Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

109. fundur 02. júlí 2014 kl. 16:30 - 18:30


Mættir: Hjördís Stefánsdóttir, Björn Páll Fálki Valsson, Ólafur Ingi
Jóhannesson, Eyrún Jóna Reynisdóttir, Guðmundur Ólafsson, Björgvin
Helgason, Jón Rúnar Hilmarsson. 

 

1.  Setning fundar


2.  Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar.


Formaður fræðslu- og skólanefndar var kosin, Hjördís Stefánsdóttir.
Varaformaður var kosinn, Ólafur Ingi Jóhannesson
Ritari nefndar var kosin Eyrún Jóna Reynisdóttir.


3.  Beiðni Ingvars Matthíassonar fyrir hönd sonar síns, Loga Arnar Ingvarssonar, um styrk vegna æfingar- eða keppnisferðar erlendis, tekin fyrir.


Afrekssjóður sá sem vísað er í í erindinu hefur ekki verið stofnaður en samþykkt er að veita styrk skv. reglum íþróttastyrks Hvalfjarðarsveitar til æfingaferðar erlendis kr. 20.000 gegn framvísun reiknings.


Mál til kynningar:


1.  Hvítbók Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra


2.  Leiðrétting á niðurstöðu viðhorfskönnunar foreldra Heiðarskóla- og leikskólans


Skýjaborgar lögð fram til kynningar.


Umræða varð um viðhorfskannanir foreldra vegna skólastarfs almennt og hyggst nefndin skoða málið í stærra samhengi. Leiðrétt niðurstaða viðhorfskönnunar foreldra leik- og grunnskólans verður kynnt sveitarstjórn.

Önnur mál:
Beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda. Umsókn um styrk vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda rædd. Umsóknin er ekki fullnægjandi
þar sem fleiri gögn vantar en þeirra hefur verið óskað. Málinu frestað.

 


Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 17:50

Efni síðunnar