Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

49. fundur 25. janúar 2010 kl. 17:30 - 19:30

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Frá ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar: Þórdís Þórisdóttir, Pétur Sigurjónsson og Þorleifur Baldvinsson. Frá Heiðarskóla Helga Harðardóttir og Samúel Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

 

1. Setning fundar.

2. Starfsáætlun Ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar.

3. Áherslur í æskulýðsmálum frá fræðslu- og skólanefnd.

4. Upplýsingar frá þeim aðilum er sjá um íþrótta- og æskulýðsmál í grunnskólanum.  Ræða hvað er framundan og hugmyndir að skipulagi.

5. Önnur mál

 

 

Fundargerð

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Starfsáætlun Ungmennafélags Hvalfjarðarsveitar.

• Þórdís upplýsti fundarmenn um hvaða starf hefur verið fram að þessu og einnig hvaða hugmyndir stjórnin hefur varðandi áframhaldandi starf.

• Ungmennafélagið styrkti í nokkrar vikur íþróttaskóla fyrir yngsta stig á skólatíma.

• Körfuboltaæfingar hafa verið fyrir yngri og eldri.

• Opið hús fyrir leikskólabörn einu sinni í viku.

• Sundleikfimi hefur verið á laugardögum .

• Heiðar Logi hefur verið með leikfimitíma tvisvar í viku

• Hugmyndir varðandi sumarstarf, að halda aftur sundnámskeið eins og haldið síðastliðið vor og þá jafnvel fyrir breiðari aldurshóp.

• Hugmyndir hafa verið um hvort ekki væri hægt að koma á fótboltaæfingum í sumar og jafnvel þá líka frjálsíþrótta æfingar, fá þjálfara eða leiðbeinanda og stefna á landsmótið sem haldið verður í Borgarnesi næsta sumar.

 

3. Áherslur í æskulýðsmálum frá fræðslu- og skólanefnd.

• Formaður lýsti því yfir að megináhersla nefndarinnar væri að semja við aðila til að sjá um og hafa umsjón með föstum viðburðum sem tengjast æskulýðsmálum. Mikilvægt sé að sá, eða þeir, aðilar séu vel tengdir grunnskólanum og í góðum tengslum við æskulýðinn. Einnig lýsti formaður yfir ánægju sinni með þennan fund og mikilvægi góðrar samvinnu við Ungmennafélag Hvalfjarðarsveitar með það að markmiði að stuðla að öflugu starfi æskulýðs- og íþróttamála í sveitarfélaginu.

 

4. Upplýsingar frá þeim aðilum er sjá um íþrótta- og æskulýðsmál í grunnskólanum. Ræða hvað er framundan og hugmyndir að skipulagi.

• Hugmyndir með að flokka atburði milli nemendafélags Heiðarskóla og æskulýðs og menningarmála sveitarfélaginu.

• Athuga með vísi að tómstundaskóla.

• Athuga með atburði á Akranesi sem unglingar gætu tekið þátt í.

• Koma á föstum „Opnum húsum“ í Fannahlíð.

• Vantar viðhald á tæki og tól í Fannahlíð.

• Athuga með færanleika hljóðkerfis í Fannahlíð.

• Lista niður fasta viðburði sem umsjónarmenn tómstunda og íþróttamála eiga að sjá um fyrir sveitafélagið.

Bókun:

Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að fela formanni að vinna að framgangi þeirra mála er listuð eru upp í lið 2 og 4 í fundargerðinni, í samráði við sveitarstjóra. Megináhersla verði lögð á að fá umsjónarmann / menn til að sinna æskulýðs- og íþróttamálum og koma á föstum viðburðum, svo sem “Opnu húsi”.

 

5. Önnur mál

.

Fundi slitið kl: 18.45

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen

Bjarni Jónsson


Efni síðunnar