Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

40. fundur 05. maí 2009 kl. 17:45 - 19:45

Mættir:
Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Dóra Líndal aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar, Guðný

Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar, María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldraráðs Heiðarskóla

Dagskrá
1. Setning fundar.
2. Formaður fer yfir fundargerð 39. fundar fræðslu‐ og skólanefndar dags. 2. apríl 2009.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir apríl 2009.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir apríl 2009.
5. Málefni vinnuskóla unglinga Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2009. Umsóknir um
verkstjórn fyrir vinnuskólann ræddar og afgreiddar frá nefndinni.
6. Bréf frá skólastjóra Heiðarskóla, dags. 3. apríl 2009, er varðar inntöku barns í
skólann ári fyrr en venja er. Lagt fram til kynningar.
7. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 14. apríl 2009, er varða skólamál, lagðar fram.
8. Erindi Saman Hópsins frá 30. mars 2009 er varðar hvatningu þeirra til borgar‐,
bæjar‐ og sveitarstjórna. Vísað til fræðslu‐ og skólanefndar á fundi sveitarstjórnar
14. apríl 2009. Lagt fram til kynningar.
9. Erindi um vímuefnaneyslu unglinga í alþjóðlegum samanburði. Vísað til fræðslu‐ og
skólanefndar á fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2009. Rafræn útgáfa aðgengileg á
www.espad.is Lagt fram til kynningar.
10. Niðurstöður viðhorfakönnunar til skóla / skólastarfs Hvalfjarðarsveitar. Þórdís
Þórisdóttir, varformaður fræðslu‐ og skólaefndar kynnir niðurstöður.
11. Önnur mál.

Fundargerð
1. Setning fundar.
• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
2. Formaður fer yfir fundargerð 39. fundar fræðslu‐ og skólanefndar dags. 2.
apríl 2009.
• Farið yfir fundargerðina.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir apríl 2009.
• Aprílmánuður hófst nærri því á páskaleyfi sem stóð fram til
miðvikudagsins 15. apríl.
• Rétt fyrir páskaleyfi fór fram árleg spurningakeppni 7. – 10. bekkja
og var það lið 8. bekkjar sem bara sigur úr býtum að þessu sinni.
• Miðvikudaginn 15. apríl héldum við fund með verðandi 1.
bekkingum og foreldrum þeirra þar sem skólastarfið var kynnt svo
og skólinn skoðaður. Í 1. bekk eru væntanleg 8 börn 4 strákar og 4
stelpur.
• Skólastjórar sátu fundi og námskeið skólastjórafélags Vesturlands
sem haldið var fimmtudaginn 16. apríl á Hótel Glym, þar fluttu
erindi Börkur Hansen, Ólína Þorleifsdóttir, Jón Ingi Einarsson og
Eiríkur Jónsson. Skólastjórarnir notuðu tækifærið eftir fundinn og
skoðuðu verksmiðju Norðuráls á Grundartanga þar sem vel var
tekið á móti okkur og fengum við góða kynningu á starfseminni og
verksmiðjunni. Ekki voru margir í hópnum sem höfðu komið þarna
inn og fannst fólki mikið til koma.
• Föstudaginn 17. apríl komu síðan skólastjórar sem höfðu gist á
Hótel Glym í heimsókn í Heiðarskóla þar sem við tókum á móti
þeim, kynntum skólann og starfið.
• Fimmtudaginn 16. apríl var “Lyngbrekkuballið” haldið nú í
Þinghamri við Varmaland, rúmlega 20 krakkar úr unglingadeildinni
fór á ballið.
• Þriðjudaginn 21. apríl funduðu skólastjórar með forsvarsmönnum
sveitarfélagsins.
• Dagarnir 20 – 22 apríl voru þemadagar. Þemað var að þessu sinni
náttúran og útikennsla. Kennsla var samfelld frá morgni og var
ekið heim klukkan 13:00 þessa daga. Ýmislegt var brallað þessa
daga, vatnsrennibraut var við Heiðarborg, miðstigið reisti
tjaldbúðir og stundaði útilegur, yngsta stigið reisti stórt tjald niður
við á og skemmti sér við ýmislegt þar, unglingastigið sá um
göngustígagerð o.f.l. Líffræðingur kom í heimsókn einn daginn og
allir nemendur fengu fræðslu um lífríkið við ánna. Alla dagana var
eldað úti, fyrsta daginn voru grillaðar pylsur, annan daginn voru
elduð holulæri sem síðan voru skorin niður inni og sett í pítubrauð
ásamt grænmeti og sósu og þriðja daginn grilluðum við
hamborgara.
Það er álit okkar allra sem í skólanum vinna að þessir dagar hafi í
alla staði tekist frábærlega og allir voru ánægðir. 1. bekkur
heimsótti okkur á mánudeginum og tók að hluta til þátt í
útiverkefnum.
• Miðvikudaginn 22 apríl fengum við Björgu Ólafsdóttur í heimsókn
en hún hefur það hlutverk ásamt stöllu sinni að leiðbeina skólum
varðandi sjálfsmat. Hún fundaði með stjórnendum og fór yfir
gögnin okkar. Við erum á réttri leið varðandi sjálfsmatið og von er
á skýrslu frá okkur í vor.
• Miðvikudaginn 29. apríl fór nokkur hópur kennara á námsstefnu
um útikennslu í umsjá Ragnheiðar Þorgrímsdóttur frá Kúludals, var
gerður góður rómur að námsstefnunni.
• Fyrstu dagana í maí þ.e. 4.5.6 voru nemendur 10. bekkjar í
starfskynningu bæði í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi og í Reykjavík.
• Skólastjórar sátu fund mánudaginn 4. maí með oddvita og
varaoddvita einnig sátu skólastjórar sveitarstjórnarfund þann 5.
maí þar sem ákvörðun var tekin um tillögu að skólabyggingu.
Umræður urðu um aðlögun verðandi fyrstu bekkinga í Heiðarskóla.
Fræðslu‐ og skólanefnd lýsir ánægju sinni yfir því hversu vel er að
þeirri vinnu staðið að hálfu beggja skóla.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir apríl 2009.
• Starfsmannasamtölum lauk í apríl
• Dagana 20. og 28. Apríl og 6.maí voru elstu nemarnir okkar í
heimsókn í Heiðarskóla. Þau fóru að heiman frá sér með
skólabílnum, voru allan daginn í Heiðarskóla og fóru með
skólabílnum heim til sín aftur í lok skóladags.
• Starfsmannafundur var 21. apríl og fórum við yfir
viðhorfskannanir sem gerðar voru í febrúar síðastliðnum og
undirbjuggum grófa áætlun fyrir umhverfis og ‐náttúruþema.
• Við héldum upp á dag umhverfisins eins og venjulega og störtuðum
umhverfis og náttúruþema hjá okkur með áherslu á útikennslu.Það
er hefð hjá okkur að fara á þessum degi og tína rusl í nágrenni við
leikskólann sem við og gerðum.
• Öllum starfsmönnum Regnbogans bauðst að fara á málþing um
útikennslu sem Námshestar stóðu fyrir og nýttu 2 starfsmenn sér
það og munu miðla af þekkingu sinni til annarra starfsmanna.
• Endurvinnslutunnan er komin til okkar og erum við byrjuð á að
flokka á fullu og stefnum á að bæta við okkur moltutunnu og losa
okkur við a.m.k. eina ruslatunnu.
• Umhverfisnefnd hefur í tilefni af umhverfisvinnu okkar ákveðið að
styrkja okkur í starfi með gjöf vegna vinnu okkar síðustu ár á degi
umhverfisins. Við þökkum umhverfisnefnd kærlega fyrir að sýna
okkar starfi áhuga í verki,
• Nýtt barn byrjaði hjá okkur í mái og 4 börn af yngri deild
(Dropanum) hafa færst yfir á eldri deild (Regnbogann).
• Hjá okkur voru 3 nemar úr 10. bekk Heiðarskóla í starfskynningu.
Þökkum við þeim kærlega fyrir að vera með okkur.
• Við erum að auglýsa eftir deildarstjóra og leikskólakennurum þessa
dagana og rennur umsóknarfrestur út 18.maí næstkomandi.
5. Málefni vinnuskóla unglinga Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2009.
Umsóknir um flokksstjórn fyrir vinnuskólann ræddar og afgreiddar frá
nefndinni.
• Formaður fór yfir stöðu mála varðandi vinnuskólann.
• Sex umsóknir um flokksstjórn bárust. Nefndin mælir með
Hannesínu Ásgeirsdóttur og Örnu Kristínu Sigurðardóttur í
störfin.
6. Bréf frá skólastjóra Heiðarskóla, dags. 3. apríl 2009, er varðar inntöku
barns í skólann ári fyrr en venja er.
• Lagt fram til kynningar.
7. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 14. apríl 2009, er varða skólamál, lagðar
fram.
• Lagt fram til kynningar.
8. Erindi Saman Hópsins frá 30. mars 2009 er varðar hvatningu þeirra til
borgar‐, bæjar‐ og sveitarstjórna. Vísað til fræðslu‐ og skólanefndar á fundi
sveitarstjórnar 14. apríl 2009.
• Lagt fram til kynningar.
9. Erindi um vímuefnaneyslu unglinga í alþjóðlegum samanburði. Vísað til
fræðslu‐ og skólanefndar á fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2009. Rafræn
útgáfa aðgengileg á www.espad.is
• Lagt fram til kynningar.
10. Niðurstöður viðhorfakönnunar til skóla / skólastarfs Hvalfjarðarsveitar.
Þórdís Þórisdóttir, varformaður fræðslu‐ og skólaefndar kynnir
niðurstöður.
Nokkrar umræður urðu um niðurstöðuna. Tillaga formanns og
varaformanns að eftirfarandi bókun var lesin upp:
Fræðsluog
skólanefnd óskar skólum Hvalfjarðarsveitar til hamingju
með almennt mjög góðar niðurstöður úr viðhorfakönnunum. Sérstaklega
er ánægjulegt hversu vel foreldrar telja að börnum líði vel í skólunum og
viðhorf til skólanna og starfsfólks þeirra er jákvætt.
Nefndin lýsir jafnframt yfir áhyggjum af neikvæðu viðhorfi foreldra
nemenda Heiðarskóla gagnvart stjórnun skólans og því er virðist vera
hárri tíðni eineltismála í skólanum. Einnig lýsir nefndin yfir áhyggjum
gagnvart neikvæðu viðhorfi starfsfólks leikskólans gagnvart stjórnun
leikskólans.
Nefndin óskar eftir úrbótaáætlunum frá skólunum þar sem sérstaklega
er tekið á því hvernig brugðist verður við þessum niðurstöðum.
Tillagan samþykkt samhljóða.
11. Önnur mál.
.
• Spurt var hvort til væri eineltisáætlun í Heiðarskóla.
Aðstoðarskólastjóri svaraði því til að svo væri ekki, en tekið væri á
málum samkvæmt uppbyggingarstefnunni.
• Ábending kom um að þrifum væri ábótavant í leikskólanum.
Formanni falið að kanna málið.
• Formaður greindi frá þeim breytingum sem samþykktar voru á
fundi sveitastjórnar 5. maí s.l., varðandi nýbyggingu Heiðarskóla.

Fundi slitið kl 19.15


Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir
Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir
Bjarni Jónsson

Efni síðunnar