Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

102. fundur 05. september 2013 kl. 17:15 - 19:15

Mættir:
Ása Helgadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Dagný Hauksdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð. Stefán Ármannsson boðaði forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs og Guðrún Dadda Ásmundsdóttir,

fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs. 

1.  Setning fundar.


Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Breytingar á fræðslu- og skólanefnd.


Ásgeir Kristinsson hættir í nefndinni og í hans stað kemur Dagný Hauksdóttir sem
aðalmaður og í stað Dagnýjar kemur Guðrún Dadda sem fulltrúi foreldraráðs
Heiðarskóla. Við þökkum Ásgeiri fyrir gott starf í fræðslu- og skólanefnd. Sigurður Sigurjónsson er nýr varamaður fyrir Stefán Ármannsson.


3.  Viðhorfskönnun starfsmanna og foreldra.

Valgerður fór yfir niðurstöður viðhorfskannana starfsmanna og foreldra.   


4.  Ársskýrsla leik- og grunnskóla.


Ársskýrsla leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar kom út í fyrsta sinn. Skýjaborg hefur áður gefið út ársskýrslur en ekki Heiðarskóli. Markmið skýrslunnar er að gefa sem bestar upplýsingar um starfið í leik- og grunnskólanum veturinn 2012-2013. Að gerð skýrslunnar komu allir starfsmenn skólanna með einhverjum hætti og var henni ritstýrt af skólastjóra. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu skólanna. Fræðslu- og skólanefnd þakkar starfsmönnum fyrir mikilvægt og gott starf við gerð skýrslunnar.

5.  Styrkir vegna ferða ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi.


Talsverðar umræður eru um styrki til ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi. Nefndin frestar ákvörðun um tillögu að breytingum til næsta fundar.


6.  Gátlisti fyrir leikskólann Skýjaborg.


Gátlistinn  kynntur og farið verður yfir hann á næsta fundi.


7.  Trúar- og lífsskoðunarmál í skólunum.


Rætt um tillögu fræðslu- og skólanefndar um samskipti skóla og trúfélaga. Gengið
verður frá tillögunni fyrir næsta fund.

 

8.  Fræðslustjóri að láni – markviss lokaskýrsla.

Skýrslan lögð fram. Markviss aðferð til þess að vinna kerfisbundið að
starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Tekist er á við þau verkefni sem fela í
sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem að tengist uppbyggingu
starfsmanna. Þessu skipulagi er síðan fylgt eftir og árangur af verkefninu mældur.
Áætlunin nær til ársins 2015.


9.  Sjálfsmatskýrsla Heiðarskóla.


Skólaárið 2012-2013 var unnið að innra mati þar sem matskerfið Gæðagreinis 2 var
notað í fyrsta sinn. Allt starfsfólk skólans kom að matinu. Samkvæmt 35. gr. og 36. gr.
grunnskólalaga frá árinu 2008 ber öllum grunnskólum að framkvæma kerfisbundið
sjálfsmat. Skýrslan er á internetinu. Fræðslu- og skólanefnd þakkar vel unnið verk þar
sem metnir voru sterkir og veikir þættir í starfinu.


Mál til kynningar.


Leiðbeinandi álit sambandsins um tvöfalda leikskólavist barna.


Kynnisferð starfsfólks Skýjaborgar til Danmerkur, skýrsla frá ferðinni lögð fram.


Fræðslu- og skólanefnd þakkar fyrir upplýsandi skýrslu.


Önnur mál.

Lóð Skýjaborgar skoðuð.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóma.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:32.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Dagný Hauksdóttir
Sigurður Sigurjónsson
Helgi Pétur Ottesen

Efni síðunnar