Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

25. fundur 05. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00

Jónella Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Brynjar Ottesen, Brynjólfur 

Sæmundsson. Alexandra Chernyshova boðaði forföll. Ekki náðist í varamann.

1.  Þorrablót á Hlöðum - Nefndin þakkar Ungmenna- og íþróttafélaginu fyrir 

vel heppnað Þorrablót. Nefndi telur að húsnæðismálum Þorrablótsins þurfi 

að finna varanlegan farveg. 

 

2.  Erindisbréf - Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar. 

 

3.  Hvalfjarðardagar 2015 - Rætt var um framkvæmd styrkveitingar til 

Hvalfjarðardaga. Ákveðið að Jónella komi saman og stýri starfshópi um 

Hvalfjarðardaga í samstarfi við þá aðila sem eiga aðkomu að viðburðinum. 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30.

Efni síðunnar