Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

111. fundur 18. september 2014 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Jóhannesson varaformaður, Guðmundur Ólafsson aðalmaður, Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari, Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri, Helena Bergström áheyrnafulltrúi og Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi.

 

1.  140811 – Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna leikskóladvalar barns utan sveitarfélagsins.


Farið yfir upplýsingar. Beiðnin rædd. Samþykkt er að verða við beiðni umsækjanda frá því að nám hefst í október og til áramóta. Samtals 3 mánuðir. Nefndin hefur aflað sér upplýsingar um það að um staðbundið lotunám er að ræða og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Endurmenntunar HÍ hefst námið í október 2014.


Nefndin telur rétt að samþykkja ekki beiðni umsækjanda til lengri tíma þar sem ætlunin er að semja reglur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilis sveitarfélagsins. Er stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið í desember næstkomandi. Nefndin tekur fram að það að verða við beiðni umsækjanda að hluta feli ekki sér neinar skuldbindingar að hálfu sveitarfélagsins varðandi kostnaðarþátttöku árið 2015.


2.  1909026 – Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna leikskóladvalar barns utan sveitarfélagsins.


Beiðnin rædd. Á grundvelli þess að um viðkvæmar upplýsingar er að ræða er sú ákvörðun tekin að bóka um ákvörðun þess máls í trúnaðarbók.


3.  1409027 – Afreksstyrkir Hvalfjarðarsveitar.


Drög um afreksstyrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar rædd. Formanni og ritara er falið að skoða afreksstyrktarsjóði annarra sveitarfélaga og setja fram önnur drög.

4.  1409025 – Almenn umræða um stefnu í tómstunda- og æskulýðsmálum.

 
Samþykkt er að Birni Fálka sé falið að fara í grunnvinnu og taka fyrsta skref til að afla gagna varðandi stefnumótun í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum. Nefndin fagnar því framtaki hjá UMSB að koma á stofnun íþrótta- og tómstundastarfi í Heiðarskóla.

 


Fundi slitið kl. 19.12.

Efni síðunnar