Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

57. fundur 02. desember 2010 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Lára Ottesen og Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Dóra Líndal aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla og Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar.

 

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið. 

 

2. Fundargerð 56. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 4.nóvember 2010.


Formaður fer yfir fundargerð 56. fundar og hún undirrituð.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir nóvember 2010.


Fyrsti bekkur heimsótti leikskólann Skýjaborg föstudaginn 19. nóv og lék sér þar á gömlum slóðum fram eftir morgni. 
Unglingadeildin ásamt æskulýðsfulltrúa og tveimur foreldrum fór á forvarna og æskulýðsball í Borgarnesi fimmtudaginn 11. nóvember.
Sama dag sóttu skólastjórar aðalfund Skólastjórafélags Vesturlands sem haldinn var á Hótel Hamri. 
Þriðjudaginn 16. nóvember héldum við upp á dag íslenskrar tungu með ýmsu móti. Allir bekkir hófu daginn á útikennslutíma í myrkrinu.  3. bekkur fór í heimsókn á leikskólann og las fyrir börnin þar.  Miðstigið las upp íslenska dægurlagatexta í matsal og unglingastigið reyndi sig í „þéringum“ ásamt starfsfólki.
Hópur kennara úr Grundaskóla heimsótti okkur miðvikudaginn 17. nóvember til að fræðast um hvernig gengið hefði í þemavikunni með uppbyggingarstefnuna , til að skoða afrakstur vinnunnar og til skrafs og ráðagerða. 
Þriðjudaginn 23. nóvember kom slökkviliðið í heimsókn til 3. bekkjar í fullum herklæðum og fór yfir eldvarnarmál og sýndu þeim slökkvibílinn flotta
Nemendur 10. bekkjar stóðu fyrir bingói á Hlöðum fimmtudaginn 25. nóvember en þau eru að safna sér í sjóð svo þau geti farið í námsferð til Danmerkur næsta vor.  Var bingóið vel sótt og skipulag krakkanna til fyrirmyndar . 
Þriðjudaginn 30. nóvember fóru stjórnendur á fund sem aðstandendum „Skólapúlsins „ buðu upp á í Reykjavík.  Þar var ýmislegt rætt, t.d. hvernig hægt er að nota niðurstöður úr púlsinu, nýjungar á döfinni ofl.  Stjórnendur hittu síðan sveitarstjóra og Huldu hönnuð og fóru yfir málin varðandi búnaðarkaup í nýjan Heiðarskóla.
Árleg 1. desskemmtun var síðan í gær.  Þemað að þessu sinni var ´“íslensk tónlist“ og voru tvær sýningar í boði klukkan fimm og sjö. 
Í dag kom Ingvar Sigurgeirsson einn aðstandenda könnunarinnar stóru , sem skólinn tekur þátt í og lét nemendur frá 7 – 10 bekk vinna könnun sem er hluti af þessarri rannsókn.
Í fyrramálið er fyrirhuguð brunaæfing/rýming og munum við fá mann frá slökkviliðinu til að vera með okkur við æfinguna.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir nóvember 2010.


Guðrún fór á trúnaðarmannanámskeið 8.-10. nóvember.
Unnur Tedda fór í fæðingarorlof í nóvember.
Þórdís fór til Tékklands vikuna 8.-12. nóvember á vegum ráðgjafarstofunnar MCN með fjárhagslegum stuðningi frá Þróunarsjóði EFTA og Vaxtarsamningi Vesturlands  og flutti meðal annars fyrirlestur á ráðstefnu  sem tengdist Grænfánaverkefni leikskólans.
Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarnar vikur með sálfræðingi og iþjuþjálfa við greiningar og ráðgjöf.
Um miðjan nóvember fengum við  nýtt barn til okkar í elsta hópinn.
Siggi fór á fræðslufund um vinnuvernd og kynningu á árangursríkum aðferðum til að vinna með fjarvistir og langtímaveikindi starfsmanna.
Þann 12. nóvember fóru Sara og Siggi í Laugagerðisskóla á fund í tengslum við Grænfánaverkefni.  Þar vorum þau með kynningu á starfi leikskólans  ásamt Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi.  Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur hélt fyrirlestur  “Náttúruleikir - uppgötvun náttúrunnar í gegnum námsleiki”.
Þann 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu og fengum við að venju nemendur í þriðja bekk úr Heiðarskóla í heimsókn og þau lásu fyrir okkur sögu.  Leikskólabörnin sungu lag og fóru með þulu.
Við fengum 1. bekk í heimsókn til okkar, þau lásu fyrir okkur og svo léku sér allir saman.
Við höfðum rafmagnslausan dag í leikskólanum til að kynnast því hvernig væri ef við hefðum ekkert rafmagn.  Á föstudaginn er svo fundur í umhverfisnefnd leikskólans þar sem unnið verður í upplifun barnanna á þessum degi.  En að mati starfsfólksins heppnaðist hann vel en margir voru orðnir kaffiþyrstir þegar leið á daginn.
Síðasti tíminn í íþróttum fyrir áramót var í síðustu viku og fóru þá öll börnin á Regnboganum með, 21 barn.
Í morgun bökuðu börnin piparkökur og þau koma til með að bjóða upp á þær í foreldrakaffinu sem verður föstudaginn 10. desember..  Jólaballið okkar verður síðan 15. des.

 

5. Bréf dags. 18. nóvember 2010 er varðar beiðni um vistun barns yngri en 18. mánaða í leikskólanum Skýjaborg.


Fræðslu- og skólanefnd samþykkir þessa beiðni þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði við leikskólastjóra.


6. Niðurstöður samræmdra prófa.


Fræðslu- og skólanefnd lýsir ánægju sína yfir góðri niðurstöðu í íslensku. Niðurstaðan var yfir landsmeðaltal í íslensku í 10. bekk, 7. bekk og 4. bekk. Niðurstöður í stærðfræði og ensku var aðeins undir landsmeðaltali. Nefndin óskar eftir að fá að fylgjast með aðgerðum skólans sem miða að því að bæta niðurstöður í stærðfræði.

 

7. Eineltisáætlun, áfallaáætun og rýmingar og viðbragðsáætlun við eldsvoða og annarri vá frá Heiðarskóla.


Lagt til kynningar. Nefndin mun kynna sér gögnin nánar fyrir næsta fund.

 

8. Ósk um auka sæti í skólabílnum.


Formaður tekur það að sér að fara yfir málið með sveitarstjóra.

 

9. Viðhorfskannanir í Heiðarskóla og Skýjaborg.


Sjálfsmatsteymi Heiðarskóla óskaði eftir því að sveitarfélagið gerði viðhorfskönnun meðal starfsmanna í Heiðarskóla. Þessi viðhorfskönnun er samskonar og þær kannanir sem hafa verið lagðar fyrir. Könnun var framkvæmd dagana 25. - 30. nóvember. Ákveðið var að gera samskonar könnun meðal starfsmanna í Skýjaborg í byrjun árs 2011. Valgerður Jóna Oddsdóttir mun taka það að sér að útbúa könnunina.
 
10. Fjárhagsáætlun 2011.


Lagt fram til kynningar.

 

11. Færsla vikulegs kennslumagns milli vikna og mánaða.


Lagt var fram til kynningar 3. mgr. 28. greinar laga um grunnskóla nr. 91/2008. Mennta- og menningarmálaráðuneytið lítur svo á að með þessum hætti  geti sveitarfélög brugðist við aðstæðum innan þess sveigjanleika sem lögin heimila og nemendur fái lögbundinn vikulegan kennslutíma en á færri skóladögum yfir árið.

 

12. Comeníus Regio samstarfsverkefni.


Lagt fram til kynningar. Fólk hvatt til að kynna sér málið og koma með óskir um viðfangsefni.

 

13. Málstofa Skólabragur.


Hugmynd að halda málstofu í sveitarfélaginu um skólabrag í Heiðarskóla áður en starfssemi hefst í nýrri skólabyggingu. Rætt var um að útvíkka hugmyndina og málsofan væri um skólabrag í sveitarfélaginu, þ.e. leikskóla og grunnskóla.

 

14. Önnur mál.


Kallað var eftir starfsáætlun og skólanámskrá Heiðarskóla sem mun koma í byrjun árs.

 

Fundi slitið kl. 20:00
     

Birna María Antonsdóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð

Bjarni Jónsson

Hlynur Máni Sigurbjörnsson

Lára Ottesen  

Efni síðunnar