Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

26. fundur 30. apríl 2015 kl. 20:00 - 22:00

Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ægir Ottesen og Alexandra Chernyskova. Brynjólfur Sæmundsson boðaði forföll. Einnig vantaði Ingibjörgu Halldórsdóttur.

 

1.      Páskadagskrá. Samþykkt að færa 50.000 kr. af liðnum Hvalfjarðardagar yfir á Páskadagskrá vegna auglýsingakostnaðar.

2.      Verkefnastjóri Hvalfjarðardaga. JS upplýsti nefndina um hvar þau mál standa, auglýsing er tilbúin til yfirlestrar.

3.      17. júní. Formanni falið að leita eftir áhugasömum aðilum til þess að halda utan um hátíðina.

4.      100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Nefndin leggur til að í tilefni þessa tímamóta veiti sveitarfélagið starfsfólki sínu frí þann 19. júní til þess að taka þátt í hátíðarhöldum.

5.      Stefnumótunarvinna í menningar- og atvinnuþróunarmálum. Nefndin samþykkir að hefja stefnumótunarvinnu sína á fundi í maí 2015.

 

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 21.15

Efni síðunnar