Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

61. fundur 03. mars 2011 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla og Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar.


1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir febrúar 2011.


Lífshlaupið hófst 2. febrúar, við tókum þetta með trompi þetta skólaárið og lönduðum GULLI
Þorrablótið hjá okkur í skólanum var þann 3. febrúar, skemmtun á sal og þorramatur, fengum leynigest sem var Gaui litli.
Ólafur Loftsson formaður KÍ kom þann 7. febrúar í heimsókn og kynnti Birnu, Laufeyju og Dóru samningaleiðina,(bókun 5) fundaði síðan með kennurum skólans og fór yfir sama mál með þeim.
Skólastjóri fundaði með stjórnendum FVA og stjórnendum grunnskólanna á Akranesi miðvikudaginn 9. febrúar um skilin milli skólastiga þegar engin samræmd próf eru lengur.
Við felldum niður skólahald föstudaginn 11. febrúar vegna óveðurs.
Mánudaginn 14. var okkur stjórnendum tilkynnt tillaga skólanefndar um sameiningu skólastiganna.
Birna og Laufey komu 15.feb á þriðjudegi kl. 8:00 og tilkynntu starfsfólki skólans tillöguna.
Þriðjudaginn 15 febrúar komu elstu leikskólabörnin í heimsókn og voru með fyrsta bekk hluta úr degi.
Skólastjórar fóru á fund SV á Hótel Hamri miðvikudaginn 16. febrúar, þar voru tveir stjórnendur ú hópnum, Sigurður Arnar úr Grundaskóla og Eyjólfur úr Auðarskóla, með erindi
Miðvikudaginn 16. febrúar fóru 6 og 7 bekkir í náms og skemmtiferð til Reykjavíkur þar sem þau heimsóttu 365 miðla og fóru á skauta. Þrír foreldrar
fóru með hópnum auk umsjónarkennara.
Vikuna 21. – 25. febrúar dvaldi 9. bekkur í ungmenna og tómstundabúðunum á Laugum í Sælingsdal með umsjónarkenna sínum.
Við vorum með útikennslu hluta úr degi einn dag í febrúarmánuði þar sem áhersla var lögð á stærðfræði. Tókst sá dagur mjög vel
Fimmtudaginn 24. febrúar var okkur boðið í skoðunarferð í nýbyggingu Heiðarskóla ásamt sveitarstjórn., fræðslu og skólanefnd, og starfshópnum um byggingu skólans. Voru starfsmenn mjög hrifnir af nýja skólanum og hlakka mikið til að flytja yfir.
Föstudaginn 25. febrúar heimsóttu námsráðgjafar FVA 10. Bekk.
Heiðarskóli vann GULLIÐ í lífshlaupinu og erum við mjög stolt af okkar fólki.
Andrea, Katrín og Vigdís fóru á lestrarnámskeið „Ljáðu mér eyra“
Spurningakeppni 7.,8.,9. og 10 bekkja, undanúrslit, var haldin sl. þriðjudag. 8 og 10 bekkir keppa til úrslita í kvöld fimmtudag og mun þá einnig verða hæfileikakeppni..
Kennaraneminn Anna Dórótea Tryggvadóttur hefur verið hjá okkur sl. tvær viku í æfingakennslu.
Skólaráðsfundur var þriðjudaginn 1. mars.

Danskennsla hófst þann 1. Mars og verður kennt í fimm skipti fram að páskaleyfi. Kennt er í þremur hópum, þetta er samstarfsverkefni skólans og foreldrafélgsins.

Næstu viku 7 – 11 mars er vetrarleyfi í Heiðarskóla. Við höfum safnað saman þremur starfsdögum í þessa viku og notum þá til að skoða skóla bæði innanlands og utan. Meirihluti starfsmanna heldur af stað til Glasgow n.k. laugardag og þeir sem heima sitja skoða skóla í Mosfellsbæ og Reykjanesbæ.


3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir febrúar 2011.


Konukaffi var hjá okkur 18. Febrúar í tilefni konudagsins. Mæður, frænkur, systur og ömmur fjölmenntu í leikskólann og fengu sér kaffi og kökur.


2 elstu hópar leikskólans eru byrjaðir í myndlistartímum hjá Jónellu myndlistarkennara. Myndlistarkennslan fer fram einu sinni í viku og hefur farið vel af stað.


Árdís fór í 2 vikna veikindaleyfi og fengum við Ingibjörgu Unni til að leysa hana af á meðan.


Íþróttir í Heiðarborg eru byrjaðar aftur eftir smá frí og stefnum við að því að fara um 8 ferðir á þessari önn.


Mikil veikindi hafa verið hjá okkur, starfsfólk hefur verið mikið frá sem og leikskólabörn. Fjarvera starfsfólks í febrúar vegan veikinda, orlofs og námskeiða eru um 30 dagar sem er mjög mikið þar sem að það eru 20 vinnudagar í febrúar.


Eitt barn hætti hjá okkur í febrúar.


4. Umsókn á aukningu á starfshlutfalli í Skýjaborg. Auk erindis frá ráðgjafaþroskaþjálfa.


Erindi leikskólastjóra lagt fram. Umræður.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja 75% aukningu á stöðuhlutfalli í leikskólanum tímabundið fram að sumarleyfi og að auglýst verði í stöðuna.


5. Tvær umsóknir um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólann Skýjaborg.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir umsókn dags. 21.02.2011 um vistun í leikskólanum Skýjaborg þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði við leikskólastjóra.
Umsókn dags. 23.02.2011 er frestað til næsta fundar.


6. Tillögur að verklagsreglum vegna innheimtu á vangoldnum skóla- og fæðisgjöldum. Erindi frá fjölskyldunefnd til álitsgjafar.


Lagt fram. Umræður


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd fagnar tillögunni og mælir með að hún verði tekin til framkvæmda sem fyrst.


7. Drög að endurskoðun skipulags og starfsmannahalds í Heiðarskóla. Til umfjöllunar.


Drög að tillögum unnar af Helga Grímssyni að tilstuðlan VSÓ til kynningar og umfjöllunar.


8. Skólavogin. Til umfjöllunar.


Til kynningar og umfjöllunar.


9. Önnur mál.


Skólastjóri Heiðarskóla upplýsti nefndina um að hitastig í Heiðarskóla væri óviðunandi eftir að hita var hleypt á nýbyggingu.


Umræður um sumarvinnu.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd beinir því til sveitarstjóra að hefja undirbúning fyrir vinnuskóla og sumarvinnu ungmenna sem fyrst.


Verkefnið Hugsað um barn til umfjöllunar. Þar sem langt er liðið á skólaárið gefst ekki tími hjá 10 bekk í verkefnið. Til greina kemur að taka málið upp í haust.


10. Umsagnir foreldraráðs/félags Skýjaborgar, foreldrafélags Heiðarskóla og skólaráðs Heiðarskóla á sameiningar tillögu fræðslu- og skólanefndar. Til umfjöllunar.


Fræðslu- og skólanefnd þakkar foreldrafélögum og skólaráðum fyrir umsagnir þeirra og munu umsagnirnar fylgja tillögu Fræðslu- og skólanefndar til sveitastjórnar.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd leggur til viðbótartillögu við sameiningartillöguna: Að í samráðshópnum verði tveir starfsmenn frá hvorum skóla fyrir sig, annars vegar almennur starfsmaður og hins vegar kennari.

 


Fundi slitið kl. 19:55


Birna María Antonsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Efni síðunnar