Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

99. fundur 04. apríl 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Ásgeir Kristinsson og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs.

1.  Setning fundar.


Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.

Skólastjóri fór yfir mánaðarskýrsluna. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi skólanna í marsmánuði.


3.  Skóladagatal leik- og grunnskóla árið 2013-2014.


Skóladagatalið var lagt fram. Skólastjóri lagði fyrir nefndina að fjölga starfsdögum í Skýjaborg um tvo hálfa daga á næsta skólaári vegna aukningu á fræðslumálum starfsmanna. Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en leggur það til að hálfu dagarnir verði sameinaðir til hagræðis fyrir foreldra. Skólastjóri ætlar að senda nefndinni nýtt skóladagatal með breytingum fyrir næsta fund.


4.  Tónlistarnám í Heiðarskóla.


Nefndin ræddi um tónlistarnám skólabarna Hvalfjarðarsveitar á Akranesi. 

 
5.  Framkvæmd stöðumats á nýrri skólastefnu, tímasetning.


Valgerður kynnti framkvæmd stöðumatsins sem að hófst 2. apríl. Niðurstöður
stöðumatsins ættu að liggja fyrir á næsta fundi.


6.  Viðhorfskannanir kennara, foreldra og starfsmanna.


Valgerður kynnti viðhorfskönnunina.


7.  Fermingarfræðsla á skólatíma.


Umræður um fermingarfræðslu á skólatíma.


8.  Fræðslustjóri að láni, fræðsluáætlun


Ása fór yfir fræðsluáætlunina. Nefndin lýsir ánægju sinni með fræðsluáætlunina.


9.  Erindisbréf fræðslu- og skólanefndar, yfirferð.

 

Valgerður fór yfir síðasta hluta erindisbréfsins.


10. Önnur mál.


Skólastjóri lagði fram árbók sem að hann hefur unnið að og lýsir nefndin mikilli ánægju með hana.


Ásgeir upplýsti nefndina að nýjir eigendur væru teknir við gamla Heiðarskóla og voru umræður um starfssemi gamla skólans í framtíðinni.


Mál til kynningar:


Íþróttaskóli.


Skólastjóri kynnti hugmyndir varðandi íþróttaskóla fyrir grunnskólanemendur í 1-4 bekk á skólatíma. Skólastjóri taldi að íþróttaskólinn myndi auka hreysti og heilbrigði nemenda.

Útboð á skólaakstri.


Lagt fram.


Námskeiðið Rétt málsmeðferð – öruggara skólastarf.


Lagt fram.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:25.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Ásgeir Kristinsson

Efni síðunnar