Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

116. fundur 25. mars 2015 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður, Eyrún Jóna 

Reynisdóttir ritari, Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Guðmundur Ólafsson 

aðalmaður, Ragna Kristmundsdóttir áheyrnafulltrúi, Jón Rúnar Hilmarsson 

embættismaður og Daniela Gross áheyrnafulltrúi.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

1.   1503003 - Mánaðarskýrsla skólastjóra

 

Skólastjóri kynnti mánaðarskýrslur Heiðarskóla.

 

2.   1503027 - Tónlistarnám í Hvalfjarðarsveit

 

Fræðslu- og skólanefnd þakkar skólastjóra bréf hans. Málefni 

tónslistarkennsku í Hvalfjarðarsveit eru nú til skoðunar í kjölfar þess að 

samning við Akraneskaupstað um tónlistarkennslu var sagt upp. Er þetta 

bréf innlegg inn í þá umræðu.

 

3.   1503028 - Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.

 

Fræðslu- og skólanefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Í þeirri vinnu hefur sérstaklega verið 

hugað að íþrótta- og tómstundaskóla og er samstarf við UMSB ein nálgun 

hvað þann málaflokk varðar. Mkilvægt er að skoða málið heildstætt og fnna 

þá lausn sem er hentugust fyrir sveitarfélagið í heild.

 

4.   1503040 - Framlag til forvarna.

 

Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að veita foreldrafélagi 

leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit kr. 125.000 til forvarnarverkefna í 

samráði við skólastjóra. Í samráði við formann fjölskyldunefndar er lagt til 

að fjármunirnir fari af fjárlagi sem merkt er förvörnum og tilheyrir 

fjölskyldunnefnd í fjárhagsáætlun 2015.

 

5.   1502001 - Afreksmannastyrkur - erindi frá Helenu Bergström.

 

Hjá sveitarfélaginu eru ekki til reglur um úthlutun styrkja til afreksmanna í 

íþróttum. Fræðslu- og skólanefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í 

íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu. Að þeirri vinnu lokinni munu 

sveitarfélagið setja slíkar reglur. 

Fræðslu- og skólanefnd fagnar því að ungt fólk hér í sveitarfélaginu nái svo 

góðum árangri að teljast til afreksfólks í íþróttagrein sinni. Slíkt er góð 

fyrirmynd og virk forvörn. Í ljósi þeirra aðstæðna að reglur um 

afreksmannastyrki hafa ekki enn verið settar þá leggur Fræðslu- og 

skólanefnd til við sveitarstjórna að veita Loga Erni Ingvarssyni styrk að 

fjárhæð kr. 50.000 vegna íþróttaiðkunar hans.

 

6.   1503039 - Könnun um þörf á frístund/dagvist eftir skóla.

 

Búið er að samþykkja að gera könnun um dagvistarúrræði. Farið yfir 

könnunina og næstu skref ákveðin.

 

7.   1502028 - Trúnaðarmál.

 

Skráð sérstaklega.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10 .

Efni síðunnar