Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

119. fundur 13. júlí 2015 kl. 11:00 - 13:00

Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari, Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Jón Rúnar 

Hilmarsson embættismaður, Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður, Dagný 

Hauksdóttir aðalmaður, Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður og Daníel Ottesen 

formaður.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

 

Eyrún vék af fundi kl.12.10.

 

1.   1506044 - Skóladagatal Heiðarskóla

 

JRH kynnti skóladagatalið fyrir nefndinni. Fræðslu- og skólanefnd leggur til 

við sveitarstjórn að samþykkja skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 

2015-2016.

 

2.   1506045 - Leikskóladagatal

 

JRH kynnti skóladagatal Skýjaborgar fyrir nefndinni. Fræðslu- og 

skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skóladagatal 

Skýjaborgar fyrir skólaárið 2015-2016.

 

3.   1506047 - Útleigureglur Heiðarskóla-drög

 

Farið yfir útleigureglur Heiðarskóla. Formanni nefndarinnar falið að gera 

breytingar á reglum er varða framleigu húsnæðisins, að þeim breytingum 

gerðum samþykkir nefndin útleigureglurnar.

 

4.   1506048 - Útleigureglur Heiðarborg - drög

 

Farið yfir útleigureglur Heiðarborgar. Reglurnar samþykktar samkvæmt 

bókun síðasta fundar nr. 118.

 

5.   1507003 - Stöðugilid í Skýjaborg 2015-2016

 

JRH kynnti starfsmannamál og stöðugildi Skýjaborgar. Fræðslu- og 

skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að auka stöðugildi í Skýjaborg um 0,4 

fyrir næsta skólaár í samráði við útreikninga verklagsreglna um barngildi, 

þar sem það er stefna sveitarfélagsins að taka inn börn frá 12 mánaða aldri 

að því gefnu að það sé laust pláss á leikskólanum. 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:40 .

Efni síðunnar