Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Stefán Ármannson og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs/stjóranda, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi stjórnanda,
Kartrín Rós Sigvaldadóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna.
1.Setning fundar.
Varaformaður setur fundinn og býður fólk velkomið. Ásgeir Kristinsson óskaði eftir bókun að hann gerði athugasemd við fundarboð þar sem nýr fundartími var ákveðinn án samráðs við aðra fulltrúa.
2.Kosning formanns og ritara.
Tillögur komu um Ásu Helgadóttur og Ásgeir Kristinsson í stöðu formanns. Atkvæði féllu þannig að Ása fékk 3 atkvæði og Ásgeir 2 atkvæði. Ása Helgadóttir var því kjörinn formaður og Helgi Pétur Ottesen var kosinn ritari. Formaður tók síðan við fundarstjórn.
3.Mánaðarskýrsla sviðsstjóra fyrir maí og júní 2012.
Sviðsstjórar fara yfir mánaðarskýrslur og skýrslurnar eru sýnilegar á heimasíðu skólans. Nefndin óskar skólanum til hamingju með Grænfánann.
4.Fundargerð samráðshóps um sameiningu skóla Hvalfjarðarsveitar frá 4. júní 2012.
Farið yfir fundargerðina og umræður.
5.Umsókn um undanþágu um leikskólapláss dags. 23. maí 2012.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd hafnar beiðninni að svo stöddu. Skólinn er fullsetinn um þessar mundir. Tekið verður tillit til beiðninnar í upphafi næsta skólaárs.
6.Umsókn um flutning í grunnskóla í annað sveitarfélag.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd felur formanni og sviðstjóra grunnskólasviðs að ræða við foreldra varðandi málið.
7.Kynning og endurskoðun á erindisbréfi fræðslu- og skólanefndar. M.a. tímasetning funda og erindi sem berast nefndinni.
Erindisbréf lagt fram. Umræður um fundartíma og hvort að breytilegir fundartímar henti nefndinni betur. Ásgeir ræddi um lið III. 4 er varðar meðferð ágreiningsmála og farveg þeirra.
8.Úttekt á skólastarfi.
Rætt um tillögu samráðshóps um sameiningu skóla varðandi utanaðkomandi aðila til þess að meta þætti sameiningarinnar. Ásgeiri falið að koma með tillögu að úttekt á skólastarfi í Hvalfjarðarsveit.
9.Starfsmannamál í Heiðarskóla (Heiðarskóla, Skýjaborg).
Formanni falið að fá þær upplýsingar hjá sveitarstjóra. Þórdís, sviðsstjóri leikskólasviðs, fór yfir tillögu um fjölda barna og stöðugilda árið 2012-2013. Ásgeir óskaði eftir því að fá upplýsingar um starfsmannaveltu skólanna á árinu 2011-2012 og ástæður fyrir starfsmannaveltunni. Formanni falið að afla sér upplýsinga um málið fyrir næsta fund.
10.Yfirferð á markmiðum með sameiningu á leik og grunnskólasviði.
(Sjá fundargerð fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar dags.14.2.2012). Rætt um hvort og hvaða markmið hafa náðst. Ákveðið að fresta umræðu fram að næsta fundi.
11.Grænfánaskýrsla leikskólans til kynningar.
Skýrslan lögð fram. Skýrslan er vistuð á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin lýsir ánægju sinni með skýrsluna og verkefnið í heild sinni.
12.Fréttatilkynning Ráðstefna um grunnþætti og nýja menntastefnu til kynningar.
Lagt fram.
13.Onnur mál:
Þórdís, sviðsstjóri leikskólasviðs, bauð nefndinni til kynningar á starfssemi leikskólans.
-
Trúnaðarbréf.
Lagt fram, bréf dags. 25.04.2012. -
Umsóknir um stöðu skólastjóra lagt fram til kynningar.
Nefndin leggur áherslu á að ráðning skólastjóra verði hraðað eftir föngum. Nefndin ákvað að boða 4 af 12 umsækjendum til viðtals.
Fundi slitið kl. 20:42.
Ása Helgadóttir,
Valgerður Jóna Oddsdóttir,
Ásgeir Kristinsson,
Stefán Ármannson,
Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð