Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

42. fundur 06. ágúst 2009 kl. 17:45 - 19:45

Mættir:

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Hallgrímur Rögnvaldsson , Arna Arnórsdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla, Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Guðrún Magnúsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar.

Dagskrá
1. Setning fundar.
2. Formaður fer yfir fundargerð 41. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 4. júní 2009.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir júní 2009.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir júní 2009.
5. Bréf dags. 6. júlí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða, í leikskólanum Skýjaborg.
6. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 9. júní 2009, er varða skólamál, lögð fram.
7. Tölvumál Heiðarskóla.
8. Námskeið Námshesta að Kúludalsá sumarið 2009.
9. Önnur mál.

Fundargerð
1. Setning fundar.
• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Hann bauð sérstaklega velkomna Örnu Arnórsdóttur nýskipaðan fulltrúa E-listans í fræðslu- og skólanefnd.
2. Formaður fer yfir fundargerð 41. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 4. júní 2009.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir júní 2009.
• Í byrjun júní var fundað með lettneskum túlki og foreldrum og nemendum frá Lettlandi sem koma í Heiðarskóla nk. vetur.
• Kennarar mæta til starfa 17. ágúst.
• Nafnalisti kennara Heiðarskóla lagður fram til kynningar.
• Dagskrá starfsdaga/skipulagsdaga í ágúst var lögð fram til kynningar.
• Formanni og skólastjóra, í samvinnu við sveitarstjóra, er falið að fara yfir akstur skólabarna til samræmis við samning um skólaakstur.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir júní 2009
• Tveir elstu hóparnir á Regnboganum fóru í gönguferð í skógræktina í Fannahlíð mánudaginn 8. júní.     
• Þann 12. júní var farið í fjöruferð í Súlunes. Farið var á hestbak, kíkt í fjósið og fl. Heimilisfólki er þakkað fyrir móttökurnar.
• Öll börnin fóru í skógræktina í Fannahlíð 15. júní. farið var með rútu báðar leiðir. Margt var gert til skemmtunar og var grillað í hádeginu. Skógræktarfélaginu er þakkað fyrir afnot af aðstöðunni í skógræktarhúsinu.
• 17. júní var nýtt stjórnsýsluhús tekið í notkun og af því tilefni gáfu leikskólabörnin sveitarfélaginu málverk að gjöf og sungu börnin á 17. júní skemmtun.
• Þrír starfsmenn hættu í sumar. þórdís Þórisdóttir leikskólakennari og deildarstjóri hóf störf 4. ágúst og Unnur Tedda Þorgrímsdóttir mun hefja störf 10. ágúst.

5. Bréf dags. 6. júlí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða í leikskólanum Skýjaborg.
• Beiðnin samþykkt samhljóða, enda liggur fyrir að pláss er til staðar og starfsfólk nægt til að sinna viðkomandi. Móttöku og vistunartími barnsins verði ákveðin af leikskólastjóra og foreldrum. 
• Móttaka verði þó ekki fyrr en á 12. mánuði barnsins þ.e. mánaðarmótin október-nóvmeber skv. verklagsreglum Skýjaborgar.
• Formanni og leikskólastjóra er falið að fara yfir verklagsreglur leikskólans um innritun barna í samvinnu við sveitarstjóra.

6. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 9. júní 2009, er varða skólamál, lögð fram.
• Lagt fram til kynningar.
• Fjallað var um  tillögu Stefáns Ármannsonar um að leikskólabörnum verði ekið í skólarútum í leikskólann.
Fræðslu- og skólanefnd sér ekki grundvöll til að finna þessari tillögu farveg að svo komnu máli.

7. Tölvumál Heiðarskóla.
• Fræðslu og skólanefnd ítrekar afstöðu sína, hvað varðar endurnýjun á tölvubúnaði Heiðarskóla, að leitast verði við að kaupa fartölvur í stað turna sem nú eru í tölvuveri skólans.  Afstaðan byggir á þeirri staðreynd að ekki verður sérstakt tölvuver í nýrri skólabyggingu heldur verða þar fartölvuvagnar sem nota má víðsvegar um skólann.  Samþykkt samhljóða.

8. Námskeið Námshesta að Kúludalsá sumarið 2009.
• Fræðslu- og skólanefnd leggur til að börn og unglingar Hvalfjarðarsveitar verði styrktir á reiðnámskeið Námshesta að Kúludalsá, líkt og undanfarin 2 ár.  Vikunámskeið kostar kr. 11.500,-
Tillaga:
Foreldrar barna og unglinga í Hvalfjarðarsveit fá, með framvísun kvittunar Námshesta, endurgreitt kr. 4.500,- af námskeiðsgjaldi, sem styrk sveitarfélagsins  til æskulýðsmála.  Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál.
• Beiðni leikskólastjóra um að fá að breyta einni stöðu leikskólakennara í stöðu leikskólasérkennara. Ekki er um að ræða aukningu á stöðugildum við leikskólann heldur breytingu á stafsheiti. Nefndin tekur jákvætt í erindið.  Formanni og leikskólastjóra  er falið að fara yfir málið með sveitarstjóra.
• Fyrirspurn kom um hvort fyrir liggi, af hálfu sveitarfélagsins, að hækka matargjald hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla. Formanni falið að kanna málið.  
• Fyrirspurn kom um hvort standi til að ráða starfsmann til að sinna æskulýðsmálum í sveitarfélaginu.  Formanni falið að kanna málið. 
• Tillaga formanns um að næsti fundur fræðslu- og skólanefndar verði 10. september nk. var samþykkt samhljóða.
             

Fundi slitið kl 18.53

     
Hlynur Sigurbjörnsson    Valgerður Jóna Oddsdóttir
Hallgrímur Rögnvaldsson   Arna Arnórsdóttir
Bjarni Jónsson

Efni síðunnar