Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

118. fundur 18. júní 2015 kl. 20:15 - 22:15

Björgvin Helgason oddviti, Eyrún Jóna Reynisdóttir, Daníel Ottesen, Dagný Hauksdóttir, Björn 

Páll Fálki Valsson, Berglind Ósk Jóhannesdóttir.

1.  Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar 

 

a)  Daniel Ottesen kosinn formaður. 

b)  Dagný Hauksdóttir kosin varaformaður. 

c)  Eyrún Jóna Reynisdóttir kosin ritari. 

 

2.  Framlagt erindisbréf fræðslu og skólanefndar til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. 

 

3.  Skóladagatal Heiðarskóla

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar. 

 

4.  Leikskóladagatal

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar. 

 

5.  Skólanámsskrá leik og grunnskóla

 

Lagt fram til kynningar. 

 

6.  Drög að útleigureglum Heiðarskóla 

 

Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og skólanefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og 

samþykkir þau. 

 

7.  Drög að útleigureglum Heiðarborg

 

Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og skólanefnd samþykkir drögin en leggur til að eftirfarandi 

klása verði tekin út úr reglunum og Ungmennafélag Hvalfjarðarsveitar gerir sérstakt 

samkomulag við sveitarstjórn um útleigu á Heiðarborg: 

„Ungmennafélag Hvalfjarðarsveitar greiðir ekki leigu fyrir afnot af Heiðarborg

(Ungmennafélagið þarf að sjá til þess að nægt starfsfólk sé til að tryggja öryggi þeirra sem 

eru á þeirra vegum og leiðbeinendur séu með fullgild réttindi íþrótta- og sundvarða)“. 

 

Önnur mál: Ákveðið var að fræðslu- og skólanefndarfundir verða haldnir fjórða fimmtudag í mánuði

kl. 16: 10. 

 

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22.20 

Efni síðunnar