Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

19. fundur 14. júlí 2014 kl. 20:30 - 22:30

 Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ottesen, Ingibjörg
Halldórsdóttir, Alexandra Chernyshova, Brynjólfur Sæmundsson.


Að auki var mættur Björgvin Helgason, oddviti.


Jónella Sigurjónsdóttir ritaði fundargerð.
 


1.  Kosningar


a)  Kosning formanns


Björgvin Helgason stýrði kjöri formanns. Jónella Sigurjónsdóttir var
kjörin formaður nefndarinnar.


b) Kosning varaformanns


Brynjar Ottesen var kjörinn varaformaður nefndarinnar.


c) Kosning ritara


Ingibjörg Halldórsdóttir var kjörin ritari nefndarinnar.


Að kjöri loknu vék Björgvin af fundi.


2.  Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.


Erindisbréf nefndarinnar var lagt fram.


3.  Sumarhátíð 2014


Undir þessum lið kom á fund nefndarinnar Björn Páll Fálki Valsson,
fulltrúi ferðaþjónustuaðila. Björn Páll ræddi sumarhátíðina
Hvalfjarðardaginn og upplýsti nefndina um það hvernig dagurinn hefur
farið fram undanfarin ár.
Stefnt er að því að halda sumarhátíðina Hvalfjarðardaginn helgina 29.-31. ágúst.
Nefndin mun senda út auglýsingu og óska eftir samstarfsaðilum.
Björn Páll vék af fundi kl. 21.30.
Nefndin ræddi Hvalfjarðardaginn enn frekar.

 


Fleira var ekki gert


Fundi slitið kl: 22.00

Efni síðunnar