Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

92. fundur 06. september 2012 kl. 17:30 - 19:30

Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.

 

Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Sara Margrét Ólafsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Ása Hólmarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, og Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna. 

1. Setning fundar.

 

Á.H., formaður nefndarinnar, bauð fundargesti velkomna og fór yfir verkefni nefndarinnar frá síðasta fundi.

 

2. Áheyrnarfulltrúar Skýjaborgar og Heiðarskóla.

 

Áheyrnarfulltrúi Skýjaborgar í fræðslu- og skólanefnd starfsárið 2012-2013 verður Sara Margrét Ólafsdóttir og fulltrúi kennara fyrir Heiðarskóla verður Einar Sigurðsson og Erna Guðlaugsdóttir til vara.

 

3. Skólamálaumræða með Haraldi Finnssyni.

 

Haraldur Finnsson, ráðgjafi nefndarinnar, fór yfir möguleg trúnaðarviðtöl með starfsmönnum leik- og grunnskóla. Ákveðið var að fá Harald til þess að sjá um trúnaðarviðtöl við alla starfsmenn leik- og grunnskóla og annast úrvinnslu þeirra. Skólastjóra var falið að finna hentugan tíma til þess að framkvæma þessi viðtöl. Skólastjóra og Haraldi var falið að forvinna spurningalista sem að lagður yrði fyrir starfsfólk skólanna, sá spurningalisti yrði byggður að hluta til á könnun sem að gerð var árið 2007.

 

4. Skólastefna.

 

Formaður afhenti fundarmönnum skólastefnu grunn- og leikskóla Hvalfjarðarsveitar og þakkar Valgerði formanni stýrihópsins og stýrihópnum fyrir vel unnin störf. A.H. óskaði eftir útskýringu á skipuriti skólans er varðar verkefnastjóra. Ákveðið var að formaður myndi afla sér frekari gagna er varðar skipurit skólans fyrir næsta fund.

 

5. Gátlisti fyrir leik- og grunnskóla.


Nefndin fór sameiginlega yfir gátlista Skýjaborgar. Farið verður yfir gátlista Heiðarskóla á næsta fundi.

 

6. Ósk um styrk vegna námsferðar starfsmanna Heiðarskóla.

 

Beiðni frá 14 starfsmönnum Heiðarskóla um styrk til ferðar til Boston. Um er að ræða ráðstefnuferð. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

7. Beiðni um leyfi frá störfum til eins árs.


Beiðni frá Andreu Guðjónsdóttur um leyfi frá störfum í eitt skólaár. Fræðslu- og skólanefnd leggur til að leyfið verði veitt.

 

8. Tillaga um verklag vegna undanþágu barna í leikskóla.

 

Ákveðið var að fresta umræðu fram að næsta fundi fræðslu- og skólanefndar. Skólastjóra var falið að vinna að viðmiðun varðandi fjölda barna í Skýjaborg.

 

9. Bréf frá kvenfélaginu Grein.


Bréf dags. 05.09.2012. Beiðni kvenfélagsins um ókeypis afnot á Heiðarborg í einn dag fyrir fjáröflunarstarf í þágu styrktarsjóðs. Nefndin samþykkir erindið.

 

 

10. Ársskýrsla og starfsáætlun Skýjaborgar.

 

Árskýrsla ásamt starfsskýrslu lögð fram. Skýrsluhöfundum þakkað fyrir vel unnin störf.

 

11. Opnunartímar Heiðarborgar.


Skólastjóri ræddi um opnunartíma á íþróttahúsinu og sundlauginni. Skólastjóri lagði til að samfelldur opnunartími yrði á íþróttahúsinu og sundlauginni. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

 

12. Skilgreining á skóladögum í grunnskóla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

13. Hringþing, menntamál innflytjenda.

 

Lagt fram til kynningar.

 

14. Viðmiðunarreglur vegna grunskólanemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.

 

Lagt fram til kynningar.

 

15. Námsstefna á Akureyri 12. október 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

16. Fundur um talþjálfun grunnskólabarna.

 

Lagt fram til kynningar.

 

17. Ný gjaldskrá fyrir fæðisgjald í grunn- og leikskóla.

 

Lagt fram til kynningar. Formaður kynnti nýja gjaldskrá.

 

18. Ungt fólk 2012.

 

Skýrslan lögð fram.

 

19. Önnur mál.

 

  •  Rætt var um starfshlutföll í stjórnunarstöðum í Skýjaborg.
  •  Rætt var um fundartíma nefndarinnar.

 

 

Fundi slitið kl. 20:40.

Ása Helgadóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Stefán Ármannsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Helgi Pétur Ottesen sem ritaði fundargerð

Efni síðunnar