Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

72. fundur 08. september 2011 kl. 17:45 - 19:45

Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð, Arna Arnórsdóttir, Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson og Hlynur Máni Sigurbjörnsson.

Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Katrín Rós Sigvaldadóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Sigurbjörg Kristmundsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

 

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 71. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 17. ágúst 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 71. fundar og hún undirrituð.


3. Mánaðarskýrsla skólastjóra fyrir sumarlok 2011.


Leikskólinn gengur sinn vana gang. Tveir starfsmenn fóru á numicon-námskeið í byrjun september. Starfsmannaskipulag vetrarins á leikskólasviði liggur nú ljóst fyrir. Á Regnboganum eldri deild verður Magnea Sigríður Guttormsdóttir (Magga Sigga) deildarstjóri en Sara Margrét, fyrrum deildarstjóri, er farin í námsleyfi frá 1. september til 1. júní 2012. Þar verða einnig Arndís Rós Egilsdóttir, leikskólakennari, Árdís Hauksdóttir, leiðbeinandi og Ragna Kristmundsdóttir, leiðbeinandi, sem er nýkomin til starfa á Regnboganum í stað Örnu Kristínar Sigurðardóttur. Á Dropanum verða í vetur Þórdís Þórisdóttir deildarstjóri, sem skv. nýju skipuriti verður staðgengill skólastjóra, auk þess að gegna stöðu verkefnastjóra sameiningar fyrir hönd leikskólasviðs. Aðrir starfsmenn á Dropanum verða Hanna Gróa Hauksdóttir, leiðbeinandi, Guðrún Magnúsdóttir, leiðbeinandi og síðan er Unnur Tedda Þorgrímsdóttir (Tedda), leiðbeinandi, komin úr fæðingarorlofi og verður á Dropanum í vetur. Hún Lára Böðvarsdóttir er síðan afleysingin okkar og er því á báðum deildum eftir þörfum. Lára opnar einnig leikskólann mánudaga til fimmtudaga. Bergrós Ólafsdóttir verður áframstarfandi talmeinafræðingur við skólann og Andrea Anna Guðjónsdóttir er verkefnastjóri sérkennslu beggja sviða, leikskóla- og grunnskólasviðs sameinaðs skóla. Hún kemur að skipulagi sérkennslumála við leikskólann ásamt Bergrósu, í samstarfi við deildarstjóra.


Á leikskólasviði hefur verið mikið um útiveru, gönguferðir, teknar upp kartöflur og margt fleira skemmtilegt. Hópastarf á eldri deild er byrjað og hefur farið vel af stað. Í byrjun ágúst var tölvert um veikindi starfsmanna og barna starfsfólks.


Verið er að vinna í að skipuleggja skólasamstarfið, verkefnastjórar sameiningar hafa fundað bæði með skólastjóra og munu einnig vinna saman að ákveðnum skipulagsatriðum er varða sameininguna. Búið er að leggja fram áætlun um fundartíma sameiginlegs fundar alls starfsfólks beggja sviða skólans, sem sérstakt fjármagn fékkst til í sveitarstjórn skv. afgreiðslu nr. 1107010 frá 13. júlí 2011. Skólastjóri og báðir verkefnastjórar sameiningar sátu svo sem áheyrnarfulltrúar á fundi stjórna foreldrafélags gamla Heiðarskóla og Skýjaborgar.


Skólastjóri hefur sett niður skipulag viðveru sinnar á sviðum skólans. Til að byrja með verður hún á leikskólasviði miðvikudagsmorgna og föstudagseftirmiðdaga og aðra tíma vikunnar á grunnskólasviði. Að sjálfsögðu flytur skólastjóri sig milli sviða eftir þörfum að öðru leyti, og alltaf er hægt að ná í skólastjóra í aðalsíma sameinaðs skóla 433-8525433-8525 eða á ingibjorg.hannesdottir@hvalfjardarsveit.is. Ákveðið var að óska eftir því við foreldra leikskólasvið að tilkynna forföll barna sinna í beina símann á leikskólasviði (433-8530433-8530) eða ef ekki næst í hann, til ritara sameinaðs skóla (Kolbrúnar) í aðalsíma skólans eða á ritari.skola@hvalfjardarsveit.is sem er nýtt netfang fyrir tilkynningar til beggja sviða.


Foreldrafundur verður haldinn í leikskólanum þriðjudaginn 13.september kl. 18.00, þar sem nýtt skipulag sameinaðs skóla og fyrirhugað starf vetrarins á leikskólasviði verður kynnt. Aðalfundur foreldraráðs/foreldrafélags verður haldinn í kjölfar fundarins.


Mikið hefur verið um að vera frá því að starfsemi í grunnskólanum hófst og nemendur komu til starfa. Skipulagsvika kennara fór mikið í að koma sér fyrir í nýju húsnæði, allir hjálpuðust að og mikið búið að koma í stand, þó margt sé enn eftir. Söguleg stund var þegar fyrsti sameiginlegi starfsmannafundur sameinaðs skóla var haldinn 18. ágúst og minntust starfsmenn sem lengi hafa verið hjá stofnuninni fyrri tíma þegar verið var að starta leikskólastarfi hér í sveitinni í Fannahlíð af mikilli framsýni og krafti einstaklingsframtaksins. Það er því mikil vatn runnið til sjávar síðan þá var. Á þessum fundi voru tilkynntar stöðuveitingar, eftir umsóknarferli, í verkefnastjórn skv. gildandi skipuriti. Þeir sem völdust til verkefnastjórnunar voru:

  • Þórdís Þórisdóttir verkefnastjóri sameiningar, fulltrúi leikskólasviðs
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir verkefnastjóri sameiningar, fulltrúi grunnskólasviðs
    Jóhanna Sigríður Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri þrifaskipulags
  • Andrea Anna Guðjónsdóttir verkefnastjóri sérkennslu
  • Helena Bergström verkefnastjóri útikennslu og umhverfismennta
  • Ingibjörg Ólafsdóttir verkefnastjóri hollustu og heilbrigðis í mataræði


Verkefnastjórar tóku til starfa skv. starfslýsingu 22. ágúst og er helsta markmið verkefnstjórnunar þetta skólaárið að vinna að sameiningarmálum og skipulagi nýs sameinaðs skóla innan þess verkefnis sem verkefnastjóri hefur yfir að ráða.


Staðgengill skólastjóra sameinaðs leik- og grunnskóla og deildarstjóri á leikskólasviði var skipuð Þórdís Þórisdóttir. Skv. gildandi skipuriti var gert ráð fyrir sérstökum staðgengli á grunnskólasviði, en á fundinum var staðgengill á grunnskólasviði skipaður með fyrirvara, Örn Arnarsson grunnskólakennari. Fyrirvarinn um skipunina varðaði það hvort heimilt væri að skipa Örn án annarrar stjórnunarstöðu. Eftir eftirgrennslan mat Örn það svo að ekki væri heimild til þess í lögum að skipa kennara í stöðu staðgengils og óskaði eftir því að skipunin gengi til baka. Skólastjóri varð við þeirri beiðni Arnar. Sigríður Lára Guðmundsdóttir, verkefnastjóri sameiningar hefur tekið við boltanum af Erni í bili a.m.k.


Skólasetning og vígsla nýs skólahúsnæðis var svo haldin þriðjudaginn 23. September. Mikill fjöldi fólks mætti og byggingin var formlega afhent oddvita sveitarstjórnar og sveitarstjóra, sem aftur afhentu skólastjóra umráð yfir nýju byggingunni. Gömlu skólarnir sem sameinuðust þarna opinberlega gáfu nýjum sameinuðum skóla gjafir, forláta listaverk eftir börn á Skýjaborg og stein úr Skarðsheiðinni með merki gamla Heiðarskóla. Fimm metra rjómaterta var á boðstólnum og mikil hátíðarstemning. Eykt gaf að þessu tilefni skólanum peningagjöf með þeim skilyrðum að nemendur sæju um að eyða peningunum. Það verður væntanlega ekki erfitt að fá nemendur til þess!


Skólastarf hefur síðan gengið vel miðað við aðstæður, nýtt dagskipulag byrjar með morgunsöng og sameiginlegum morgunmat allra nemenda skólans. Við fengum heimsókn frá þátttakendum Comeniusar-verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í undanfarið ár og tveir grískir nemendur hafa verið með okkur í skólastarfinu undanfarið. Kennarar sem hafa tengst verkefninu hafa verið duglegir við að skipuleggja ferðir gestanna og fráfarandi skólastjóri hélt þeim matarboð að mikilli gestrisni.


Mikil vinna er að flytja inn í nýtt skólahúsnæði, sameina tvær stofnanir og skipuleggja við breyttar aðstæður, bæði faglega og aðstöðulega. Allir er ánægðir með bætta aðstöðu við nýtt skólahúsnæði grunnskólasviðs og leggjast á eitt með að láta skólastarfið ganga á báðum sviðum. Starfsmenn beggja sviða eiga þannig einstakt hrós skilið fyrir eljusemi, jákvæðni og dugnað í sérstökum aðstæðum.


Skólastjóri


Fræðslu og skólanefnd óskar verkefnastjórum til hamingju með stöðuveitingar.


4. Umsóknir um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólasvið.


Umsóknir: dags. 30.08. 2011 og dags 07.09.2011.


Bókun.Fræðslu- og skólanefnd samþykkir þessar beiðnir þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði við skólastjóra.


5. Námsferð 10. bekkjar til Danmerkur.


Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að 10. bekk sé veitt leyfi frá skóla til námsferðarinnar og að hún verði árleg. Vonast er til að hægt verði að sækja um styrk til Nord Plus árlega til að koma til móts við kostnað til árlegrar ferðar, þar sem komið er á samstarf við skóla í Danmörku.


Erindi um styrk fyrir tvo kennara með 10. bekk vorönn 2012.


Fræðslu- og skólanefnd vísar því til sveitarstjórnar að samþykkja að veita 290.900 kr. styrk í ferðakostnað fyrir kennara. Í námsferð vorði 2012., með því skilyrði að kennarar sækji um þá styrki sem hægt er framvegis.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2012.


6. Vetrardagskrá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa til áramóta.


Til kynningar. Umræður.


7. Vetrardagskrá ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar.


Til kynningar. Umræður.


8. Starfsreglur ungmennaráðs.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir starfsreglur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.


9. Tilnefningar í ungmennaráð.


Úr skólanum:
Ágústa Líf Jónsdóttir, Finnur Ari Ásgeirsson, Sigrún Bára Gautadóttir og Sindri
Már Sigurbaldursson.
Af eldri:
Halldór Sigurðarson, Heiðmar Eyjólfsson og Svandís Lilja Stefánsdóttir.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir fram komnar tilnefningar.


10. Skýrsla sambandsins Leikskól-gjaldskrár-reglur.


Til kynningar. Umræður og samanburður við það sem Hvalfjarðarsveit býður uppá. Miðað við skýrsluna er Hvalfjarðarsveit með lægri gjöld en öll önnur sveitarfélög sem skýrslan náði til.


11. 20. Fundur foreldrafélags Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Dags. 25. ágúst 2011.


María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldrafélagsins fór yfir fundargerðina. Auk erindis um sund tíma.


Fræðslu- og skólanefnd lýsir ánægju sinni með að allir nemendur hafi kost á að fá sæti með Skagarútunni til þess að geta stundað tómstundir á Akranesi fyrir og eftir skólatíma. Nefndin þakkar skólastjóra fyrir sína aðkomu að málinu.


12. Erindi frá UMFÍ vegna ráðstefnu fyrir ungt fólk dagana 22.-24. september 2011.
Umræður.


Bókun:Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið greiði þátttökugjald á ráðstefnuna fyrir tvö ungmenni. Áhugasamir geti sótt um hjá skrifstofu sveitarfélagsins.


13. Erindi frá UMFÍ vegna tóbaksforvarna.


Lagt fram. Nefndin hefur ekki hug á að pannta veggspjald.


14. Erindi frá UMFÍ vegna landsmóts 50+.


Lagt fram.


15. Bréf frá Velferðarvaktinni dags. 1. september 2011.


Lagt fram.


16. Skólavogin.


Lagt fram til kynningar. Fræðslu og skólanefnd mun kynna sér kosti og galla hennar fram að næsta fundi.


17. Önnur mál.

 

  • Fundargerð foreldrafélags Heiðarskóla og foreldraráð/félags leikskólans Skýjaborgar, fundur haldinn 6.september 2012. Stjórnir foreldrafélags Heiðarskóla og foreldraráð/félags leikskólans Skýjaborgar foreldrafélags Heiðarskóla og foreldraráð/félags leikskólans Skýjaborgar hafa ákveðið að unnið verði að sameiningu félagana á yfirstandandi skólaári. Stefnt er að auknu og markvissu samstarfi í vetur og að sameiningarferlinu verði lokið 1. apríl 2012.
  • Rætt um að halda skólaþing/málstofur fyrir íbúa sveitarfélagsins í október nk.sem væri liður í að móta nýja skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Ákveðið var í samráði við skólastjóra að halda vinnudag um skólastefnu sveitarfélagsins á starfsdegi sameinaðs skóla 15. nóvember.

 


Fundi slitið kl. 19:58


Arna Arnórsdóttir
Birna María Antonsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar