipulagi fyrir íbúðar- og þjónustuhúsa í Herdísarholti í landi Vallarness.
Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi ásamt 10 smáhúsum.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
14.
Narfastaðir 133790, deiliskipulag
(00.0460.00)
Mál nr. BH060109
021148-3699 Steini Þorvaldsson, Heiðarhjalla 19, 200 Kópavogur
Tillaga Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts hjá Landmótun fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Narfastaða lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 47 lóðum frá 0,4 upp 0,8 hektara að stærð.
Meðfylgjandi:
Umsögn Fornleifaverndar 30. nóvember 2006
Bréf umsækjenda varðandi vatnsöflun 17. janúar 2007
Erindi frá Vegagerð ríkisins dags. 13. febrúar 2007
Greinargerð dags. 2. maí 2007
Erindið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
15.
Melahverfi, rammaskipulag
(21.9000.00)
Mál nr. BH060084
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga V.S.Ó að rammaskipulagi Melahverfis.
Lagt fram til kynningar. Umræður.

Framkvæmdarleyfi
16.
Skógræktarsvæði- Slag, moldartippur
(00.0395.00)
Mál nr. BH070077
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranes
Umsókn Þorvaldar Vestmann fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að nýta land undir moldarjarðveg sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

Efni síðunnar