Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

80. fundur 12. janúar 2012 kl. 17:45 - 19:45

Ásgeir Kristinsson, Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Ármannsson og Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Samúel Þorsteinsson fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Karólína Borg Sigurðardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 79. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. desember 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 79. fundar.


3. Fundargerð 2. fundar ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar. dags. 15. desember 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 2. fundar ungmennaráðsins og sýnir auglýsingu vegna fyrirhugaðs ungmennaþings.


Fræðslu- og skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað þing. Á.K. kom fram með ábendingu um að gefið verði út leyfisbréf sem foreldrar skrifi undir til samþykkis um setu í ungmennaráði áður en skipað er í það.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra fyrir desember 2011.

Desember byrjaði með látum á glæsilegri sýningu í grunnskólanum í tilefni af fullveldisdeginum 1. des. Nemendur bæði frá leik- og grunnskólasviði skólans settu upp heildstæða sýningu, leikrit og söngva og báru fram veitingar á einstaklega vel heppnuðum viðburði þar sem nýji sólarsalurinn í grunnskólanum troðfylltist af ánægðum gestum. Heilmikill undirbúningur skilaði sér vel á sýningunni. Í lok sýningarinnar var tilkynnt um nýtt nafn á sameinuðum leik og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit. Tindaskóli varð nafnið sem varð fyrir valinu og Jóhanna Ingsól Sævarsdóttir sem lagði til nafnið fékk sérstaka viðurkenningu.


Punktar frá grunnskólasviði:

 

 •  1. desember var dagur íslenskar tónlistar, en grunnskólabörnin tóku virkan þátt með því að safnast saman á sal skólans kl. 11:00 þann dag, hlusta á Rás 2 og syngja með þjóðinni þrjú íslensk lög. Það var einstaklega skemmtilegt og nemendur tóku vel undir í söngnum, þarna nýttist vel búnaður skólans því hægt var að varpa textunum á stórt tjald og hlusta á sönginn beint úr útvarpinu.

 

 • Mikil snjókoma einkenndi desembermánuð. Lækurinn á lóð grunnskólans hefur verið á kafi í snjó .

 

 •  Foreldrafélagið grunnskólasviðs var með jólaföndur í desember.

 

 •  Jólapróf hjá nemendum 8.- 9. voru í desember.

 

 • Veikindi og forföll starfsmanna voru töluverð
 •  Sú hefð hefur lengi verið ríkjandi á grunnskólsviði að nemendur og starfsmenn útbúa „póstkassa“ úr A4 umslagi rétt fyrir jólin. Mikil stemning var í kringum póstkassagerðina. Nemendur gerðu síðan jólakort fyrir samnemendur sína, starfsfólk tekur líka virkan þátt í þessari vinnu.
 • Sú nýbreytni var tekin upp fyrir þessi jól að bekkirnir skreyttu hurðir bekkjarstofanna en ekki töflur eins og verið hefur undanfarin ár.

 

 • Sú nýbreytni var líka tekin upp að nemendur 10. bekkjar fóru ásamt Birni æskulýðs og tómstundafulltrúa og Sigurði umsjónarkennara í 10. bekk í Álfholtsskóg og náðu í jólatré fyrir liltu jólin. Nemendur höfðu með sér kakó og piparkökur. Kunnum við skógræktarfélaginu bestu þakkir
  fyrir að leyfa okkur að fá tré með þessum hætti. Stefnt er að því að það verði árviss viðburður að fara með 10. bekkinn í þessa ferð og sækja jólatré fyrir grunnskólasvið.

 

 • Útikennsla á grunnskólasviði hefur í vetur verið annan hvern föstudag. Þá skipuleggja umsjónarkennarar útikennslu er tengist viðfangsefnum kennslunnar í hvert sinn. Það hefur gengið vel. Nú í lok desember var
 • Útikennslan sameiginlegur jólsöngur undir dyggri stjórn Samúels Þorsteinssonar tónmenntakennara, hann mætti út í frostið með gítarinn og allir nemendur skólans, ásamt starfsmönnum sungu saman nokkur jólalög.
 • Litlu jólin voru haldin hátíðleg á grunnskólasviði 20. desember. Jólasveinar komu í heimsókn, gengið var í kringum jólatré, stofujól og hátíðarmatur með möndlugjöf. Verðlaunaafhendingar fóru fram fyrir frumlega og fallega póskassa ásamt flottustu hurðaskreytingunni. Að þessu loknu fóru nemendur og starfsmenn í jólafrí.


Punktar frá leikskólasviði:

 

 • Í desember er breytt út af hefðbundu skipulagi í leikskólanum. Lögð er meiri áhersla á notalega samveru, frjálsan leik og skapandi vinnu fremur en formlegt hópastarf.
 • Bakaðar voru piparkökur á báðum deildum leikskólasviðs og þær skreyttar. Börnin buðu síðan foreldrum sínum í jólakaffi þar sem heimabaksturinn var í boði. Jólakaffið var vel sótt og áttu börn, starfsfólk og foreldrar notalega stund saman.
 • Jólaballið var haldið að venju um miðjan mánuð og kom jólasveinninn óvænt í heimsókn til okkar ;). Það var dansað í kringum jólatréð og síðan spjallaði jólasveinninn aðeins við börnin og allir fengu mandarínu að gjöf frá honum. Eftir jólaball var dýrindis jólamatur að hætti Guggu.
 •  
 • Drjúgur tími fór síðan hjá börnunum í að skreyta leikskólann og útbúa jólaglaðning fyrir fjölskyldur sínar og voru þau mjög spennt að fá að afhenda gjafirnar.
 • Ingibjörg Harpa íþróttakennari kom til okkar einn fimmtudag og var sett upp þrautabraut inni í leikskólanum sem allir fengu að spreyta sig á.
 • Börnin á leikskólasviði hugsuðu vel um smáfuglana í frostinu í desember og var þeim gefið fyrir utan gluggann. Ekki var annað að sjá en að smáfuglarnir væru ánægðir með matinn sem þeir fengu.
 • Mikill snjór var á leikskólalóðinni og er því mikið búið að renna á hólnum og útbúa snjóhús og snjógöng. Yngri börnin hafa aftur á móti ekki mikið geta verið úti vegna færðar.
 • Mikil veikindi barna og starfsfólks settu aðeins mark sitt á desember og vonumst við nú til að veikindi séu að mestu liðin hjá og allir fari að hressast.


5. Undanþágubeiðni á reglum leikskóla dags. 29. nóvember 2011. Frestað frá 79. fundi.


Undanþágubeiðni er frestað til næsta fundar fræðslu- og skólanefndar.


6. Samstarfsverkefni milli unglingadeildanna í Heiðarskóla og Brekkubæjarskóla. Erindi frá Samúel Þorsteinssyni og Heiðrúnu Hámundardóttur. Dags 8. desember 2011.


Fræðslu- og skólanefnd lýst vel á áætlað samstarfsverkefni milli skólanna og telur með því auðvelda aðlögun ungmenna í framhaldsskólann og glæðir skólastarfið.


7. Reglur um útleigu á húsnæði skólans.

 

Umræður. Tekið fyrir aftur á næsta fundi. S.Á. yfirgefur fundinn.

8. Undirskrifasöfnun vegna nafnavals á skóla.


Formaður greindi frá því að hafin væri undirskriftarsöfnun þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn falli frá ákvörðun um samþykki á breyttu nafni skólans. Umræður.


 

9. Verndari barna. Erindi frá Blátt áfram.


Lagt fram.


10. Ungmennasamband Borgarfjarðar. Beiðni um fund með fræðslu- og skólanefnd. Erindi dags. desember 2011. Lagt fram.


Formaður mun setja sig í samband við formann Ungmennasamband Borgarfjarðar.


11. Önnur mál.


Tillaga frá skólastjóra um útreikninga starfsmannaþarfar leikskólasviðs.


Fræðslu- og skólanefnd vísar tillögunni til starfsmannahalds sveitarfélagsins til útreiknings áður en ákvörðun verður tekin.


Umræður um skóladagatal 2011-2012.

Skertur vetrardagur, ósk um leyfi.


Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að nemendum verði keyrt heim klukkutíma fyrr þann dag sem útidagur/útikennsla verður, að því gefnu að foreldrar verði upplýstir um dagsetningu með góðum fyrirvara og að skólinn komi til móts við foreldra sem mögulega verða í vandræðum vegna þessa. I.H. yfirgefur fundinn.


Viðhorfskönnun.


Fræðslu- og skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja að lögð verði fyrir starfsmenn skólans árlega viðhorfskönnun fljótlega.


D.H. kom með fyrirspurn um hvort hefði verið gert ráð fyrir fjármunum í verkefnið Hugsað um barn en B.M.A. upplýsti að svo væri ekki.

 


Fundi slitið kl. 20:26


 

Birna María Antonsdóttir
Bjarni Jónsson
Ásgeir Kristinnson
Stefán Ármannsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar